Fátækari með hverju árinu! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 6. desember 2023 15:02 Í dag sat ég kynningu á könnun Vörðu rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem unnin var fyrir ÖBÍ réttindasamtök um hagi fatlaðs fólks á Íslandi. Niðurstöðurnar vöktu mér djúpa sorg. Þær voru í engum samhljómi við orð ráðamanna sem óþreytandi segja okkur þjóðinni, að allt sé í lukkunar velstandi, jöfnuður hinn mesti meðal OECD ríkja og hagsæld meiri en nokkru sinni. Í gær voru í fréttum niðurstöður PISA rannsóknar á námsgetu barna á Íslandi, skemmst er frá að segja að Ísland skoraði lægst og var megin orsök þess sögð vegna félagslegra þátta. Í könnun Vörðu var niðurstaðan sú að fólk sem hefur fatlast vegna veikinda og slysa eða fæðst fatlað býr að stærstum hluta við fátækt og sára fátækt, standa þar verst einstæðir foreldrar og fólk sem býr eitt. Meirihlutinn býr við verri fjárhagslega stöðu nú en fyrir ári síðan. Sjötíu prósent svarenda geta ekki mætt óvæntum útgjöldum upp að kr. 80.000. Fjörutíu prósent geta ekki haldið barnaafmæli, gefið jólagjafir né afmælisgjafir eða kostað tómstundir barna sinna. Sjö af hverjum tíu búa við slæma andlega líðan og tíu prósent hafa daglega sjálfvígshugsanir eða hugsa um að skaða sig. Við skulum átta okkur á að hópurinn sem samanstendur af fólki úr öllum þjóðfélagsstigum, fólki sem vegna fötlunar sinnar þarf í ofanálag að búa við virðingarleysi og vanrækslu af hendi stjórnvalda þar sem því og börnum þess er haldið í skefjalausri fátækt. Ég var formaður ÖBÍ í sex ár, á þeim árum reyndum við á margvíslegan hátt að fá stjórnvöld til að skilja og bregðast við alvarleika fátæktar og hvernig hún kemur niður á, ekki bara því fólki sem hefur fatlast heldur líka á börnum þess og fjölskyldum. Gerðar voru kannanir og sýndu niðurstöður þeirra sífellt versnandi stöðu, en ekki sífellt batandi stöðu hópsins. Ítrekað bentu samtökin á að bæta þyrfti stöðuna, draga þyrfti verulega úr eða taka út áhrif framfærsluuppbótarinnar á atvinnutekjur þannig að það fólk sem gæti unnið að hluta til bæri eitthvað úr bítum. Auk þess yrði að hækka lífeyri verulega. Þá þyrfti að skoða og bæta húsnæðismál hópsins sérstaklega. Fátt stórt hefur verið gert til að bæta stöðu hópsins, frítekjumarkið var hækkað um síðustu áramót í 200.000 kr. og var það vel, en framfærslubótin var EKKI afnumin og gagnaðist því hækkunin á engan hátt þeim stóra hóp sem hana hefur. Fámennur hópur ungs fólks sem bjó í heimahúsum svokallaður NEED hópur hafði þó gagn af þessu sem í sjálfu sér var gott. Í dag er staðan sú að einstaklingur sem vinnur 40% starf og tekur örorkulífeyrir á móti, ber ekkert úr bítum fyrir vinnu sína. Skerðing vegna framfærsluuppbótar kemur m.a. í veg fyrir það. Í raun myndi sami einstaklingur hafa 2000 kr. meira til ráðstöfunar á mánuði væri hann eingöngu á örorkulífeyri og heima hjá sér, svo öfugsnúið sem það nú er. Við bentum ítrekað á að strípaður örorkulífeyrir ætti aldrei að vera lægri en lágmarkslaun, hann er enn talsvert lægri. Það dugir ekki að mála yfir mygluna, hún heldur áfram að valda ómældum skaða meðan hún er ekki upprætt. Stjórnvöld þurfa að axla ábyrgðina sem þau tókust á hendur; að vera eini aðilinn sem ræður fjárhagslegri stöðu 20.000 einstaklinga á Íslandi. Stjórnvöld þurfa að bæta fjárhagsstöðu örorku- og endurhæfingarlífeyristaka verulega og bæta félagslegt umhverfi hópsins umtalsvert. Það nægir ekki að bera á borð fyrir langsoltinn hópinn klisjukenndar frásagnir um hvað mikið stjórnvöld hafi gert, þegar niðurstaðan er ætíð sú, að það fæddist mús. Við stjórnvöld segi ég: Komið fram við fólk af virðingu, bjóðið því raunverulega aðstoð og hættið að plástra með smá aðgerðum. Takið á fátæktinni og framkvæmið af hugrekki! Ég hvet verkalýðshreyfinguna til að láta í sér heyra, flest sem eru á örorku- og endurhæfingarlífeyrir hafa verið á vinnumarkaði og eru á vinnumarkaði. Það skítur því skökku við að verkalýðshreyfingin láti sig litlui eða engu varða um afdrif sinna félaga. Láti sig engu varða að beinlínis sé gengið á mannvirðingu fólks sem hefur fallið af vinnumarkaði sökum veikinda eða slysa og því ýtt í sárafátækt. Hvað þarf staðan að verða slæm til að gripið verði til aðgerða sem breyta stöðunni til hins betra? Höfundur er eigandi örorkumats. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í dag sat ég kynningu á könnun Vörðu rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem unnin var fyrir ÖBÍ réttindasamtök um hagi fatlaðs fólks á Íslandi. Niðurstöðurnar vöktu mér djúpa sorg. Þær voru í engum samhljómi við orð ráðamanna sem óþreytandi segja okkur þjóðinni, að allt sé í lukkunar velstandi, jöfnuður hinn mesti meðal OECD ríkja og hagsæld meiri en nokkru sinni. Í gær voru í fréttum niðurstöður PISA rannsóknar á námsgetu barna á Íslandi, skemmst er frá að segja að Ísland skoraði lægst og var megin orsök þess sögð vegna félagslegra þátta. Í könnun Vörðu var niðurstaðan sú að fólk sem hefur fatlast vegna veikinda og slysa eða fæðst fatlað býr að stærstum hluta við fátækt og sára fátækt, standa þar verst einstæðir foreldrar og fólk sem býr eitt. Meirihlutinn býr við verri fjárhagslega stöðu nú en fyrir ári síðan. Sjötíu prósent svarenda geta ekki mætt óvæntum útgjöldum upp að kr. 80.000. Fjörutíu prósent geta ekki haldið barnaafmæli, gefið jólagjafir né afmælisgjafir eða kostað tómstundir barna sinna. Sjö af hverjum tíu búa við slæma andlega líðan og tíu prósent hafa daglega sjálfvígshugsanir eða hugsa um að skaða sig. Við skulum átta okkur á að hópurinn sem samanstendur af fólki úr öllum þjóðfélagsstigum, fólki sem vegna fötlunar sinnar þarf í ofanálag að búa við virðingarleysi og vanrækslu af hendi stjórnvalda þar sem því og börnum þess er haldið í skefjalausri fátækt. Ég var formaður ÖBÍ í sex ár, á þeim árum reyndum við á margvíslegan hátt að fá stjórnvöld til að skilja og bregðast við alvarleika fátæktar og hvernig hún kemur niður á, ekki bara því fólki sem hefur fatlast heldur líka á börnum þess og fjölskyldum. Gerðar voru kannanir og sýndu niðurstöður þeirra sífellt versnandi stöðu, en ekki sífellt batandi stöðu hópsins. Ítrekað bentu samtökin á að bæta þyrfti stöðuna, draga þyrfti verulega úr eða taka út áhrif framfærsluuppbótarinnar á atvinnutekjur þannig að það fólk sem gæti unnið að hluta til bæri eitthvað úr bítum. Auk þess yrði að hækka lífeyri verulega. Þá þyrfti að skoða og bæta húsnæðismál hópsins sérstaklega. Fátt stórt hefur verið gert til að bæta stöðu hópsins, frítekjumarkið var hækkað um síðustu áramót í 200.000 kr. og var það vel, en framfærslubótin var EKKI afnumin og gagnaðist því hækkunin á engan hátt þeim stóra hóp sem hana hefur. Fámennur hópur ungs fólks sem bjó í heimahúsum svokallaður NEED hópur hafði þó gagn af þessu sem í sjálfu sér var gott. Í dag er staðan sú að einstaklingur sem vinnur 40% starf og tekur örorkulífeyrir á móti, ber ekkert úr bítum fyrir vinnu sína. Skerðing vegna framfærsluuppbótar kemur m.a. í veg fyrir það. Í raun myndi sami einstaklingur hafa 2000 kr. meira til ráðstöfunar á mánuði væri hann eingöngu á örorkulífeyri og heima hjá sér, svo öfugsnúið sem það nú er. Við bentum ítrekað á að strípaður örorkulífeyrir ætti aldrei að vera lægri en lágmarkslaun, hann er enn talsvert lægri. Það dugir ekki að mála yfir mygluna, hún heldur áfram að valda ómældum skaða meðan hún er ekki upprætt. Stjórnvöld þurfa að axla ábyrgðina sem þau tókust á hendur; að vera eini aðilinn sem ræður fjárhagslegri stöðu 20.000 einstaklinga á Íslandi. Stjórnvöld þurfa að bæta fjárhagsstöðu örorku- og endurhæfingarlífeyristaka verulega og bæta félagslegt umhverfi hópsins umtalsvert. Það nægir ekki að bera á borð fyrir langsoltinn hópinn klisjukenndar frásagnir um hvað mikið stjórnvöld hafi gert, þegar niðurstaðan er ætíð sú, að það fæddist mús. Við stjórnvöld segi ég: Komið fram við fólk af virðingu, bjóðið því raunverulega aðstoð og hættið að plástra með smá aðgerðum. Takið á fátæktinni og framkvæmið af hugrekki! Ég hvet verkalýðshreyfinguna til að láta í sér heyra, flest sem eru á örorku- og endurhæfingarlífeyrir hafa verið á vinnumarkaði og eru á vinnumarkaði. Það skítur því skökku við að verkalýðshreyfingin láti sig litlui eða engu varða um afdrif sinna félaga. Láti sig engu varða að beinlínis sé gengið á mannvirðingu fólks sem hefur fallið af vinnumarkaði sökum veikinda eða slysa og því ýtt í sárafátækt. Hvað þarf staðan að verða slæm til að gripið verði til aðgerða sem breyta stöðunni til hins betra? Höfundur er eigandi örorkumats.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun