Meistararnir burstuðu ÍBV og komnir á toppinn að nýju Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2023 22:48 Dusty stjórnuðu leiknum frá upphafi til enda. Dusty hafði auðveldan sigur gegn ÍBV í Ljósleiðaradeildinni fyrr í kvöld. Liðin mættust á Ancient og hófu Dusty leik í vörn. ÍBV sáu aldrei til sólar í leiknum en Dusty spöruðu ekkert í upphafi leiks og sigruðu hverja einustu lotu í fyrri hálfleik í afar einhliða leik. Staðan í hálfleik: 12-0 ÍBV fundu þrjá lotusigra í röð í upphafi seinni hálfleiks og komu stöðunni í 12-3 áður en náðarhöggið barst loks frá Dusty og einfaldur sigur í höfn fyrir meistarana. ÍBV þurfa þó enn að leita að sínum fyrsta sigri á tímabilinu. Lokatölur: 13-3 Dusty koma sér á topp deildarinnar að nýju eftir sigurinn og geta því farið sáttir í jólafríið. Áfram þurfa ÍBV þó að sjá fyrir sér hvernig þeirra fyrsti sigurleikur á tímabilinu gæti ratað í greipar þeirra. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti
ÍBV sáu aldrei til sólar í leiknum en Dusty spöruðu ekkert í upphafi leiks og sigruðu hverja einustu lotu í fyrri hálfleik í afar einhliða leik. Staðan í hálfleik: 12-0 ÍBV fundu þrjá lotusigra í röð í upphafi seinni hálfleiks og komu stöðunni í 12-3 áður en náðarhöggið barst loks frá Dusty og einfaldur sigur í höfn fyrir meistarana. ÍBV þurfa þó enn að leita að sínum fyrsta sigri á tímabilinu. Lokatölur: 13-3 Dusty koma sér á topp deildarinnar að nýju eftir sigurinn og geta því farið sáttir í jólafríið. Áfram þurfa ÍBV þó að sjá fyrir sér hvernig þeirra fyrsti sigurleikur á tímabilinu gæti ratað í greipar þeirra.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti