De Gea sagður til í að koma til Newcastle Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2023 10:31 David De Gea í bikarúrslitaleiknum með Manchester United síðasta vor. Getty/Will Palmer Óvænt endurkoma í ensku úrvalsdeildina gæti verið í kortunum því spænski markvörðurinn David De Gea útilokar það ekki að bjarga Newcastle í sínum markvarðarvandræðum. Hinn öflugi markvörður Nick Pope fór út axlarlið í 1-0 sigri Newcastle á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina og verður frá í allt að fimm mánuði. Heimildarmaður ESPN segir að De Gea hafi áhuga á því að koma til Newcastle hafi félagið á annað borð samband. Former Man United goalkeeper David de Gea is open to joining Newcastle as cover for Nick Pope, a source told ESPN's @RobDawsonESPN.Pope could be out for up to five months with a dislocated shoulder. De Gea has been without a club since leaving United at the end of last season. pic.twitter.com/EzvQK2HVb1— ESPN FC (@ESPNFC) December 4, 2023 De Gea er búinn að vera án félags síðan í sumar þegar samningur hans rann út hjá Manchester United. Hann hafði þá verið á Old Trafford í tólf ár og spilað 545 leiki fyrir félagið. De Gea var lykilmaður í síðasta meistaraliði United vorið 2013 og hann var fjórum sinnum kosinn leikmaður ársins hjá félaginu. Knattspyrnustjórinn Erik ten Hag vildi skipta um markvörð og sótti í staðinn Kamerúnmanninn André Onana sem kostaði 43 milljónir punda frá Inter. Onana hefur átt erfiða byrjun hjá félaginu og átti meðal annars sök á tveimur mörkum í mögulega dýrkeyptu 3-3 jafntefli á móti Galatasaray í Meistaradeildinni. Martin Dúbravka kom í markið í staðinn fyrir Pope en markverðirnir Loris Karius og Mark Gillespie eru einnig í leikmannahópi Newcastle. De Gea hefur búið áfram í Manchester og hefur verið að æfa reglulega sjálfur. Samkvæmt sömu heimildum ESPN þá er hann klár ef rétta kallið kemur. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira
Hinn öflugi markvörður Nick Pope fór út axlarlið í 1-0 sigri Newcastle á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina og verður frá í allt að fimm mánuði. Heimildarmaður ESPN segir að De Gea hafi áhuga á því að koma til Newcastle hafi félagið á annað borð samband. Former Man United goalkeeper David de Gea is open to joining Newcastle as cover for Nick Pope, a source told ESPN's @RobDawsonESPN.Pope could be out for up to five months with a dislocated shoulder. De Gea has been without a club since leaving United at the end of last season. pic.twitter.com/EzvQK2HVb1— ESPN FC (@ESPNFC) December 4, 2023 De Gea er búinn að vera án félags síðan í sumar þegar samningur hans rann út hjá Manchester United. Hann hafði þá verið á Old Trafford í tólf ár og spilað 545 leiki fyrir félagið. De Gea var lykilmaður í síðasta meistaraliði United vorið 2013 og hann var fjórum sinnum kosinn leikmaður ársins hjá félaginu. Knattspyrnustjórinn Erik ten Hag vildi skipta um markvörð og sótti í staðinn Kamerúnmanninn André Onana sem kostaði 43 milljónir punda frá Inter. Onana hefur átt erfiða byrjun hjá félaginu og átti meðal annars sök á tveimur mörkum í mögulega dýrkeyptu 3-3 jafntefli á móti Galatasaray í Meistaradeildinni. Martin Dúbravka kom í markið í staðinn fyrir Pope en markverðirnir Loris Karius og Mark Gillespie eru einnig í leikmannahópi Newcastle. De Gea hefur búið áfram í Manchester og hefur verið að æfa reglulega sjálfur. Samkvæmt sömu heimildum ESPN þá er hann klár ef rétta kallið kemur.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira