„Hann er bara þjálfarinn minn í höllinni og pabbi minn heima“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2023 12:00 Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Leipzig og sonur hans, Andri Már (fremst á myndinni, úr fókus), leikmaður liðsins. getty/Jan Woitas Andri Már Rúnarsson kann því vel að spila undir stjórn föður síns hjá Leipzig. Hann segir einnig mikla hjálp í Viggó Kristjánssyni, samherja sínum hjá liðinu. Andri er alvanur því að vera með föður sinn, Rúnar Sigtryggsson, sem þjálfara. Hann lék undir hans stjórn hjá Stjörnunni, til skamms tíma hjá Haukum og nú hjá Leipzig í Þýskalandi. Rúnar tók við Leipzig í nóvember á síðasta ári eftir stutt stopp hjá Haukum. Hann tók tímabundið við liðinu til að byrja með en eftir gott gengi samdi hann svo við það til 2025. Andri kom svo til Leipzig frá Haukum í sumar og hefur spilað mikið og vel að undanförnu. Hann gerði nýjan samning við félagið til 2026 í síðustu viku. „Hann er bara þjálfarinn minn í höllinni og pabbi minn heima. Við erum vanir því og hingað til hefur það gengið vel,“ sagði Andri aðspurður hvernig það sé að spila undir stjórn föður síns. „Hann er líka stundum þjálfari heima en maður verður bara að lifa með því,“ bætti Andri kankvís við enda býr hann hjá foreldrum sínum í Leipzig. Aðalmaðurinn í liði Leipzig er áðurnefndur Viggó Kristjánsson. Hann kom til liðsins frá Stuttgart en þar léku þeir Andri saman um hríð. „Það er mjög gott að vera með Viggó. Ég þekki hann líka frá tíma okkur saman í Stuttgart. Hann er alltaf duglegur að hjálpa mér og gefa mér góð ráð til að bæta minn leik. Hann er líka frábær leikmaður og við spilum vel saman,“ sagði Andri. Viggó Kristjánsson er prímusmótorinn í liði Leipzig.getty/Jan Woitas Viggó er marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Leipzig á tímabilinu og hefur komið með beinum hætti að 126 mörkum í þýsku úrvalsdeildinni. Seltirningurinn er í miklum metum hjá félaginu. „Hann er klárlega lykilmaðurinn í liðinu. Á æfingum segir hann hvaða leikkerfi henta best. Hann les leikinn vel. Hann hefur líka stigið upp þegar aðrir lykilmenn hafa dottið út. Hann gerir það vel og það er gaman að spila með honum,“ sagði Andri. Þýski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Andri er alvanur því að vera með föður sinn, Rúnar Sigtryggsson, sem þjálfara. Hann lék undir hans stjórn hjá Stjörnunni, til skamms tíma hjá Haukum og nú hjá Leipzig í Þýskalandi. Rúnar tók við Leipzig í nóvember á síðasta ári eftir stutt stopp hjá Haukum. Hann tók tímabundið við liðinu til að byrja með en eftir gott gengi samdi hann svo við það til 2025. Andri kom svo til Leipzig frá Haukum í sumar og hefur spilað mikið og vel að undanförnu. Hann gerði nýjan samning við félagið til 2026 í síðustu viku. „Hann er bara þjálfarinn minn í höllinni og pabbi minn heima. Við erum vanir því og hingað til hefur það gengið vel,“ sagði Andri aðspurður hvernig það sé að spila undir stjórn föður síns. „Hann er líka stundum þjálfari heima en maður verður bara að lifa með því,“ bætti Andri kankvís við enda býr hann hjá foreldrum sínum í Leipzig. Aðalmaðurinn í liði Leipzig er áðurnefndur Viggó Kristjánsson. Hann kom til liðsins frá Stuttgart en þar léku þeir Andri saman um hríð. „Það er mjög gott að vera með Viggó. Ég þekki hann líka frá tíma okkur saman í Stuttgart. Hann er alltaf duglegur að hjálpa mér og gefa mér góð ráð til að bæta minn leik. Hann er líka frábær leikmaður og við spilum vel saman,“ sagði Andri. Viggó Kristjánsson er prímusmótorinn í liði Leipzig.getty/Jan Woitas Viggó er marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Leipzig á tímabilinu og hefur komið með beinum hætti að 126 mörkum í þýsku úrvalsdeildinni. Seltirningurinn er í miklum metum hjá félaginu. „Hann er klárlega lykilmaðurinn í liðinu. Á æfingum segir hann hvaða leikkerfi henta best. Hann les leikinn vel. Hann hefur líka stigið upp þegar aðrir lykilmenn hafa dottið út. Hann gerir það vel og það er gaman að spila með honum,“ sagði Andri.
Þýski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira