Með sigri hefði Slóvenía jafnað Noreg að stigum í milliriðli II. Það var hins vegar aldrei í kortunum og Noregur enn með fullt hús stiga eftir frábæran sigur.
Camilla Herrem var markahæst hjá Noregi með 6 mörk. Þar á eftir komu með Nora Mörk, Stine Bredal Oftedal og Henny Ella Reistad með 5 mörk hver. Hjá Slóveníu var Alja Vargic markahæst með 5 mörk.
Staðan í riðlinum er því þannig að Noregur og Frakkland eru í efstu tveimur sætunum og báðar þjóðir því komnar í 8-liða úrslit en þær mætast í lokaumferð milliriðilsins.
Öruggur sigur Hollands á Úkraínu, 40-21, í milliriðli IV kemur þjóðinni í góða stöðu fyrir lokaleik sinn gegn Tékklandi. Hollendingar eru á toppi riðilsins með 8 stig, þar á eftir koma Tékkland og Spánn með 6 stig hvort.
Netherlands claim an important win, while Norway clinch both the victory and the quarter-finals ticket As do Olympic champions France Day ten #DENNORSWE2023 #aimtoexcite pic.twitter.com/c7IZperDGT
— International Handball Federation (@ihf_info) December 8, 2023
Efstu tvö lið hvers milliriðils fara áfram í 8-liða úrslit.