Jafnaði tvö Norðurlandamet í miðjum prófum í háskólanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2023 10:00 Íslenska lyftingarkonan Eygló Fanndal Sturludóttir stóð sig frábærlega í Katar í gær. @icelandic_weightlifting Íslenska lyftingarkonan Eygló Fanndal Sturludóttir stóð sig frábærlega á heimsbikarmótinu í Katar í gær og bætti stöðu sína verulega í baráttunni um sæti á Ólympíuleikunum í París næsta sumar. Eygló tryggði sér sigur í B-hóp jafnframt því að setja fjögur Íslandsmet og jafna tvö Norðurlandamet. Eygló ákvað að fara á mótið þrátt fyrir að vera í miðjum prófum í læknisfræðinni en sér örugglega ekki eftir því eftir þessa frábæru frammistöðu. Eygló hafði betur í B-hópnum í -71kg flokki eftir harða baráttu við hina suður-kóresku Minhee Mun sem lyfti einu kílói minna en Eygló. Þessi árangur skilaði henni á endanum ellefta sætinu á mótinu. Eygló var í miklu stuði og fékk gilda lyftu í öllum sex lyftunum sínum. Þessi frammistaða bætir hennar stöðu verulega á úrtökulistanum fyrir Ólympíuleikana. Samkvæmt óstaðfestum útreikningum á heimasíðu Lyftingarsambands Íslands þá fer Eygló úr 19. til 22. sæti upp í 14. sætið. Hún fór upp fyrir Lisu Marie Schweizer (Þýskalandi), Söruh Davies (Bretlandi), Runu Segawa (Japan) og Joy Ogbonne Eze (Nígeríu) sem allar voru meðal keppenda í gær. Þær voru fyrir mótið ofar eða jafnar Eygló. Lyftingasamband Íslands segir frá. Aðeins einn Evrópubúi náði betri árangri en Eygló í gær í hennar þyngdarflokki en það var Evrópumeistarinn Loredana-Elena Toma frá Rúmeníu sem varð áttunda með 238 kíló í samanlögðu. Eygló lyfti 104 kílóum í snörun sem var bæting á Íslandsmeti hennar um tvö kíló en gamla metið setti hún á heimsmeistaramótinu í Doha í September síðastliðnum. 104 kílóa snörun er einnig jöfnun á Norðurlandameti hinnar sænsku Patriciu Strenius sem sett var á HM í Tashkent 2021. Eygló tvíbætti líka Íslandsmetið í jafnhendingu, fyrst lyfti hún 124 kílóum sem er eins kílóa bæting á Íslandsmeti hennar sjálfrar og svo fór hún upp með 127 kíló og endaði því að bæta Íslandsmetið alls um fjögur kíló. Gamla metið setti hún líka á heimsmeistaramótinu í Doha. Þetta þýddi um leið að Eygló lyfti alls 231 kílóum í samanlögðum árangri sem var sex kílóa bæting á hennar eigin Íslandsmeti. 231 kíló er jafnframt jöfnun á Norðurlandameti áðurnefndar Strenius í -71kg flokki kvenna. Eygló hefur þegar bætt Íslandsmetin margoft á þessu ári sem sýnir hversu mikið hún er að bæta sig á stuttum tíma. Nú tekur aftur við prófalestur í læknisfræðinni. Lyftingar Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Eygló tryggði sér sigur í B-hóp jafnframt því að setja fjögur Íslandsmet og jafna tvö Norðurlandamet. Eygló ákvað að fara á mótið þrátt fyrir að vera í miðjum prófum í læknisfræðinni en sér örugglega ekki eftir því eftir þessa frábæru frammistöðu. Eygló hafði betur í B-hópnum í -71kg flokki eftir harða baráttu við hina suður-kóresku Minhee Mun sem lyfti einu kílói minna en Eygló. Þessi árangur skilaði henni á endanum ellefta sætinu á mótinu. Eygló var í miklu stuði og fékk gilda lyftu í öllum sex lyftunum sínum. Þessi frammistaða bætir hennar stöðu verulega á úrtökulistanum fyrir Ólympíuleikana. Samkvæmt óstaðfestum útreikningum á heimasíðu Lyftingarsambands Íslands þá fer Eygló úr 19. til 22. sæti upp í 14. sætið. Hún fór upp fyrir Lisu Marie Schweizer (Þýskalandi), Söruh Davies (Bretlandi), Runu Segawa (Japan) og Joy Ogbonne Eze (Nígeríu) sem allar voru meðal keppenda í gær. Þær voru fyrir mótið ofar eða jafnar Eygló. Lyftingasamband Íslands segir frá. Aðeins einn Evrópubúi náði betri árangri en Eygló í gær í hennar þyngdarflokki en það var Evrópumeistarinn Loredana-Elena Toma frá Rúmeníu sem varð áttunda með 238 kíló í samanlögðu. Eygló lyfti 104 kílóum í snörun sem var bæting á Íslandsmeti hennar um tvö kíló en gamla metið setti hún á heimsmeistaramótinu í Doha í September síðastliðnum. 104 kílóa snörun er einnig jöfnun á Norðurlandameti hinnar sænsku Patriciu Strenius sem sett var á HM í Tashkent 2021. Eygló tvíbætti líka Íslandsmetið í jafnhendingu, fyrst lyfti hún 124 kílóum sem er eins kílóa bæting á Íslandsmeti hennar sjálfrar og svo fór hún upp með 127 kíló og endaði því að bæta Íslandsmetið alls um fjögur kíló. Gamla metið setti hún líka á heimsmeistaramótinu í Doha. Þetta þýddi um leið að Eygló lyfti alls 231 kílóum í samanlögðum árangri sem var sex kílóa bæting á hennar eigin Íslandsmeti. 231 kíló er jafnframt jöfnun á Norðurlandameti áðurnefndar Strenius í -71kg flokki kvenna. Eygló hefur þegar bætt Íslandsmetin margoft á þessu ári sem sýnir hversu mikið hún er að bæta sig á stuttum tíma. Nú tekur aftur við prófalestur í læknisfræðinni.
Lyftingar Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira