Vill að Grindavíkurliðin spili sína heimaleiki inn í Grindavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2023 10:31 Grindvíkingar skemmtu sér saman í Smáranum í fyrstu heimaleikjum liðanna en nú væri auðvitað best að komst aftur heim til Grindavíkur. Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn fyrir tæpum mánuði síðan vegna jarðhræringa undir bænum. Bærinn nánast rifnaði í sundur og kvikugangurinn lá undir bænum. Það var því ljóst að körfuboltalið bæjarins voru ekkert að fara spila sína heimaleiki í Grindavík. Grindvíkingar fengu aðstöðu í Smáranum og bæði karla- og kvennalið félagsins hefur spilað heimaleiki sína þar síðan. Nú hefur ástandið skánað mikið í Grindavík og þótt að fólkið sé ekki flutt heim þá eru fyrirtækin farin að opna dyrnar aftur og það er aftur líf í bænum. Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, er Grindvíkingur og hún vildi koma einu á framfæri í þættinum í gær. „Pældu í því hvað það væri skemmtileg ef við myndum bara spila inn í Grindavík. Nú eru allir byrjaðir að vinna þarna og öll fyrirtæki eru byrjuð. Bláa lónið er að fara opna,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Ég er á því að Grindavík eigi bara að spila sína leiki inn í Grindavík. Ég sé bara engan mun á þessu,“ sagði Ingibjörg. Klippa: Körfuboltakvöld: Ingibjörg vill að Grindavíkurliðin spili heima í Grindavík „Íþróttahúsið er heilt,“ skaut Hörður Unnsteinsson inn í. „Ef KKÍ myndi bara vinna með Grindavík. Segjum bara að þeir taki bara laugardaga og sunnudaga. Það er opið þarna frá sjö til fimm og spilum bara klukkan tvö og fimm sitt hvorn daginn. Sköpum bara einhverjar nýjar breyttar hefðir í breyttu umhverfi,“ sagði Ingibjörg af mikill ástríðu. „Þetta væri ofboðslega gaman. Það mæta allir og massa stemmning. Búin til þvílíkan heimavöll, allir í börger á undan. Ég held að þetta yrði bara fullt hús af fólki og allir grilla og eitthvað. Ég fæ bara gæsahúð að hugsa um þetta,“ sagði Ingibjörg. „Við þurfum að fara með þetta til almannavarna og vita hvað þeir segja,“ sagði Hörður. Það má sjá þau ræða þetta hér fyrir ofan. Ingibjörg lék sjálf á sínum tíma 177 deildarleiki með Grindavík og er stoðsendingahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins í efstu deild. Hún er einnig sjöunda leikjahæst og níunda stigahæst hjá Grindavík. Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Bærinn nánast rifnaði í sundur og kvikugangurinn lá undir bænum. Það var því ljóst að körfuboltalið bæjarins voru ekkert að fara spila sína heimaleiki í Grindavík. Grindvíkingar fengu aðstöðu í Smáranum og bæði karla- og kvennalið félagsins hefur spilað heimaleiki sína þar síðan. Nú hefur ástandið skánað mikið í Grindavík og þótt að fólkið sé ekki flutt heim þá eru fyrirtækin farin að opna dyrnar aftur og það er aftur líf í bænum. Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, er Grindvíkingur og hún vildi koma einu á framfæri í þættinum í gær. „Pældu í því hvað það væri skemmtileg ef við myndum bara spila inn í Grindavík. Nú eru allir byrjaðir að vinna þarna og öll fyrirtæki eru byrjuð. Bláa lónið er að fara opna,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Ég er á því að Grindavík eigi bara að spila sína leiki inn í Grindavík. Ég sé bara engan mun á þessu,“ sagði Ingibjörg. Klippa: Körfuboltakvöld: Ingibjörg vill að Grindavíkurliðin spili heima í Grindavík „Íþróttahúsið er heilt,“ skaut Hörður Unnsteinsson inn í. „Ef KKÍ myndi bara vinna með Grindavík. Segjum bara að þeir taki bara laugardaga og sunnudaga. Það er opið þarna frá sjö til fimm og spilum bara klukkan tvö og fimm sitt hvorn daginn. Sköpum bara einhverjar nýjar breyttar hefðir í breyttu umhverfi,“ sagði Ingibjörg af mikill ástríðu. „Þetta væri ofboðslega gaman. Það mæta allir og massa stemmning. Búin til þvílíkan heimavöll, allir í börger á undan. Ég held að þetta yrði bara fullt hús af fólki og allir grilla og eitthvað. Ég fæ bara gæsahúð að hugsa um þetta,“ sagði Ingibjörg. „Við þurfum að fara með þetta til almannavarna og vita hvað þeir segja,“ sagði Hörður. Það má sjá þau ræða þetta hér fyrir ofan. Ingibjörg lék sjálf á sínum tíma 177 deildarleiki með Grindavík og er stoðsendingahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins í efstu deild. Hún er einnig sjöunda leikjahæst og níunda stigahæst hjá Grindavík.
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik