Gleymda fólkið Anita da Silva Bjarnadóttir. skrifar 11. desember 2023 16:01 Heill og sæll hæstvirtur landlæknir. Nú er komin upp sú staða að gigtarlæknirinn minn og margra, maður sem sór eið til að lækna og bjargar lífi og geðheilsu okkar verkjasjúklinga sem annars mæta engum skilning og engu nema fordómum í þessu skelfilega heilbrigðiskerfi þínu, hefur verið sviptur lyfjaréttindum. Árni Tómas Ragnarsson. Yndislegur maður og einn af örfáum læknum með hjartað a réttum stað og allur af vilja gerður til að hlusta, trúa og lækna. Hann er sviptur fyrir það eitt að segja satt og standa vörð um okkar veikasta fólk- fíklana. Fíkla sem hafa fengið meðferð hjá honum og þar af leiðandi náð tökum á lífi sínu. Fíklum sem voru á götunni og fjárhagsleg byrgði á kerfinu, en með meðferð og skilning náð tökum og eignast heimili, vinnur og líf. En þar vandast málin því hann sinnir einnig fólki eins og mér. Alvarlegum verkjasjúkling sem eins og fíklarnir, mæti fordómum, neitun og skilningsleysi vegna sjúkdóms sem ég ber ekki utan á mér. Ég er alltaf vel til höfð, sæist aldrei á mér að ég ligg í rúminu að kveljast ef ég fer út á meðal fólks. Ég þarf að velja og hafna hvað ég geri af því ég þarf alltaf að borga líkamlega fyrir allt næsta dag. Sjúklingur sem hefur aldrei misnotað lyfin sín, en er nú í lausu lofti með aðstoð eða hvert á að leita til þess að fá sín lyf og getað verið partur af samfélaginu- unnið, séð um barnið mitt og hreyft mig. Og við erum mörg sem stöndum nú frammi fyrir að vera með í maganum yfir því að þurfa annað hvort að vera á löngum biðlista eftir nýjum gigtarlækni sem líklegast sýnir heldur engan skilning þar sem vefjagigt er meira taugasjúkdómur en gigt og því ekki nóg að taka eina íbúfen og fara í heitt bað eða göngutúr. Eða, að þurfa að stífla heilsugæslurnar í leit að heimilislækni sem er til í að hlusta og halda sömu meðferð áfram- þetta er ekki boðlegt. Það er ekki boðlegt og hreint út sagt ógeðslegt að við sem ekki erum fíklar þurfum að leita og bíða og vona að fá hjálp, vegna örfárra sem misnota lyf. Þar sem jú það er bara mjög lítil prósenta fólks. Hvað með okkur hin? Fyrir utan að nú munið þið hafa það blóð á ykkar höndum að þeir fíklar sem fengu meðferð fara út á götu og kaupa sér fentanyl og deyja. En ykkur er sama um þennan hóp að sjálfsögðu. Ég skora á þig að veita honum aftur leyfi til að sinna sínum verkjasjúklingum þó hann fengi ekki að hjálpa fíklunum. Þetta er skammarlegt og vanhæf ákvörðun þar sem hann er sirkabát eini gigtarlæknirinn sem að sérhæfir sig í, og skilur vefjagigt og hversu viðbjóðslega sár og hamlandi sjúkdómur þetta er. Það mun kosta ríkið ansi háar fjárhæðir að gera það ekki og mun stífla allt kerfið að þurfa leita til fagaðila sem þekkja þennan sjúkdóm ekki neitt. Svo ég tali nú ekki um alla sem munu þurfa örorku vegna þess að læknar eru ekki að sinna þessum hóp og að verkjastilla þá, sem þarf til að geta tekið þátt í samfélaginu. Þið kannski viljið að verkjasjúklingar liggi heima og séu ekki fyrir, á bótum og jafnvel leita á svartan markað fyrir verkjastillingu. Við bökkum ekki með þetta og gerum veður yfir þessu í fjölmiðlum ef þetta verður svona. Það verða mótmæli á morgun þar sem við munum bera skilti og skora á ykkur að veita læknum rými til að sinna ÖLLUM. Árni Tómas Ragnarsson er einn örfárra lækna sem þið ættuð að vera ánægð með, hann sór Hippókratesareið þess efnis að sinna sjúkum og hefur gert með skilning, mannúð og samúð í fyrirrúmi. Eitthvað sem hæstvirt embætti mætti taka til sín. Mbk Anita da Silva Bjarnadóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Lyf Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Heill og sæll hæstvirtur landlæknir. Nú er komin upp sú staða að gigtarlæknirinn minn og margra, maður sem sór eið til að lækna og bjargar lífi og geðheilsu okkar verkjasjúklinga sem annars mæta engum skilning og engu nema fordómum í þessu skelfilega heilbrigðiskerfi þínu, hefur verið sviptur lyfjaréttindum. Árni Tómas Ragnarsson. Yndislegur maður og einn af örfáum læknum með hjartað a réttum stað og allur af vilja gerður til að hlusta, trúa og lækna. Hann er sviptur fyrir það eitt að segja satt og standa vörð um okkar veikasta fólk- fíklana. Fíkla sem hafa fengið meðferð hjá honum og þar af leiðandi náð tökum á lífi sínu. Fíklum sem voru á götunni og fjárhagsleg byrgði á kerfinu, en með meðferð og skilning náð tökum og eignast heimili, vinnur og líf. En þar vandast málin því hann sinnir einnig fólki eins og mér. Alvarlegum verkjasjúkling sem eins og fíklarnir, mæti fordómum, neitun og skilningsleysi vegna sjúkdóms sem ég ber ekki utan á mér. Ég er alltaf vel til höfð, sæist aldrei á mér að ég ligg í rúminu að kveljast ef ég fer út á meðal fólks. Ég þarf að velja og hafna hvað ég geri af því ég þarf alltaf að borga líkamlega fyrir allt næsta dag. Sjúklingur sem hefur aldrei misnotað lyfin sín, en er nú í lausu lofti með aðstoð eða hvert á að leita til þess að fá sín lyf og getað verið partur af samfélaginu- unnið, séð um barnið mitt og hreyft mig. Og við erum mörg sem stöndum nú frammi fyrir að vera með í maganum yfir því að þurfa annað hvort að vera á löngum biðlista eftir nýjum gigtarlækni sem líklegast sýnir heldur engan skilning þar sem vefjagigt er meira taugasjúkdómur en gigt og því ekki nóg að taka eina íbúfen og fara í heitt bað eða göngutúr. Eða, að þurfa að stífla heilsugæslurnar í leit að heimilislækni sem er til í að hlusta og halda sömu meðferð áfram- þetta er ekki boðlegt. Það er ekki boðlegt og hreint út sagt ógeðslegt að við sem ekki erum fíklar þurfum að leita og bíða og vona að fá hjálp, vegna örfárra sem misnota lyf. Þar sem jú það er bara mjög lítil prósenta fólks. Hvað með okkur hin? Fyrir utan að nú munið þið hafa það blóð á ykkar höndum að þeir fíklar sem fengu meðferð fara út á götu og kaupa sér fentanyl og deyja. En ykkur er sama um þennan hóp að sjálfsögðu. Ég skora á þig að veita honum aftur leyfi til að sinna sínum verkjasjúklingum þó hann fengi ekki að hjálpa fíklunum. Þetta er skammarlegt og vanhæf ákvörðun þar sem hann er sirkabát eini gigtarlæknirinn sem að sérhæfir sig í, og skilur vefjagigt og hversu viðbjóðslega sár og hamlandi sjúkdómur þetta er. Það mun kosta ríkið ansi háar fjárhæðir að gera það ekki og mun stífla allt kerfið að þurfa leita til fagaðila sem þekkja þennan sjúkdóm ekki neitt. Svo ég tali nú ekki um alla sem munu þurfa örorku vegna þess að læknar eru ekki að sinna þessum hóp og að verkjastilla þá, sem þarf til að geta tekið þátt í samfélaginu. Þið kannski viljið að verkjasjúklingar liggi heima og séu ekki fyrir, á bótum og jafnvel leita á svartan markað fyrir verkjastillingu. Við bökkum ekki með þetta og gerum veður yfir þessu í fjölmiðlum ef þetta verður svona. Það verða mótmæli á morgun þar sem við munum bera skilti og skora á ykkur að veita læknum rými til að sinna ÖLLUM. Árni Tómas Ragnarsson er einn örfárra lækna sem þið ættuð að vera ánægð með, hann sór Hippókratesareið þess efnis að sinna sjúkum og hefur gert með skilning, mannúð og samúð í fyrirrúmi. Eitthvað sem hæstvirt embætti mætti taka til sín. Mbk Anita da Silva Bjarnadóttir.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun