Börn og fullorðnir halda áfram að falla á Gaza Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2023 19:20 Rúmlega fimm þúsund börn hafa fallið frá því Ísraelsher hóf árásir á Gaza til að hefna fyrir hryðjuverkaárás Hamasliða á Ísrael. AP/Mohammed Dahman Öllum mögulegum flóttaleiðum íbúa Gaza hefur verið lokað og þeim allar bjargir bannaðar eftir að Ísraelsmenn hófu öflugar loftárásir og landhernað á suðurhluta Gazastrandarinnar. Fjölmörg börn og fullorðnir hafa fallið og særst í árásum í suðurhlutanum síðasta sólarhringinn. Eftir að nokkurra daga vopnahléi til aðskiptast á gíslum og föngum lauk hafa Ísraelsmenn haldið uppi stanslausum árásum úr lofti, landi og af sjó á suðurhluta Gaza. Á fyrstu tveimur vikum átakanna einskorðuðust árásir Ísraelsmanna á Gazaborg og nágrenni í norðurhlutanum og sögðu Ísraelsmenn óbreyttum Palestínumönnum hörfa suður á bóginn. Íbúar í flóttamannabúðum í Khan Younis eru varnarlausir gegn árásum Ísraelshers.AP/Mohammed Dahman Síðasta sólarhringinn hafa hins vegar verið gerðar öflugar loftárásir á bæina Khan Yunis og Rafah í suðurhlutanum þar sem tugir barna og fullorðinna féllu. Daniel Hagari talsmaður Ísraelshers segir herinn hafa brotist í gegnum varnarlínur í bæjum í suðurhluta Gaza þar sem hryðjuverkamenn hafi komið upp á yfirborðið til aðberjast. Yehya Sinwar einn helsti leiðtogi Hamas eigi hús einhvers staðar í eða við Khan Younis. „Þar er að finna innviði og stjórnstöð hryðjuverka. Sinwar heldur sig ekki ofanjarðar, hann er neðanjarðar. Ég vil ekki ræða hvar, hvernig og hvað við vitum. Nú er ekki tíminn til að ræða það í fjölmiðlum. Okkar verk er að finna Sinwar og drepa hann,“ segir Hagari. Kona föst í húsarústum eftir loftárásir Ísraelshers á Khan Younis í suðurhluta Gaza.AP/Mohammed Dahman Algert öngþveiti ríkti í bænum Khan Younis í dag eftir árásir Ísraelsmanna. Fólk leitaði örvæntingarfullt eftir ættingjum og vinum í rústum húsa sumir sluppu lifandi, aðrir særðir og börn og fullorðinir létust. Í loftárásum Ísraela er enginn greinarmunur gerður á vopnuðum Hamasliðum og óbreyttum borgurum. Tugir barna og fullorðinna létust til að mynda í einni loftárás á bæinn Rafah í dag. Mohammad Abu Areida er nágranni fólks í húsi sem sprengt var í loft upp. „Þetta var beint í mark. Fólk var á ferð hér í götunni. Það kom engin viðvörun. Við sáum ekkert fyrr en ráðist var á heimili okkar án viðvörunar,“ sagði Areida innan um fjölda fólks sem leitaði vina og vandamanna í húsarústum. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ákall um tafarlaust vopnahlé ítrekað Ákall íslenskra stjórnvalda um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum á Gaza var ítrekað í ávarpi sem Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, flutti fyrir hönd Íslands á alþjóðlegum fundi um stöðu mannúðarmála á Gaza sem fram fór í París í gær. 7. desember 2023 07:52 Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. 7. desember 2023 06:42 Segir mál drengjanna skera sig í hjartað Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur kallað eftir gögnum um palestínsku drengina Sameer Omran, 12 ára, og Yazan Kawave, 14 ára, sem á að vísa úr landi. 6. desember 2023 23:18 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Eftir að nokkurra daga vopnahléi til aðskiptast á gíslum og föngum lauk hafa Ísraelsmenn haldið uppi stanslausum árásum úr lofti, landi og af sjó á suðurhluta Gaza. Á fyrstu tveimur vikum átakanna einskorðuðust árásir Ísraelsmanna á Gazaborg og nágrenni í norðurhlutanum og sögðu Ísraelsmenn óbreyttum Palestínumönnum hörfa suður á bóginn. Íbúar í flóttamannabúðum í Khan Younis eru varnarlausir gegn árásum Ísraelshers.AP/Mohammed Dahman Síðasta sólarhringinn hafa hins vegar verið gerðar öflugar loftárásir á bæina Khan Yunis og Rafah í suðurhlutanum þar sem tugir barna og fullorðinna féllu. Daniel Hagari talsmaður Ísraelshers segir herinn hafa brotist í gegnum varnarlínur í bæjum í suðurhluta Gaza þar sem hryðjuverkamenn hafi komið upp á yfirborðið til aðberjast. Yehya Sinwar einn helsti leiðtogi Hamas eigi hús einhvers staðar í eða við Khan Younis. „Þar er að finna innviði og stjórnstöð hryðjuverka. Sinwar heldur sig ekki ofanjarðar, hann er neðanjarðar. Ég vil ekki ræða hvar, hvernig og hvað við vitum. Nú er ekki tíminn til að ræða það í fjölmiðlum. Okkar verk er að finna Sinwar og drepa hann,“ segir Hagari. Kona föst í húsarústum eftir loftárásir Ísraelshers á Khan Younis í suðurhluta Gaza.AP/Mohammed Dahman Algert öngþveiti ríkti í bænum Khan Younis í dag eftir árásir Ísraelsmanna. Fólk leitaði örvæntingarfullt eftir ættingjum og vinum í rústum húsa sumir sluppu lifandi, aðrir særðir og börn og fullorðinir létust. Í loftárásum Ísraela er enginn greinarmunur gerður á vopnuðum Hamasliðum og óbreyttum borgurum. Tugir barna og fullorðinna létust til að mynda í einni loftárás á bæinn Rafah í dag. Mohammad Abu Areida er nágranni fólks í húsi sem sprengt var í loft upp. „Þetta var beint í mark. Fólk var á ferð hér í götunni. Það kom engin viðvörun. Við sáum ekkert fyrr en ráðist var á heimili okkar án viðvörunar,“ sagði Areida innan um fjölda fólks sem leitaði vina og vandamanna í húsarústum.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ákall um tafarlaust vopnahlé ítrekað Ákall íslenskra stjórnvalda um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum á Gaza var ítrekað í ávarpi sem Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, flutti fyrir hönd Íslands á alþjóðlegum fundi um stöðu mannúðarmála á Gaza sem fram fór í París í gær. 7. desember 2023 07:52 Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. 7. desember 2023 06:42 Segir mál drengjanna skera sig í hjartað Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur kallað eftir gögnum um palestínsku drengina Sameer Omran, 12 ára, og Yazan Kawave, 14 ára, sem á að vísa úr landi. 6. desember 2023 23:18 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Ákall um tafarlaust vopnahlé ítrekað Ákall íslenskra stjórnvalda um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum á Gaza var ítrekað í ávarpi sem Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, flutti fyrir hönd Íslands á alþjóðlegum fundi um stöðu mannúðarmála á Gaza sem fram fór í París í gær. 7. desember 2023 07:52
Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. 7. desember 2023 06:42
Segir mál drengjanna skera sig í hjartað Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur kallað eftir gögnum um palestínsku drengina Sameer Omran, 12 ára, og Yazan Kawave, 14 ára, sem á að vísa úr landi. 6. desember 2023 23:18