Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heimkaupum. Þar segir að Lára hafi yfir tuttugu ára reynslu á smásölumarkaði við fjölbreytt störf.
„Hún sinnti sölu- og kynningamálum fyrir Karl K. Karlsson í þrjú ár og sambærilegum störfum fyrir Forval í tvö ár. Þá starfaði Lára Björg í átta ár hjá Halldóri Jónssyni við bæði sölu- og kynningarmál. Þar áður starfaði hún hjá heildversluninni Terma sem lagerstjóri og við kynningarmál.
Lára Björg kemur til Heimkaupa frá Krónunni þar sem hún starfaði við vörustýringu í alls þrjú ár,“ segir í tilkynningunni.