Er sumarbústaðurinn öruggur fyrir veturinn? Ágúst Mogensen skrifar 7. desember 2023 07:00 „Orsök tjóns á sumarhúsinu má rekja til leka á heitu vatni sem rann yfir talsverðan tíma án þess að nokkur yrði þess var. Vatn náði að frjósa í lögnum að öllum líkindum vegna bilunar á hringrásardælu fyrir ofnakerfi hússins og síðan hefur byrjað að leka úr rifnum lögnum í næstu þýðu. Slökkvilið var kallað út til að aðstoða við að dæla upp vatni og að þeirra sögn var meira en 10cm vatn yfir öllu gólfi hússins þegar þeir komu á staðinn og mikil gufa í flestum rýmum.“ Svona hljóðar lýsing á vatnstjóni í sumarbústað síðastliðinn vetur og var bústaðurinn ónýtur. Þetta er ekki einsdæmi því á hverju ári verða miklar skemmdir á sumarhúsum vegna frostsprunga í lögnum. Vatnstjón í sumarhúsum eru algeng og við það veðurfar sem við búum við hér á landi geta auðveldlega skapast aðstæður sem valda þeim. En það er líka hægt að koma í veg fyrir þau eða a.m.k takmarka með einföldum forvörnum. Á hverju ári verða tjón upp á hundruði milljóna vegna frostskemmda í sumarhúsum, tjón sem hefði í mörgum tilfellum verið hægt að koma í veg fyrir með góðum forvörnum. Það er því mikilvæg að sumarhúsaeigendur kynni sér allar þær leiðir sem færar eru til þess að reyna að koma í veg fyrir alvarleg tjón. Wi-Fi vatnsskynjarar Ýmsir möguleikar eru í boði þegar kemur að því að setja upp öryggiskerfi í sumarhúsinu. Flest kerfi eru nettengd og hægt er að fá aðvörun í síma gegnum app ef eitthvað er í ólagi. Hægt er að fá svokallaða 4g hnetu ef ekki er Wi-Fi í bústaðnum og tengja kerfið gegnum hana. Vatnskynjararnir eru tiltölulega ódýrir og kjörið að hafa í eldhúsi, baðherbergi og stofu. Ef þú ert í vafa um hvernig á að setja upp öryggiskerfi í sumarhúsi þá geta sölumenn öryggisverslanna aðstoðað þig með uppsetningu þeirra. Öryggisloki fyrir vatn Hægt er að fá öryggisloka á vatnslagnir sem loka fyrir innstreymi á vatn til salernis, vasks eða heimilistækja eins og uppþvottavéla eða þvottavéla. Lokinn er millistykki milli tækis og krana sem virkjast ef of mikið vatn fer gegnum hann á ákveðnum tíma. Til eru einfaldir, öruggir og tiltölulega ódýrir lokar sem þurfa ekki rafmagn. Hægt er að stilla mismunandi öryggismörk á lokanum eftir því hversu mikið vatn er verið að nota. Frágangur fyrir veturinn Á veturna er mikilvægt að skrúfa fyrir inntak heita og kalda neysluvatnsins og tæma viðtengd tæki þegar sumarhúsið er yfirgefið. Þetta á sérstaklega við ef harður frostakafli er í veðurkortunum. Ef húsið er kynnt með miðstöðvarofnum er öruggast að hafa lokað hringrásarkerfi með frostlög og forhitara. Ef margir eru að nota bústaðinn er mikilvægt að hafa góðar leiðbeiningar um frágang hússins og merkingar á lögnum og lagnagrind. Ekki er sjálfgefið að allir kunni til verka eða þekki lagnakerfi sumarhússins. Það að setja frostlög í salerni og vaska getur bjargað miklu ef vatn situr eftir í vatnslásum eða ekki tekst að tæma kerfi fullkomlega. Næ ég í tæka tíð? Hvað ef það byrjar að leka í bústaðnum og ég er ekki þar? Því fyrr sem þú kemst til þess að skrúfa fyrir, því minni verður skaðinn. En það eru líka hægt að nota tengslanetið á sumarbústaðasvæðinu og biðja aðra að gæta að húsinu fyrir þig. Mögulega er einhver nágranni í bústað nálægt og getur brugðist við eða íbúi í nágrenninu sem hægt er að semja við um eftirlit. Hafa bera í huga að oft byrjar að leka þegar frostakaflinn er yfirstaðinn og klakinn sem sprengdi lagnirnar byrjar að þiðna. Flestir tengja ferð í sumarbústaðinn við slökun og kyrrð. Það vill engin lenda í því að koma að húsinu sínu á floti og því mikilvægt að fyrirbyggja slík tjón. Ekki bíða með að grípa til aðgerða, gangið vel frá sumarhúsinu fyrir brottför og skoðið hvaða möguleikar eru í boði með vöktun og snjallkerfi. Ef ráðast þarf í viðamiklar breytingar lögnum í sumarhúsi mælum við alltaf með að samráð sé haft við fagmenn. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Tryggingar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
„Orsök tjóns á sumarhúsinu má rekja til leka á heitu vatni sem rann yfir talsverðan tíma án þess að nokkur yrði þess var. Vatn náði að frjósa í lögnum að öllum líkindum vegna bilunar á hringrásardælu fyrir ofnakerfi hússins og síðan hefur byrjað að leka úr rifnum lögnum í næstu þýðu. Slökkvilið var kallað út til að aðstoða við að dæla upp vatni og að þeirra sögn var meira en 10cm vatn yfir öllu gólfi hússins þegar þeir komu á staðinn og mikil gufa í flestum rýmum.“ Svona hljóðar lýsing á vatnstjóni í sumarbústað síðastliðinn vetur og var bústaðurinn ónýtur. Þetta er ekki einsdæmi því á hverju ári verða miklar skemmdir á sumarhúsum vegna frostsprunga í lögnum. Vatnstjón í sumarhúsum eru algeng og við það veðurfar sem við búum við hér á landi geta auðveldlega skapast aðstæður sem valda þeim. En það er líka hægt að koma í veg fyrir þau eða a.m.k takmarka með einföldum forvörnum. Á hverju ári verða tjón upp á hundruði milljóna vegna frostskemmda í sumarhúsum, tjón sem hefði í mörgum tilfellum verið hægt að koma í veg fyrir með góðum forvörnum. Það er því mikilvæg að sumarhúsaeigendur kynni sér allar þær leiðir sem færar eru til þess að reyna að koma í veg fyrir alvarleg tjón. Wi-Fi vatnsskynjarar Ýmsir möguleikar eru í boði þegar kemur að því að setja upp öryggiskerfi í sumarhúsinu. Flest kerfi eru nettengd og hægt er að fá aðvörun í síma gegnum app ef eitthvað er í ólagi. Hægt er að fá svokallaða 4g hnetu ef ekki er Wi-Fi í bústaðnum og tengja kerfið gegnum hana. Vatnskynjararnir eru tiltölulega ódýrir og kjörið að hafa í eldhúsi, baðherbergi og stofu. Ef þú ert í vafa um hvernig á að setja upp öryggiskerfi í sumarhúsi þá geta sölumenn öryggisverslanna aðstoðað þig með uppsetningu þeirra. Öryggisloki fyrir vatn Hægt er að fá öryggisloka á vatnslagnir sem loka fyrir innstreymi á vatn til salernis, vasks eða heimilistækja eins og uppþvottavéla eða þvottavéla. Lokinn er millistykki milli tækis og krana sem virkjast ef of mikið vatn fer gegnum hann á ákveðnum tíma. Til eru einfaldir, öruggir og tiltölulega ódýrir lokar sem þurfa ekki rafmagn. Hægt er að stilla mismunandi öryggismörk á lokanum eftir því hversu mikið vatn er verið að nota. Frágangur fyrir veturinn Á veturna er mikilvægt að skrúfa fyrir inntak heita og kalda neysluvatnsins og tæma viðtengd tæki þegar sumarhúsið er yfirgefið. Þetta á sérstaklega við ef harður frostakafli er í veðurkortunum. Ef húsið er kynnt með miðstöðvarofnum er öruggast að hafa lokað hringrásarkerfi með frostlög og forhitara. Ef margir eru að nota bústaðinn er mikilvægt að hafa góðar leiðbeiningar um frágang hússins og merkingar á lögnum og lagnagrind. Ekki er sjálfgefið að allir kunni til verka eða þekki lagnakerfi sumarhússins. Það að setja frostlög í salerni og vaska getur bjargað miklu ef vatn situr eftir í vatnslásum eða ekki tekst að tæma kerfi fullkomlega. Næ ég í tæka tíð? Hvað ef það byrjar að leka í bústaðnum og ég er ekki þar? Því fyrr sem þú kemst til þess að skrúfa fyrir, því minni verður skaðinn. En það eru líka hægt að nota tengslanetið á sumarbústaðasvæðinu og biðja aðra að gæta að húsinu fyrir þig. Mögulega er einhver nágranni í bústað nálægt og getur brugðist við eða íbúi í nágrenninu sem hægt er að semja við um eftirlit. Hafa bera í huga að oft byrjar að leka þegar frostakaflinn er yfirstaðinn og klakinn sem sprengdi lagnirnar byrjar að þiðna. Flestir tengja ferð í sumarbústaðinn við slökun og kyrrð. Það vill engin lenda í því að koma að húsinu sínu á floti og því mikilvægt að fyrirbyggja slík tjón. Ekki bíða með að grípa til aðgerða, gangið vel frá sumarhúsinu fyrir brottför og skoðið hvaða möguleikar eru í boði með vöktun og snjallkerfi. Ef ráðast þarf í viðamiklar breytingar lögnum í sumarhúsi mælum við alltaf með að samráð sé haft við fagmenn. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun