Of mikið magn testósteróns greindist í sýni Pogbas sem var tekið eftir 3-0 sigur Juventus á Udinese í 1. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar 20. ágúst síðastliðinn. Sama niðurstaða kom úr öðru sýni sem var tekið úr honum í október.
Pogba gekk í raðir Juventus á ný frá Manchester United síðasta sumar. Hann lék aðeins tíu leiki með liðinu á síðasta tímabili og var bara búinn að spila tvo leiki áður en hann féll á lyfjaprófi.
Pogba er þrítugur en spurning er hvenær eða hvort hann snýr aftur á fótboltavöllinn. Hann gæti freistað þess að semja í málinu til að fá vægari refsingu.
Franski miðjumaðurinn lék áður með Juventus á árunum 2012-16. Hann varð fjórum sinnum Ítalíumeistari með liðinu og tvisvar sinnum bikarmeistari. Þá komst Juventus í úrslit Meistaradeildar Evrópu 2015.