Musk býður Alex Jones velkominn á X Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. desember 2023 10:04 Samsæriskenningar Alex Jones um Sandy Hook árásina hafa kostað hann marga milljarða. EPA Elon Musk, auðjöfur og eigandi samfélagsmiðilsins X, hefur boðið bandaríska fjölmiðlamanninn og samsæriskenningasmiðinn Alex Jones velkominn á miðilinn í kjölfar kosningar sem Musk hélt á X-síðu sinni. Lokað var fyrir aðgang Jones á forritinu í september árið 2018, þegar það hét enn Twitter. Hann hafði þá brotið gegn reglum miðilsins um sæmandi hegðun. Samsæringurinn var í fyrra dæmdur til að greiða fjölskyldum barnanna sem voru myrt í Sandy Hook árásinni árið 2012 tæplega einn og hálfan milljarð dollara í skaðabætur í kjölfar samsæriskenninga hans um árásina. Jones hefur haldið því fram að börnin sem myrt voru í árásinni hafi ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra séu leikarar. Áhorfendur hans hafa í kjölfarið áreitt foreldrana og ógnað þeim. Greint var frá því í september að Jones hefði enn ekki borgað fjölskyldunum krónu en lifi þrátt fyrir það dýrum lífsstíl. Musk blés til skoðanakannanar á X í gær þar sem hann spurði: „Opna fyrir Alex Jones á þessum miðli?“ Meiri hluti svarenda svöruðu játandi. „Fólkið hefur talað, og þannig mun það vera,“ skrifaði Musk í athugasemd undir færsluna.Skjáskot/X Í nóvember 2022 skrifaði Musk á X að þó hann væri að hlaupa öðrum umdeildum aðilum aftur inn á samfélagsmiðilinn, yrði Alex Jones aldrei hleypt þar inn aftur. „Frumburður minn lést í fangi mínu. Ég fann síðasta hjartslátt hans. Ég hef enga samúð með nokkrum sem notar dauða barna til að hagnast, til frama eða í pólitík,“ skrifaði Musk. My firstborn child died in my arms. I felt his last heartbeat. I have no mercy for anyone who would use the deaths of children for gain, politics or fame.— Elon Musk (@elonmusk) November 21, 2022 Samfélagsmiðlar X (Twitter) Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Tengdar fréttir Bjóða Jones að borga tólf milljarða í stað tvö hundruð Foreldrar barna sem skotin voru til bana í árásinni í Sandy Hook á árum áður hafa boðið samsæriskenningasmiðnum Alex Jones samkomulag um skaðabætur. Hann hefur verið dæmdur til að greiða þeim einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur fyrir að dreifa samsæriskenningum um þau og börnin. 28. nóvember 2023 11:02 Getur ekki bjargað sér með gjaldþroti Dómari í Texas Í Bandaríkjunum hefur gert samsæriskenningasmiðinum Alex Jones ljóst að hann muni ekki komast hjá því að greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur, ef hann lýsir yfir gjaldþroti. Með ákvörðun sinni er dómarinn að tryggja að Jones mun líklega verja ævinni í að greiða skaðabæturnar, enda hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum barna sem voru myrt í Sandy Hook á árum áður tæplega einn og hálfan milljarð dala. 20. október 2023 17:11 Borgar ekki fjölskyldunum sem hann hrellti en spreðar peningum Alex Jones, samsæringur, hefur ekki greitt fjölskyldum barna sem myrt voru í Sandy Hook árásinni árið 2012 krónu. Hann spreðar þó peningum sínum og eyddi til að mynda 93 þúsund dölum í júlí en það samsvarar um 12,8 milljónum króna. Jones var í fyrra dæmdur til að greiða fjölskyldunum tæplega einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. 14. september 2023 22:28 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Lokað var fyrir aðgang Jones á forritinu í september árið 2018, þegar það hét enn Twitter. Hann hafði þá brotið gegn reglum miðilsins um sæmandi hegðun. Samsæringurinn var í fyrra dæmdur til að greiða fjölskyldum barnanna sem voru myrt í Sandy Hook árásinni árið 2012 tæplega einn og hálfan milljarð dollara í skaðabætur í kjölfar samsæriskenninga hans um árásina. Jones hefur haldið því fram að börnin sem myrt voru í árásinni hafi ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra séu leikarar. Áhorfendur hans hafa í kjölfarið áreitt foreldrana og ógnað þeim. Greint var frá því í september að Jones hefði enn ekki borgað fjölskyldunum krónu en lifi þrátt fyrir það dýrum lífsstíl. Musk blés til skoðanakannanar á X í gær þar sem hann spurði: „Opna fyrir Alex Jones á þessum miðli?“ Meiri hluti svarenda svöruðu játandi. „Fólkið hefur talað, og þannig mun það vera,“ skrifaði Musk í athugasemd undir færsluna.Skjáskot/X Í nóvember 2022 skrifaði Musk á X að þó hann væri að hlaupa öðrum umdeildum aðilum aftur inn á samfélagsmiðilinn, yrði Alex Jones aldrei hleypt þar inn aftur. „Frumburður minn lést í fangi mínu. Ég fann síðasta hjartslátt hans. Ég hef enga samúð með nokkrum sem notar dauða barna til að hagnast, til frama eða í pólitík,“ skrifaði Musk. My firstborn child died in my arms. I felt his last heartbeat. I have no mercy for anyone who would use the deaths of children for gain, politics or fame.— Elon Musk (@elonmusk) November 21, 2022
Samfélagsmiðlar X (Twitter) Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Tengdar fréttir Bjóða Jones að borga tólf milljarða í stað tvö hundruð Foreldrar barna sem skotin voru til bana í árásinni í Sandy Hook á árum áður hafa boðið samsæriskenningasmiðnum Alex Jones samkomulag um skaðabætur. Hann hefur verið dæmdur til að greiða þeim einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur fyrir að dreifa samsæriskenningum um þau og börnin. 28. nóvember 2023 11:02 Getur ekki bjargað sér með gjaldþroti Dómari í Texas Í Bandaríkjunum hefur gert samsæriskenningasmiðinum Alex Jones ljóst að hann muni ekki komast hjá því að greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur, ef hann lýsir yfir gjaldþroti. Með ákvörðun sinni er dómarinn að tryggja að Jones mun líklega verja ævinni í að greiða skaðabæturnar, enda hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum barna sem voru myrt í Sandy Hook á árum áður tæplega einn og hálfan milljarð dala. 20. október 2023 17:11 Borgar ekki fjölskyldunum sem hann hrellti en spreðar peningum Alex Jones, samsæringur, hefur ekki greitt fjölskyldum barna sem myrt voru í Sandy Hook árásinni árið 2012 krónu. Hann spreðar þó peningum sínum og eyddi til að mynda 93 þúsund dölum í júlí en það samsvarar um 12,8 milljónum króna. Jones var í fyrra dæmdur til að greiða fjölskyldunum tæplega einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. 14. september 2023 22:28 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Bjóða Jones að borga tólf milljarða í stað tvö hundruð Foreldrar barna sem skotin voru til bana í árásinni í Sandy Hook á árum áður hafa boðið samsæriskenningasmiðnum Alex Jones samkomulag um skaðabætur. Hann hefur verið dæmdur til að greiða þeim einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur fyrir að dreifa samsæriskenningum um þau og börnin. 28. nóvember 2023 11:02
Getur ekki bjargað sér með gjaldþroti Dómari í Texas Í Bandaríkjunum hefur gert samsæriskenningasmiðinum Alex Jones ljóst að hann muni ekki komast hjá því að greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur, ef hann lýsir yfir gjaldþroti. Með ákvörðun sinni er dómarinn að tryggja að Jones mun líklega verja ævinni í að greiða skaðabæturnar, enda hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum barna sem voru myrt í Sandy Hook á árum áður tæplega einn og hálfan milljarð dala. 20. október 2023 17:11
Borgar ekki fjölskyldunum sem hann hrellti en spreðar peningum Alex Jones, samsæringur, hefur ekki greitt fjölskyldum barna sem myrt voru í Sandy Hook árásinni árið 2012 krónu. Hann spreðar þó peningum sínum og eyddi til að mynda 93 þúsund dölum í júlí en það samsvarar um 12,8 milljónum króna. Jones var í fyrra dæmdur til að greiða fjölskyldunum tæplega einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. 14. september 2023 22:28
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent