Dauðþreytt á kolniðamyrkri: „Ég er bara dauð ef ég dett“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. desember 2023 16:04 Þóra Berg Jónsdóttir á göngustígnum í Laugardalnum í niðamyrkri. Engin lýsing er á göngustígnum. Vísir/Vilhelm Þóra Berg Jónsdóttir, eldri borgari í Laugardal, segist vera orðin dauðþreytt á myrkri og lélegri lýsingu í dalnum þar sem hún gengur frá sjúkraþjálfara við Laugardalshöll og í líkamsrækt í World Class við Laugardalslaug. Hún segir ónæga lýsinguna lífshættulega og segist vilja lifa lengur. „Þetta er bara mjög alvarlegt mál. Þetta er svo ofboðslegt myrkur, um leið og þú kemur út. Þú sérð varla neitt. Ég er búin að kaupa mér ennisljós en það bara dugar ekki,“ segir Þóra í samtali við Vísi. Þóra fer til sjúkraþjálfara hjá Atlas endurhæfingu á Engjavegi 6 klukkan 08:00 á þriðjudags og fimmtudagsmorgnum. Þaðan gengur hún í World Class líkamsræktarstöðina við Laugardalsvöll þar sem hún fer meðal annars í spa og sundleikfimi. Hún hafði samband við fréttastofu vegna málsins og segist áður hafa kvartað yfir myrkrinu á gönguleiðinni til Reykjavíkurborgar. Það hafi ekki borið árangur. Kort af leiðinni sem Þóra gengur í Laugardalnum og er öll í niðamyrkri.Google Maps Bíður eftir að hún slasi sig „Það er myrkur um leið og þú kemur út hjá Atlas. Þær hafa oft hringt þar og látið vita af þessu. Svo er gönguljós þegar þú kemur að götunni en síðan er bara ekkert ljós frá Þróttaraheimilinu og alveg niður að svæðinu hjá fótboltavellinum.“ Þóra ítrekar að myrkrið sé engu líkt. Hún sé orðin 69 ára gömul, hætt að vinna og megi alls ekki við því að detta í slíkum aðstæðum. „Mig langar ekkert til að detta. Ég er bara dauð ef ég dett. Það er bara þannig.“ Þóra Berg Jónsdóttir fer til sjúkraþjálfara og í sundleikfimi og spa í dalnum tvisvar í viku. Maðurinn hennar er á bílnum og hún gengur því á milli, sem erfitt í kolniðamyrkri.Vísir/Vilhelm Verðmæt með tíu barnabörn Þú hefur sloppið við að slasa þig? „Nei en ég bara bíð eftir því að það gerist. Þá borgar bara Dagur. Þetta er allt í lagi,“ segir Þóra. Hún segist hafa grínast með það við sína yngri ræktarfélaga að hún fengi líklegast töluvert minna í skaðabætur en þær. Ljóst er að þrátt fyrir alvarleika málsins hefur Þóra húmor fyrir sjálfri sér. „Ég var að pæla í því nefnilega sko að mig langar til að lifa lengur,“ segir Þóra létt í bragði. „Það er kannski líka það. Svo er það líka það að ég er bara búin að gera það fimm sinnum, með manni sem ég er búin að vera gift í fimmtíu ár. Og svo á ég tíu barnabörn. Er ég ekki svolítið dýrmæt?“ Reykjavík Eldri borgarar Slysavarnir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Þetta er bara mjög alvarlegt mál. Þetta er svo ofboðslegt myrkur, um leið og þú kemur út. Þú sérð varla neitt. Ég er búin að kaupa mér ennisljós en það bara dugar ekki,“ segir Þóra í samtali við Vísi. Þóra fer til sjúkraþjálfara hjá Atlas endurhæfingu á Engjavegi 6 klukkan 08:00 á þriðjudags og fimmtudagsmorgnum. Þaðan gengur hún í World Class líkamsræktarstöðina við Laugardalsvöll þar sem hún fer meðal annars í spa og sundleikfimi. Hún hafði samband við fréttastofu vegna málsins og segist áður hafa kvartað yfir myrkrinu á gönguleiðinni til Reykjavíkurborgar. Það hafi ekki borið árangur. Kort af leiðinni sem Þóra gengur í Laugardalnum og er öll í niðamyrkri.Google Maps Bíður eftir að hún slasi sig „Það er myrkur um leið og þú kemur út hjá Atlas. Þær hafa oft hringt þar og látið vita af þessu. Svo er gönguljós þegar þú kemur að götunni en síðan er bara ekkert ljós frá Þróttaraheimilinu og alveg niður að svæðinu hjá fótboltavellinum.“ Þóra ítrekar að myrkrið sé engu líkt. Hún sé orðin 69 ára gömul, hætt að vinna og megi alls ekki við því að detta í slíkum aðstæðum. „Mig langar ekkert til að detta. Ég er bara dauð ef ég dett. Það er bara þannig.“ Þóra Berg Jónsdóttir fer til sjúkraþjálfara og í sundleikfimi og spa í dalnum tvisvar í viku. Maðurinn hennar er á bílnum og hún gengur því á milli, sem erfitt í kolniðamyrkri.Vísir/Vilhelm Verðmæt með tíu barnabörn Þú hefur sloppið við að slasa þig? „Nei en ég bara bíð eftir því að það gerist. Þá borgar bara Dagur. Þetta er allt í lagi,“ segir Þóra. Hún segist hafa grínast með það við sína yngri ræktarfélaga að hún fengi líklegast töluvert minna í skaðabætur en þær. Ljóst er að þrátt fyrir alvarleika málsins hefur Þóra húmor fyrir sjálfri sér. „Ég var að pæla í því nefnilega sko að mig langar til að lifa lengur,“ segir Þóra létt í bragði. „Það er kannski líka það. Svo er það líka það að ég er bara búin að gera það fimm sinnum, með manni sem ég er búin að vera gift í fimmtíu ár. Og svo á ég tíu barnabörn. Er ég ekki svolítið dýrmæt?“
Reykjavík Eldri borgarar Slysavarnir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira