Fótbolti

Leik hætt eftir að stuðnings­maður lést í stúkunni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ekki er vitað hvenær leikurinn verður kláraður.
Ekki er vitað hvenær leikurinn verður kláraður. Alex Camara/Getty Images

Leik Granada og Athletic Bilbao í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, var hætt eftir að stuðningsmaður annars liðsins lést í stúku Nuevo Los Carmenes-leikvangsins á sunnudag.

Leikurinn var aðeins 18 mínútna gamall þegar leikurinn var stöðvaður, staðan var þá þegar 1-0 Bilbao í vil þökk sé marki Iñaki Williams.

Rúmum 20 mínútum síðar yfirgáfu leikmenn beggja liða völlinn og stuðningsfólk var sömuleiðis beðið um að yfirgefa leikvanginn. La Liga staðfesti í kjölfarið að leiknum hefði verið hætt og yrði kláraður síðar.

Í yfirlýsingu Granada sagði að leiknum hefði verið frestað um óákveðinn tíma vegna andláts stuðningsmanns. Þá vottaði félagið fjölskyldu stuðningsmannsins samúðarkveðjur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×