Hálshlíf verður skylda í íshokkí eftir banaslysið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2023 15:31 Adam Johnson var minnst fyrir íþróttakappaleiki víða um England þar á meðal fyrir leik Nottingham Forest og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Matthew Ashton Alþjóða íshokkísambandið hefur breytt reglum sínum í kjölfar slyssins hræðilega á dögunum þegar Bandaríkjamaðurinn Adam Johnson lést af sárum sínum eftir að skauti mótherja skar hann á háls í leik. Hér eftir verður það skylda hjá leikmönnum að vera með hálshlíf í öllum leikjum á vegum Alþjóða íshokkísambandsins. Ice Hockey-Neck guards mandatory in IIHF tournaments after Johnson's death https://t.co/EaAjybwGmo pic.twitter.com/yNe2Kb5vLv— Reuters (@Reuters) December 5, 2023 Þetta þýðir að allir leikmenn sem keppa á Ólympíuleikunum 2026 eða í heimsmeistarakeppni karla eða kvenna í framtíðinni þurfa að vera með hálfshlíf. Nýja reglan mun hins vegar ekki gilda í atvinnumannadeildum eins og NHL í Bandaríkjunum. Þar er enginn skylda um að leikmenn séu með hálshlífar. Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður dómaranefndar Íshokkísambands Íslands, vakti athygli á því stuttu eftir slysið að það væri skylda í yngri flokkum á nota hálshlíf en einnig hafði skapast mikil umræða um það hvort leikmenn þurfi ekki frekari vörn hjá fullorðnum líka. Alþjóða íshokkísambandið tók þetta mál fyrir og hefur nú komist að þeirrri rökréttu niðurstöðu að tryggja enn frekar öryggi leikmanna á svellinu. Adam Johnson lést eftir slys í leik Nottingham Panther í Englandi í október. Sökudólgurinn hefur verið ákærður um manndráp en var sleppt gegn tryggingu. Enska íshokkísambandið hafði lýst því yfir að hálshlíf yrði hér eftir skylda og deildir í Kanada hafa einnig farið sömu leið. Cole Koepke, leikmaður Syracuse Crunch, var góður vinur Johnson og hann ákvað að fara að byrja spila með hálshlíf í AHL-deildinni sem er b-deildin í bandaríska íshokkíinu. „Það truflar mig ekki að að vera með hálshlífina og það er því engin ástæða fyrir því að vera ekki með hana. Þetta er það rétta í stöðunni,“ sagði Koepke við CBS Minnesota. Íshokkí Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Sjá meira
Hér eftir verður það skylda hjá leikmönnum að vera með hálshlíf í öllum leikjum á vegum Alþjóða íshokkísambandsins. Ice Hockey-Neck guards mandatory in IIHF tournaments after Johnson's death https://t.co/EaAjybwGmo pic.twitter.com/yNe2Kb5vLv— Reuters (@Reuters) December 5, 2023 Þetta þýðir að allir leikmenn sem keppa á Ólympíuleikunum 2026 eða í heimsmeistarakeppni karla eða kvenna í framtíðinni þurfa að vera með hálfshlíf. Nýja reglan mun hins vegar ekki gilda í atvinnumannadeildum eins og NHL í Bandaríkjunum. Þar er enginn skylda um að leikmenn séu með hálshlífar. Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður dómaranefndar Íshokkísambands Íslands, vakti athygli á því stuttu eftir slysið að það væri skylda í yngri flokkum á nota hálshlíf en einnig hafði skapast mikil umræða um það hvort leikmenn þurfi ekki frekari vörn hjá fullorðnum líka. Alþjóða íshokkísambandið tók þetta mál fyrir og hefur nú komist að þeirrri rökréttu niðurstöðu að tryggja enn frekar öryggi leikmanna á svellinu. Adam Johnson lést eftir slys í leik Nottingham Panther í Englandi í október. Sökudólgurinn hefur verið ákærður um manndráp en var sleppt gegn tryggingu. Enska íshokkísambandið hafði lýst því yfir að hálshlíf yrði hér eftir skylda og deildir í Kanada hafa einnig farið sömu leið. Cole Koepke, leikmaður Syracuse Crunch, var góður vinur Johnson og hann ákvað að fara að byrja spila með hálshlíf í AHL-deildinni sem er b-deildin í bandaríska íshokkíinu. „Það truflar mig ekki að að vera með hálshlífina og það er því engin ástæða fyrir því að vera ekki með hana. Þetta er það rétta í stöðunni,“ sagði Koepke við CBS Minnesota.
Íshokkí Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Sjá meira