Nadal stefnir á endurkomu í janúar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2023 23:30 Rafael Nadal stefnir á endurkomu á tennisvöllinn á nýju ári. Borja B. Hojas/Getty Images for Kia Rafael Nadal, einn besti tenniskappi sögunnar, stefnir á að snúa aftur á völlinn í janúar þegar Opna ástralska risamótið fer fram. Hinn 37 ára gamli Nadal hefur verið frá keppni síðan á Opna ástralska fyrr á þessu ári þegar hann þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Hann stefnir því á að mæta aftur til leiks nánast sléttu ári eftir meiðslin. Rafael Nadal Named In Australian Open Entry List After One Year Injury https://t.co/HcDW58x8DA @NaijaNews #NaijaNews— Naija News (@NaijaNews) December 7, 2023 Hins vegar verður að teljast ólíklegt að hinn litríki Nick Kyrgios verði með þegar Opna ástralska hefst í næsta mánuði. Kyrgios, sem komst alla leið í úrslit á Wimbeldon-mótinu árið 2022, hefur þurft að glíma við margvísleg meiðsli á árinu og hefur misst af öllum fjórum risamótunum. Ástralinn hefur þurft að glíma við meiðsli í úlnlið, hné og fæti og greindi frá því í síðasta mánuði að allt þyrfti að ganga upp ef hann ætlaði sér að taka þátt á Opna ástralska. Þá má hins vegar búast við því að ríkjandi meistarinn, Novak Djokovic, mæti til leiks. Djokovic mun þá freista þess að vinna risamótið í tólfta sinn og sinn 25. risatitil í heildina. Nadal og Djokovic hafa háð harða baráttu á tennisvellinum undanfarin ár og hefur Nadal fagnað sigri á risamóti 22 sinnum. Hann greindi þó frá því fyrr á þessu ári að árið 2024 yrði líkleg hans síðasta keppnisár. Tennis Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Sjá meira
Hinn 37 ára gamli Nadal hefur verið frá keppni síðan á Opna ástralska fyrr á þessu ári þegar hann þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Hann stefnir því á að mæta aftur til leiks nánast sléttu ári eftir meiðslin. Rafael Nadal Named In Australian Open Entry List After One Year Injury https://t.co/HcDW58x8DA @NaijaNews #NaijaNews— Naija News (@NaijaNews) December 7, 2023 Hins vegar verður að teljast ólíklegt að hinn litríki Nick Kyrgios verði með þegar Opna ástralska hefst í næsta mánuði. Kyrgios, sem komst alla leið í úrslit á Wimbeldon-mótinu árið 2022, hefur þurft að glíma við margvísleg meiðsli á árinu og hefur misst af öllum fjórum risamótunum. Ástralinn hefur þurft að glíma við meiðsli í úlnlið, hné og fæti og greindi frá því í síðasta mánuði að allt þyrfti að ganga upp ef hann ætlaði sér að taka þátt á Opna ástralska. Þá má hins vegar búast við því að ríkjandi meistarinn, Novak Djokovic, mæti til leiks. Djokovic mun þá freista þess að vinna risamótið í tólfta sinn og sinn 25. risatitil í heildina. Nadal og Djokovic hafa háð harða baráttu á tennisvellinum undanfarin ár og hefur Nadal fagnað sigri á risamóti 22 sinnum. Hann greindi þó frá því fyrr á þessu ári að árið 2024 yrði líkleg hans síðasta keppnisár.
Tennis Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Sjá meira
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn