„Svo situr maður grátandi með honum á kvöldin að tala við mömmu hans“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 4. desember 2023 12:16 Sameer hefur búið hjá íslenskri fósturfjölskyldu síðustu mánuði og hefur aðlagast íslensku samfélagi vel. Samsett mynd Fósturfjölskylda tólf ára drengs frá Palestínu sem synjað hefur verið um vernd á Íslandi segir tilhugsunina um að hann verði sendur aftur til Grikklands foreldralaus skelfilega. Þau gagnrýna upplýsingaskort stjórnvalda og vona að Palestínumönnum verði veitt sérstök vernd. Sameer, sem er tólf ára, kom til Íslands fyrir rúmum átta mánuðum í fylgd fjórtán ára frænda og föðurbróður frá Grikklandi eftir að hafa yfirgefið fjölskyldu sína í Palestínu fyrir rúmu ári. Hann hefur búið hjá íslenskri fósturfjölskyldu frá því í júní og segir Anna Guðrún Ingadóttir fósturmóðir hans hann hafa aðlagast vel, gangi í skóla og æfi fótbolta. Fyrir rúmum mánuði hafi þeim síðan verið tjáð að þeir frændur hafi fengið synjun um vernd hér á landi og í kjölfarið hafi þau farið að leita svara frá stjórnvöldum. „Sem við fáum í rauninni ekki því við erum ekki forráðamenn og það má ekki að tjá sig um þeirra mál við okkur þannig við við vitum rosa lítið,“ segir Anna og bætir við að málið sé nú í ferli hjá kærunefnd Útlendingastofnunar. „Við höfum núna verið að senda tölvupóst á alla ráðherra og þingmenn og ítrekanir en fáum engin svör þar heldur og maður einhvern veginn heyrir ekki í neinum og veit ekki neitt og svo situr maður grátandi með honum á kvöldin að tala við mömmu hans sem er einhvers staðar undir berum himni sofandi og sprengjurnar eru að springa í kringum hana og við getum ekki einu sinni svarað honum hvort hann fái að vera hérna eða hvort hann fari til Grikklands þar sem hann er á götunni,“ segir Anna. Sameer hafi þurft að berjast fyrir lífi sínu á Grikklandi ásamt frændum sínum og hann fái martraðir um það á hverri nóttu. Þá berist nánast daglega upplýsingar um að ættmenni hans hafi dáið í sprengingum. „Þetta er alveg mjög mjög erfitt og þurfa bæta því ofan á að vita ekki hvort hann fái að vera er alveg gjörsamlega galið og maður verður svo ótrúlega reiður,“ segir Anna jafnframt. Fjölskyldan vilji sjá stjórnvöld virkja 44. grein útlendingalaga um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta frá ákvæðnum svæðum fyrir Palestínumenn líkt og gert var til að mynda fyrir fólk frá Úkraínu. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins um hvort það kæmi til greina og fékk þau svör frá aðstoðarmanni að það hafi ekki verið rætt en verði örugglega rætt. Þá muni ráðherra ekki tjá sig um einstaka mál. Palestína Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Grikkland Tengdar fréttir Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Palestínska fánanum flaggað við Ráðhúsið, Háskólann og Hallgrímskirkju Palestínski fáinn blakti við hún við Ráðhús Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Hallgrímskirkju í morgun. Svo virðist sem um gjörning sé að ræða. 29. nóvember 2023 11:28 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Sameer, sem er tólf ára, kom til Íslands fyrir rúmum átta mánuðum í fylgd fjórtán ára frænda og föðurbróður frá Grikklandi eftir að hafa yfirgefið fjölskyldu sína í Palestínu fyrir rúmu ári. Hann hefur búið hjá íslenskri fósturfjölskyldu frá því í júní og segir Anna Guðrún Ingadóttir fósturmóðir hans hann hafa aðlagast vel, gangi í skóla og æfi fótbolta. Fyrir rúmum mánuði hafi þeim síðan verið tjáð að þeir frændur hafi fengið synjun um vernd hér á landi og í kjölfarið hafi þau farið að leita svara frá stjórnvöldum. „Sem við fáum í rauninni ekki því við erum ekki forráðamenn og það má ekki að tjá sig um þeirra mál við okkur þannig við við vitum rosa lítið,“ segir Anna og bætir við að málið sé nú í ferli hjá kærunefnd Útlendingastofnunar. „Við höfum núna verið að senda tölvupóst á alla ráðherra og þingmenn og ítrekanir en fáum engin svör þar heldur og maður einhvern veginn heyrir ekki í neinum og veit ekki neitt og svo situr maður grátandi með honum á kvöldin að tala við mömmu hans sem er einhvers staðar undir berum himni sofandi og sprengjurnar eru að springa í kringum hana og við getum ekki einu sinni svarað honum hvort hann fái að vera hérna eða hvort hann fari til Grikklands þar sem hann er á götunni,“ segir Anna. Sameer hafi þurft að berjast fyrir lífi sínu á Grikklandi ásamt frændum sínum og hann fái martraðir um það á hverri nóttu. Þá berist nánast daglega upplýsingar um að ættmenni hans hafi dáið í sprengingum. „Þetta er alveg mjög mjög erfitt og þurfa bæta því ofan á að vita ekki hvort hann fái að vera er alveg gjörsamlega galið og maður verður svo ótrúlega reiður,“ segir Anna jafnframt. Fjölskyldan vilji sjá stjórnvöld virkja 44. grein útlendingalaga um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta frá ákvæðnum svæðum fyrir Palestínumenn líkt og gert var til að mynda fyrir fólk frá Úkraínu. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins um hvort það kæmi til greina og fékk þau svör frá aðstoðarmanni að það hafi ekki verið rætt en verði örugglega rætt. Þá muni ráðherra ekki tjá sig um einstaka mál.
Palestína Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Grikkland Tengdar fréttir Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Palestínska fánanum flaggað við Ráðhúsið, Háskólann og Hallgrímskirkju Palestínski fáinn blakti við hún við Ráðhús Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Hallgrímskirkju í morgun. Svo virðist sem um gjörning sé að ræða. 29. nóvember 2023 11:28 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33
Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55
Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07
Palestínska fánanum flaggað við Ráðhúsið, Háskólann og Hallgrímskirkju Palestínski fáinn blakti við hún við Ráðhús Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Hallgrímskirkju í morgun. Svo virðist sem um gjörning sé að ræða. 29. nóvember 2023 11:28