Öryggisráðið greiðir atkvæði um tillögu um tafarlaust vopnahlé Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2023 06:41 Öryggisráðið kemur saman í dag og greiðir atkvæði um tillögu um vopnahlé. AP/Eduardo Munoz Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag og greiða atkvæði um tillögu um vopnahlé á Gasa. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, virkjaði 99. grein stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna í gær og sendi erindi á forseta Öryggisráðsins þar sem hann sagði algjört hrun yfirvofandi á Gasa. 99. greinin hljóðar þannig: „Aðalforstjórinn getur vakið athygli öryggisráðsins á hverju því máli, sem að hans dómi kann að stofna í hættu varðveizlu heimsfriðar og öryggis.“ Guterres sagði að undir stöðugum loftárásum Ísraelshers og þar sem íbúar hefðu ekki í neitt skjól að venda né bjargir til að bjarga lífi og limum gerði hann ráð fyrir algjöru samfélagslegu hruni. Í kjölfarið yrði öll neyðaraðstoð á svæðinu ómöguleg. Í kjölfar erindis Guterres lögðu fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmana fram drög að tillögunni sem tekin verður fyrir í Öryggisráðinu í dag, samkvæmt sendinefnd Ekvador, sem fer fyrir ráðinu í desember og ræður dagskrá þess. AFP komst yfir drögin í gær og þar er ástandinu á Gasa lýst sem hörmulegu og tafarlauss vopnahlés krafist. Þá er farið fram á vernd borgara, lausn gísla í haldi Hamas og að neyðaraðstoð verði hleypt inn á svæðið. Bandaríkjamenn hafa hingað til staðið staðfastlega við bak Ísraelsmanna og neitað áköllum um vopnahlé. Þeir segja nýja tillögu í Öryggisráðinu ekki gagnlega á þessum tímapunkti. Þá sagði Eli Cohen, utanríkisráðherra Ísrael, ákvörðun Guterres um að virkja 99. greinina „ógn við heimsfrið“. Sameinuðu þjóðirnar Öryggis- og varnarmál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, virkjaði 99. grein stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna í gær og sendi erindi á forseta Öryggisráðsins þar sem hann sagði algjört hrun yfirvofandi á Gasa. 99. greinin hljóðar þannig: „Aðalforstjórinn getur vakið athygli öryggisráðsins á hverju því máli, sem að hans dómi kann að stofna í hættu varðveizlu heimsfriðar og öryggis.“ Guterres sagði að undir stöðugum loftárásum Ísraelshers og þar sem íbúar hefðu ekki í neitt skjól að venda né bjargir til að bjarga lífi og limum gerði hann ráð fyrir algjöru samfélagslegu hruni. Í kjölfarið yrði öll neyðaraðstoð á svæðinu ómöguleg. Í kjölfar erindis Guterres lögðu fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmana fram drög að tillögunni sem tekin verður fyrir í Öryggisráðinu í dag, samkvæmt sendinefnd Ekvador, sem fer fyrir ráðinu í desember og ræður dagskrá þess. AFP komst yfir drögin í gær og þar er ástandinu á Gasa lýst sem hörmulegu og tafarlauss vopnahlés krafist. Þá er farið fram á vernd borgara, lausn gísla í haldi Hamas og að neyðaraðstoð verði hleypt inn á svæðið. Bandaríkjamenn hafa hingað til staðið staðfastlega við bak Ísraelsmanna og neitað áköllum um vopnahlé. Þeir segja nýja tillögu í Öryggisráðinu ekki gagnlega á þessum tímapunkti. Þá sagði Eli Cohen, utanríkisráðherra Ísrael, ákvörðun Guterres um að virkja 99. greinina „ógn við heimsfrið“.
Sameinuðu þjóðirnar Öryggis- og varnarmál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira