Trúir ekki á einhliða þvingunaraðgerðir gegn Ísrael Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. desember 2023 15:39 Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra. Vísir/Einar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gasa. Þá er óvíst hvernig Ísland muni ráðstafa atkvæði sínu á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna því þar fari fram „lifandi samtöl“ og hlutir geti breyst hratt. Almennt hafi þvingunaraðgerðir mest áhrif þegar samtakamáttur ríkja sé nýttur og úr því að slíkt sé ekki til umræðu alþjóðavettvangi sé ekki ráðlegt fyrir Ísland að ráðast í slíkar aðgerðir. „Þvert á móti myndu þær eyðileggja diplómatíska möguleika okkar til þess að koma okkar skilaboðum á framfæri.“ Þetta sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna hver næstu skref Íslands og samstarfsríkja væru eftir að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðastliðinn föstudag við tillögu um vopnahlé. Þá spurði hún einnig hvort Bjarni teldi að viðskiptaþvinganir, eða einhvers konar refsiaðgerðir, kæmu til greina til að setja þrýsting á Ísraelsríki og hvort hann hefði átt samtöl um slíkar leiðir við samstarfsríki Íslands. Í klippunni hér að neðan er hægt að sjá bæði spurningar Kristrúnar og svör Bjarna. Óvíst hvernig Ísland ráðstafar atkvæði sínu Kristrún spurði utanríkisráðherra þá hvort Ísland muni styðja kröfuna um varanlegt vopnahlé á neyðarfundi allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna. „Varðandi það sem er fram undan hjá Sameinuðu þjóðunum að þá eru þetta lifandi samtöl eins og reynslan sýnir þá geta hlutir breyst hratt þannig að það fer eftir því hvað gerist í dag og jafnvel á morgun nákvæmlega hvernig við sjáum fram á að ráðstafa okkar atkvæði eða skilaboðum,“ sagði utanríkisráðherra. „Þegar spurt er um næstu skref þá segi ég einfaldlega að við munum áfram tala fyrir því að dregið verði úr spennu á svæðinu, við munum áfram tala fyrir því að mannúðaraðstoð verði komið til þeirra sem eru í neyð, við höfum stóraukið framlög okkar til palestínsku flóttamannaaðstoðarinnar og við munum sækja fundi og láta okkar rödd heyrast,“ sagði utanríkisráðherra og bætti við að hann muni koma þeim skilaboðum til skila frá Íslendingum um að það sé okkar vilji að átökunum linni. Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Allsherjarþing SÞ hittist á neyðarfundi vegna ástandsins á Gasa Ísraelskir skriðdrekar eru komnir inn í miðbæ borgarinnar Khan Younis á Gasa svæðinu. Hart hefur verið barist í borginni um helgina auk þess sem loftárásir hafa verið gerðar ítrekað. 11. desember 2023 07:17 Kallað eftir viðskiptaþvingunum á hendur Ísraelum Átökin á Gasasvæðinu héldu áfram í dag og hafa Ísraelar tvíeflst frá því Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir vopnahlé. Samstöðufundir fyrir Palestínu fóru fram í þremur landshlutum í dag. 11. desember 2023 00:06 Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Almennt hafi þvingunaraðgerðir mest áhrif þegar samtakamáttur ríkja sé nýttur og úr því að slíkt sé ekki til umræðu alþjóðavettvangi sé ekki ráðlegt fyrir Ísland að ráðast í slíkar aðgerðir. „Þvert á móti myndu þær eyðileggja diplómatíska möguleika okkar til þess að koma okkar skilaboðum á framfæri.“ Þetta sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna hver næstu skref Íslands og samstarfsríkja væru eftir að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðastliðinn föstudag við tillögu um vopnahlé. Þá spurði hún einnig hvort Bjarni teldi að viðskiptaþvinganir, eða einhvers konar refsiaðgerðir, kæmu til greina til að setja þrýsting á Ísraelsríki og hvort hann hefði átt samtöl um slíkar leiðir við samstarfsríki Íslands. Í klippunni hér að neðan er hægt að sjá bæði spurningar Kristrúnar og svör Bjarna. Óvíst hvernig Ísland ráðstafar atkvæði sínu Kristrún spurði utanríkisráðherra þá hvort Ísland muni styðja kröfuna um varanlegt vopnahlé á neyðarfundi allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna. „Varðandi það sem er fram undan hjá Sameinuðu þjóðunum að þá eru þetta lifandi samtöl eins og reynslan sýnir þá geta hlutir breyst hratt þannig að það fer eftir því hvað gerist í dag og jafnvel á morgun nákvæmlega hvernig við sjáum fram á að ráðstafa okkar atkvæði eða skilaboðum,“ sagði utanríkisráðherra. „Þegar spurt er um næstu skref þá segi ég einfaldlega að við munum áfram tala fyrir því að dregið verði úr spennu á svæðinu, við munum áfram tala fyrir því að mannúðaraðstoð verði komið til þeirra sem eru í neyð, við höfum stóraukið framlög okkar til palestínsku flóttamannaaðstoðarinnar og við munum sækja fundi og láta okkar rödd heyrast,“ sagði utanríkisráðherra og bætti við að hann muni koma þeim skilaboðum til skila frá Íslendingum um að það sé okkar vilji að átökunum linni.
Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Allsherjarþing SÞ hittist á neyðarfundi vegna ástandsins á Gasa Ísraelskir skriðdrekar eru komnir inn í miðbæ borgarinnar Khan Younis á Gasa svæðinu. Hart hefur verið barist í borginni um helgina auk þess sem loftárásir hafa verið gerðar ítrekað. 11. desember 2023 07:17 Kallað eftir viðskiptaþvingunum á hendur Ísraelum Átökin á Gasasvæðinu héldu áfram í dag og hafa Ísraelar tvíeflst frá því Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir vopnahlé. Samstöðufundir fyrir Palestínu fóru fram í þremur landshlutum í dag. 11. desember 2023 00:06 Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Allsherjarþing SÞ hittist á neyðarfundi vegna ástandsins á Gasa Ísraelskir skriðdrekar eru komnir inn í miðbæ borgarinnar Khan Younis á Gasa svæðinu. Hart hefur verið barist í borginni um helgina auk þess sem loftárásir hafa verið gerðar ítrekað. 11. desember 2023 07:17
Kallað eftir viðskiptaþvingunum á hendur Ísraelum Átökin á Gasasvæðinu héldu áfram í dag og hafa Ísraelar tvíeflst frá því Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir vopnahlé. Samstöðufundir fyrir Palestínu fóru fram í þremur landshlutum í dag. 11. desember 2023 00:06
Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31