Cameron ræddi þetta í viðtali við LA Times í tilefni af því að Titanic var nýlega gefin út í 4K gæðum.
Titanic var rándýr kvikmynd og var fyrsta kvikmyndin sem kostaði yfir 200 milljónir dollara að gera. Framleiðendurnir reyndu að fá Cameron til að spara eins og hann gat við gerðina og fann hann leið til að gera það.
„Allir yfir 172 sentimetrar á hæð, við réðum þá ekki. Það var eins og við hefðum sparað milljón dollara,“ segir Cameron.
Þannig gátu þeir látið skipið líta út fyrir að vera stærra en það var. Jon Landau, samstarfsmaður Cameron við gerð myndarinnar, metur sem svo að þetta hafi sparað þeim 750 þúsund dollara.
