Lars ítrekar meðmæli sín með Heimi sem hann treystir að fullu Aron Guðmundsson skrifar 7. desember 2023 08:00 Lars og Heimir á góðri stundu saman. mynd/vilhelm Án þess að hika, myndi Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, mæla með fyrrum samstarfsmanni sínum Heimi Hallgrímssyni í hvaða þjálfarastarf sem er. Hann er yfir sig hrifinn af starfi Heimis með Jamaíka upp á síðkastið. Í hlaðvarpsþætti á vegum sænska miðilsins Fotbollskanalen, sem bar yfirheitið krísan í sænskum fótbolta, lét Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Svíþjóðar, hafa það eftir sér að hann myndi klárlega mæla með því við forráðamenn sænska knattspyrnusambandsins að ráða Heimi Hallgrímsson, hans fyrrum samstarfsmann hjá íslenska landsliðinu og núverandi þjálfari Jamaíka, sem næsta landsliðsþjálfara sænska landsliðsins. Sænska landsliðið hefur upplifað betri tíma en undanfarið. Liðinu tókst ekki að tryggja sér sæti á EM næsta árs og er nú án þjálfara. „Aðdragandinn að þessu felst kannski í miklum vangaveltum hér í Svíþjóð,“ segir Lars í samtali við Vísi aðspurður um meðmæli sín á Heimi. „Það er nýtt fólk í brúnni hjá sænska knattspyrnusambandinu, fólk sem ég þekki ekki persónulega í stöðu framkvæmdastjóra sambandsins sem og forsetaembættinu.“ Vangavelturnar, varðandi það hver eigi að taka við þjálfun sænska landsliðsins, hafi verið miklar upp á síðkastið og í viðtali sem Lars fór í á dögunum hjá Fotbollskanalen var hann beðinn um koma með nöfn á mögulegum kandídötum í landsliðsþjálfarastarfið hjá Svíum. „Það hafa margir verið orðaðir við starfið í fjölmiðlum en að mínu mati verður maður að þekkja þá einstaklinga sem maður nefnir í umræðunni mjög vel. Vita hvernig einstaklingar þeir eru og hvaða eiginleikum þeir búa yfir á sviði fótboltans. Þess vegna nefndi ég Heimi sem og Per Joar Hansen, fyrrum aðstoðarmann minn hjá norska landsliðinu í þessum efnum. Ég tel að það muni ekki hafa einhver áhrif á þjálfaraleit sænska knattspyrnusambandsins sem hefur ekki beðið um mitt álit á þessu. En ég treysti þessum tveimur þjálfurum 100% þegar kemur að þeim sem einstaklingum sem og færni þeirra á sviði fótboltans. Þá búa þeir báðir yfir reynslu af því að starfa í landsliðsumhverfinu, eitthvað sem ég tel mjög mikilvægt.“ Það er margt í fari Heimis sem gerir Lars auðvelt að mæla með honum í hvaða þjálfarastarf sem er. „Karakterinn þinn sem manneskja sem og þjálfari skiptir svo miklu máli í landsliðsþjálfarastarfinu. Og þegar að maður hefur starfað með fólki þá þekkir maður það inn og út. Þess vegna myndi ég án efa mæla með Heimi í hvaða þjálfarastarf sem er.“ „Er að gera frábæra hluti“ Og Lars hefur fylgt náið með sínum fyrrum samstarfsfélaga hjá íslenska landsliðinu. Heimir hefur verið að gera góða hluti með landslið Jamaíka sem tryggði sér sæti á Copa America á dögunum og er komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. „Já ég fylgist vel með úrslitum liðsins undir hans stjórn og hef einnig verið að horft á vel flesta leiki liðsins í gegnum WyScout. Þá tölum við Heimir reglulega saman. Ég er virkilega hrifinn af hans vinnu þarna. Hann er að gera frábæra hluti með þetta landslið Jamaíka.“ Heimir Hallgrímsson stýrir Reggístrákunum, karlalandsliði Jamaíku í knattspyrnu og hefur verið að gera frábæra hluti með liðið.Omar Vega/Getty Images „Ef við horfum á úrslit liðsins áður en að Heimir tók við þjálfun þess og tökum með í reikninginn öll vandamálin varðandi liðsskipan Jamaíka, leikmenn sem voru ekki reiðubúnir að spila fyrir liðið og annað slíkt, þá sjáum við hversu sterkt hjá Heimi það er að koma þessu aftur á gott skrið. Ná að tryggja sér sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar. Hann er að vinna mjög gott starf þarna með Guðmundi Hreiðarssyni. Virkilega vel að verki staðið hjá þeim að mínu mati.“ Sænski boltinn Svíþjóð Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Sjá meira
Í hlaðvarpsþætti á vegum sænska miðilsins Fotbollskanalen, sem bar yfirheitið krísan í sænskum fótbolta, lét Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Svíþjóðar, hafa það eftir sér að hann myndi klárlega mæla með því við forráðamenn sænska knattspyrnusambandsins að ráða Heimi Hallgrímsson, hans fyrrum samstarfsmann hjá íslenska landsliðinu og núverandi þjálfari Jamaíka, sem næsta landsliðsþjálfara sænska landsliðsins. Sænska landsliðið hefur upplifað betri tíma en undanfarið. Liðinu tókst ekki að tryggja sér sæti á EM næsta árs og er nú án þjálfara. „Aðdragandinn að þessu felst kannski í miklum vangaveltum hér í Svíþjóð,“ segir Lars í samtali við Vísi aðspurður um meðmæli sín á Heimi. „Það er nýtt fólk í brúnni hjá sænska knattspyrnusambandinu, fólk sem ég þekki ekki persónulega í stöðu framkvæmdastjóra sambandsins sem og forsetaembættinu.“ Vangavelturnar, varðandi það hver eigi að taka við þjálfun sænska landsliðsins, hafi verið miklar upp á síðkastið og í viðtali sem Lars fór í á dögunum hjá Fotbollskanalen var hann beðinn um koma með nöfn á mögulegum kandídötum í landsliðsþjálfarastarfið hjá Svíum. „Það hafa margir verið orðaðir við starfið í fjölmiðlum en að mínu mati verður maður að þekkja þá einstaklinga sem maður nefnir í umræðunni mjög vel. Vita hvernig einstaklingar þeir eru og hvaða eiginleikum þeir búa yfir á sviði fótboltans. Þess vegna nefndi ég Heimi sem og Per Joar Hansen, fyrrum aðstoðarmann minn hjá norska landsliðinu í þessum efnum. Ég tel að það muni ekki hafa einhver áhrif á þjálfaraleit sænska knattspyrnusambandsins sem hefur ekki beðið um mitt álit á þessu. En ég treysti þessum tveimur þjálfurum 100% þegar kemur að þeim sem einstaklingum sem og færni þeirra á sviði fótboltans. Þá búa þeir báðir yfir reynslu af því að starfa í landsliðsumhverfinu, eitthvað sem ég tel mjög mikilvægt.“ Það er margt í fari Heimis sem gerir Lars auðvelt að mæla með honum í hvaða þjálfarastarf sem er. „Karakterinn þinn sem manneskja sem og þjálfari skiptir svo miklu máli í landsliðsþjálfarastarfinu. Og þegar að maður hefur starfað með fólki þá þekkir maður það inn og út. Þess vegna myndi ég án efa mæla með Heimi í hvaða þjálfarastarf sem er.“ „Er að gera frábæra hluti“ Og Lars hefur fylgt náið með sínum fyrrum samstarfsfélaga hjá íslenska landsliðinu. Heimir hefur verið að gera góða hluti með landslið Jamaíka sem tryggði sér sæti á Copa America á dögunum og er komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. „Já ég fylgist vel með úrslitum liðsins undir hans stjórn og hef einnig verið að horft á vel flesta leiki liðsins í gegnum WyScout. Þá tölum við Heimir reglulega saman. Ég er virkilega hrifinn af hans vinnu þarna. Hann er að gera frábæra hluti með þetta landslið Jamaíka.“ Heimir Hallgrímsson stýrir Reggístrákunum, karlalandsliði Jamaíku í knattspyrnu og hefur verið að gera frábæra hluti með liðið.Omar Vega/Getty Images „Ef við horfum á úrslit liðsins áður en að Heimir tók við þjálfun þess og tökum með í reikninginn öll vandamálin varðandi liðsskipan Jamaíka, leikmenn sem voru ekki reiðubúnir að spila fyrir liðið og annað slíkt, þá sjáum við hversu sterkt hjá Heimi það er að koma þessu aftur á gott skrið. Ná að tryggja sér sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar. Hann er að vinna mjög gott starf þarna með Guðmundi Hreiðarssyni. Virkilega vel að verki staðið hjá þeim að mínu mati.“
Sænski boltinn Svíþjóð Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Sjá meira