Er mögulegt að eflast, vaxa og njóta lífsins eftir ofbeldi í nánu sambandi? Hulda Sædís Bryngeirsdóttir skrifar 9. desember 2023 09:01 Kynbundið ofbeldi er alvarlegt og útbreitt samfélagslegt vandamál á heimsvísu og algengasta birtingarmynd þess er ofbeldi í nánu sambandi, þar sem gerandinn er núverandi eða fyrrverandi maki. Útbreiðsla og algengi ofbeldis í nánu sambandi er slíkt og neikvæðar afleiðingar þess á lýðheilsu svo alvarlegar að því hefur verið líkt við heimsfaraldur. Allt þetta vitum við. Okkur er kunnugt um neikvæð áhrif á heilsu kvenna sem hafa upplifað ofbeldi í nánu sambandi. Við vitum að börnin verða einnig fyrir neikvæðum áhrifum af ofbeldinu. Við heyrum af því frábæra starfi sem verið er að vinna í mismunandi úrræðum sem styðja konur sem eru í ofbeldissamböndum eða hafa sögu um slík sambönd. Og öll öndum við léttar þegar kona nær að losna út úr ofbeldissambandi. En hvað tekur þá við? Ef við hugsum málið út frá þeirri vitneskju sem við búum yfir varðandi ofbeldi í nánum samböndum: Er hægt að gera ráð fyrir því að allt verði gott þegar kona flytur frá ofbeldismanni? Hverfa eftirstöðvar ofbeldisins þá eins og dögg fyrir sólu? Öðlast kona sjálfstraust, fulla starfsorku, framtíðarsýn og sjálfstæði eftir jafnvel áralangt ofbeldi og niðurbrot? Verður hún alheilbrigð á eins og einni nóttu? Við vitum svarið. Það er nei. Neikvæð áhrif ofbeldis eru margslungin, þau fylgja mörgum konum eins og skuggi árum saman og jafnvel ævilangt og skerða um leið lífsgæði þeirra og jafnvel afkomenda þeirra. Það er ósanngjarnt að kona eigi ekki kost á því að njóta lífsins til fulls vegna þess að einhver annar tók þá ákvörðun að beita hana ofbeldi. Eða vegna þess að hún fær ekki frið fyrir gerandanum þó sambandinu sé lokið. Eða af því að hún er fátæk sökum þess að eigum hennar var eytt að henni forspurðri í óendanlega löngu skilnaðarferli. Eða af því að hún getur ekki unnið fyrir sér sökum heilsubrests af völdum ofbeldis. Eða af því að gerandinn notar börnin til að ná sér niðri á henni, með lögin sér til halds og trausts. Eða af því að hún er svo brotin að hún getur ekki borið hönd yfir höfuð sér og fær ekki þá heildrænu leiðbeiningu sem hún þarf. Svona mætti halda lengi áfram. Hugtakið efling og vöxtur í kjölfar áfalla (e. post-traumatic growth) felur í sér: Jákvæða sálfræðilega breytingu hjá einstaklingi eftir mikla erfiðleika og áföll; aukinn persónulegan styrk; aukna ánægju í samböndum við annað fólk; og jákvæða breytingu á lífssýn þar sem viðkomandi kemur auga á nýja möguleika í lífinu. Lífsreynslan, þrátt fyrir að vera neikvæð í sjálfri sér, hefur þegar upp er staðið haft ákveðinn tilgang fyrir viðkomandi sem manneskju. Eiga konur sem beittar hafa verið ofbeldi í nánu sambandi möguleika á því að eflast og vaxa á þennan hátt? Þetta vildum við rannsaka. Tuttugu og tvær íslenskar konur sem höfðu náð að eflast og vaxa eftir ofbeldi í nánu sambandi höfðu samband og vildu taka þátt í rannsókn okkar viðfangsefninu. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá upplýsingar um birtingarmynd eflingar og vaxtar þolenda og þá hvetjandi þætti og hindranir sem þær mættu á vegferð sinni að eflingu og vexti. Efling og vöxtur þátttakenda fól í sér að konurnar höfðu öðlast jákvæðari viðhorf og tilfinningar í eigin garð en áður. Þær voru umburðarlyndari og hjálpsamari í garð annarra en sögðust setja öðru fólki skýr mörk. Þær höfðu öðlast framtíðarsýn og bjuggu yfir seiglu og ákveðni. Á leið sinni að eflingu og vexti reyndist konunum hjálplegt að búa yfir innri styrk og þrautseigju, að horfast í augu við að hafa verið í ofbeldissambandi og leita sér hjálpar, eiga öruggt húsaskjól og búa við fjárhagslegt öryggi. Konurnar lögðu sig fram við að sýna sjálfum sér kærleika og skilning, settu öðrum mörk og tóku stjórnina í lífi sínu. Stuðningur sem veittur var á þeirra forsendum var hjálplegur. Neikvæðar tilfinningar og viðhorf þeirra sjálfra í eigin garð, ásamt heilsufarsvandamálum og krefjandi persónulegum aðstæðum gátu reynst stórar hindranir á vegferð þeirra að eflingu og vexti. Gerendurnir áttu sinn þátt í því að hindra eflingu og vöxt kvennanna, ásamt lögum og reglum sem konunum var gert að beygja sig undir, oft gegn vilja sínum og betri vitund. Hér áðan var ofbeldi í nánum samböndum líkt við heimsfaraldur sökum útbreiðslu, algengi og alvarleika. Afleiðingar þess geta haft varanleg neikvæð áhrif á lífsgæði þolenda, afkomenda þeirra og á samfélagið í heild. Sérstaklega ef ekki næst að kveikja von um betri tíð. Sættum við okkur við slík málalok í öðrum heimsfaröldrum? Gætum við tekið höndum saman hér á litla Íslandi og stutt þolendur ofbeldis í nánu sambandi á heildrænni máta? Stutt þær á markvissan hátt, hlustað á þær, komið á samtali milli kerfa og jafnvel breytt lögum til að tryggja rétt og velferð þeirra og barna þeirra? Niðurstöður þessarar rannsóknar, sem er hin fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, má líta á sem ákveðna hugvekju varðandi þá þætti sem gæti reynst gagnlegt að hafa í huga við slíka vinnu. Konurnar tuttugu og tvær sem tóku þátt í þessari rannsókn sögðu sögu sína í þeim tilgangi að kveikja von í brjósti þolenda ofbeldis. Von um að möguleikinn á því að eiga gott og innihaldsríkt líf sé þrátt fyrir allt fyrir hendi. Að kveikja slíka von er ekki aðeins mikilvægt fyrir þolendur ofbeldis, heldur fyrir okkur öll sem búum saman í samfélagi mannanna. Höfundur er lektor við heilbrigðis-, viðskipta og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri og fyrrverandi verkefnastýra áfangaheimilis Kvennaathvarfsins. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi og byggir á erindi sem flutt var í Ljósagöngu gegn ofbeldi sem farin var á Akureyri, 30. nóvember síðastliðinn og var skipulögð af Zontaklúbbnum Þórunni hyrnu, Zontaklúbb Akureyrar og Sorptimista klúbb Akureyrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi er alvarlegt og útbreitt samfélagslegt vandamál á heimsvísu og algengasta birtingarmynd þess er ofbeldi í nánu sambandi, þar sem gerandinn er núverandi eða fyrrverandi maki. Útbreiðsla og algengi ofbeldis í nánu sambandi er slíkt og neikvæðar afleiðingar þess á lýðheilsu svo alvarlegar að því hefur verið líkt við heimsfaraldur. Allt þetta vitum við. Okkur er kunnugt um neikvæð áhrif á heilsu kvenna sem hafa upplifað ofbeldi í nánu sambandi. Við vitum að börnin verða einnig fyrir neikvæðum áhrifum af ofbeldinu. Við heyrum af því frábæra starfi sem verið er að vinna í mismunandi úrræðum sem styðja konur sem eru í ofbeldissamböndum eða hafa sögu um slík sambönd. Og öll öndum við léttar þegar kona nær að losna út úr ofbeldissambandi. En hvað tekur þá við? Ef við hugsum málið út frá þeirri vitneskju sem við búum yfir varðandi ofbeldi í nánum samböndum: Er hægt að gera ráð fyrir því að allt verði gott þegar kona flytur frá ofbeldismanni? Hverfa eftirstöðvar ofbeldisins þá eins og dögg fyrir sólu? Öðlast kona sjálfstraust, fulla starfsorku, framtíðarsýn og sjálfstæði eftir jafnvel áralangt ofbeldi og niðurbrot? Verður hún alheilbrigð á eins og einni nóttu? Við vitum svarið. Það er nei. Neikvæð áhrif ofbeldis eru margslungin, þau fylgja mörgum konum eins og skuggi árum saman og jafnvel ævilangt og skerða um leið lífsgæði þeirra og jafnvel afkomenda þeirra. Það er ósanngjarnt að kona eigi ekki kost á því að njóta lífsins til fulls vegna þess að einhver annar tók þá ákvörðun að beita hana ofbeldi. Eða vegna þess að hún fær ekki frið fyrir gerandanum þó sambandinu sé lokið. Eða af því að hún er fátæk sökum þess að eigum hennar var eytt að henni forspurðri í óendanlega löngu skilnaðarferli. Eða af því að hún getur ekki unnið fyrir sér sökum heilsubrests af völdum ofbeldis. Eða af því að gerandinn notar börnin til að ná sér niðri á henni, með lögin sér til halds og trausts. Eða af því að hún er svo brotin að hún getur ekki borið hönd yfir höfuð sér og fær ekki þá heildrænu leiðbeiningu sem hún þarf. Svona mætti halda lengi áfram. Hugtakið efling og vöxtur í kjölfar áfalla (e. post-traumatic growth) felur í sér: Jákvæða sálfræðilega breytingu hjá einstaklingi eftir mikla erfiðleika og áföll; aukinn persónulegan styrk; aukna ánægju í samböndum við annað fólk; og jákvæða breytingu á lífssýn þar sem viðkomandi kemur auga á nýja möguleika í lífinu. Lífsreynslan, þrátt fyrir að vera neikvæð í sjálfri sér, hefur þegar upp er staðið haft ákveðinn tilgang fyrir viðkomandi sem manneskju. Eiga konur sem beittar hafa verið ofbeldi í nánu sambandi möguleika á því að eflast og vaxa á þennan hátt? Þetta vildum við rannsaka. Tuttugu og tvær íslenskar konur sem höfðu náð að eflast og vaxa eftir ofbeldi í nánu sambandi höfðu samband og vildu taka þátt í rannsókn okkar viðfangsefninu. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá upplýsingar um birtingarmynd eflingar og vaxtar þolenda og þá hvetjandi þætti og hindranir sem þær mættu á vegferð sinni að eflingu og vexti. Efling og vöxtur þátttakenda fól í sér að konurnar höfðu öðlast jákvæðari viðhorf og tilfinningar í eigin garð en áður. Þær voru umburðarlyndari og hjálpsamari í garð annarra en sögðust setja öðru fólki skýr mörk. Þær höfðu öðlast framtíðarsýn og bjuggu yfir seiglu og ákveðni. Á leið sinni að eflingu og vexti reyndist konunum hjálplegt að búa yfir innri styrk og þrautseigju, að horfast í augu við að hafa verið í ofbeldissambandi og leita sér hjálpar, eiga öruggt húsaskjól og búa við fjárhagslegt öryggi. Konurnar lögðu sig fram við að sýna sjálfum sér kærleika og skilning, settu öðrum mörk og tóku stjórnina í lífi sínu. Stuðningur sem veittur var á þeirra forsendum var hjálplegur. Neikvæðar tilfinningar og viðhorf þeirra sjálfra í eigin garð, ásamt heilsufarsvandamálum og krefjandi persónulegum aðstæðum gátu reynst stórar hindranir á vegferð þeirra að eflingu og vexti. Gerendurnir áttu sinn þátt í því að hindra eflingu og vöxt kvennanna, ásamt lögum og reglum sem konunum var gert að beygja sig undir, oft gegn vilja sínum og betri vitund. Hér áðan var ofbeldi í nánum samböndum líkt við heimsfaraldur sökum útbreiðslu, algengi og alvarleika. Afleiðingar þess geta haft varanleg neikvæð áhrif á lífsgæði þolenda, afkomenda þeirra og á samfélagið í heild. Sérstaklega ef ekki næst að kveikja von um betri tíð. Sættum við okkur við slík málalok í öðrum heimsfaröldrum? Gætum við tekið höndum saman hér á litla Íslandi og stutt þolendur ofbeldis í nánu sambandi á heildrænni máta? Stutt þær á markvissan hátt, hlustað á þær, komið á samtali milli kerfa og jafnvel breytt lögum til að tryggja rétt og velferð þeirra og barna þeirra? Niðurstöður þessarar rannsóknar, sem er hin fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, má líta á sem ákveðna hugvekju varðandi þá þætti sem gæti reynst gagnlegt að hafa í huga við slíka vinnu. Konurnar tuttugu og tvær sem tóku þátt í þessari rannsókn sögðu sögu sína í þeim tilgangi að kveikja von í brjósti þolenda ofbeldis. Von um að möguleikinn á því að eiga gott og innihaldsríkt líf sé þrátt fyrir allt fyrir hendi. Að kveikja slíka von er ekki aðeins mikilvægt fyrir þolendur ofbeldis, heldur fyrir okkur öll sem búum saman í samfélagi mannanna. Höfundur er lektor við heilbrigðis-, viðskipta og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri og fyrrverandi verkefnastýra áfangaheimilis Kvennaathvarfsins. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi og byggir á erindi sem flutt var í Ljósagöngu gegn ofbeldi sem farin var á Akureyri, 30. nóvember síðastliðinn og var skipulögð af Zontaklúbbnum Þórunni hyrnu, Zontaklúbb Akureyrar og Sorptimista klúbb Akureyrar.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun