Báðir leikir voru úrslitaleikir um efstu sæti riðlana sem liðin léku í, en Svíar og Króatar léku í A-riðli og Danir og Rúmernar léku í E-riðli.
Svíum nægði jafntefli til að tryggja sér efsta sæti A-riðilsins. Liðið gerði gott betur en það og vann sterkan fimm marka sigur gegn Króötum, 22-17, eftir að hafa leitt með tveimur mörkum í hálfleik.
Sigur Dana gegn Rúmenum var öllu öruggari og leiddi danska liðið með ellefu marka mun í hálfleik, 21-10. Sæiðari hálfleikurinn var því nokkurskonar formsatriði fyrir Dani sem unnu að lokum 16 marka sigur, 39-23.