Ellefu ára stelpa fer daglega út að hlaupa með hrútinn Ástaraldin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. desember 2023 20:30 Einstakt samband hefur myndast á milli hrútsins Ástaraldins og Gabríelu Máneyjar á bænum Mjósyndi í Flóahreppi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Einstakt samband hefur skapast á milli hrútsins Ástaraldins og 11 ára stelpu á sveitabæ í Flóahreppi en þau fara á hverjum degi saman út að hlaupa. Eftir hlaupið kembir stelpan hrútnum og dekrar við hann enda er hann gæfur með eindæmum. Hér erum við að tala um Gabríelu Máney á bænum Mjósyndi, sem er 11 ára en frábært samband er á milli hennar og hrútsins Ástaraldins því þau fara út að ganga á hverjum degi og hlaupa oft líka saman. Gabríela er með múl á hrútnum og langt band í göngu- og hlaupaferðunum. „Hann er rosalega gæfur og honum finnst rosalega gott að láta kemba sér og klappa sér,” segir Gabríela en hvað er skemmtilegast við hrútinn. „Að honum finnst gaman að hlaupa og labba með mér og svo er hann rosalega góður og leyfir manni láta kemba sér og hann er bara rosalega blíður og góður.” Ástaraldin er mjög gæfur og skemmtilegur hrútur, sem vekur alltaf athygli þeirra sem sjá hann og fá að kynnast honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Gabríela gengur í öll störf á bænum, hún er til dæmis mjög dugleg að gefa kindunum heyið sitt. Og amma hennar er að sjálfsögðu mjög stolt af stelpunni. „Hún hefur virkilega gaman af því að stússast hérna með okkur, sem er bara mjög gaman að hafa hana með. Hrúturinn verður tveggja vetra í vor og heitir Ástaraldin. Hann fæddist svona spakur og fór síðan á fjall og þegar hann kom heim þá var hann enn þá jafn spakur þannig að við ákváðum að leyfa honum að lifa þó að hann hefði ekki ræktunarlegan tilgang, bara út af því hvað hann er geðgóður og skemmtilegur,” segir Anna Linda Gunnarsdóttir bóndi í Mjósyndi. Gabríela Máney með ömmu sinni, Önnu Lindu í Mjósyndi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara sauðféð á bænum, sem Gabríela elskar því hún er líka mikil hestakona og ríður mikið út á merinni sinni og þá helst berbakt. „Þetta er Brella, ég á hana, hún er meri og og er frá Þorlákshöfn,” segir Gabríela þegar hún var beðin um að segja aðeins frá hestinum sínum. Gabríela er mjög hrifin af hestum og fer mikið á bak á hryssunni sinni Brellu og þá helst berbakt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Hestar Dýr Krakkar Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira
Hér erum við að tala um Gabríelu Máney á bænum Mjósyndi, sem er 11 ára en frábært samband er á milli hennar og hrútsins Ástaraldins því þau fara út að ganga á hverjum degi og hlaupa oft líka saman. Gabríela er með múl á hrútnum og langt band í göngu- og hlaupaferðunum. „Hann er rosalega gæfur og honum finnst rosalega gott að láta kemba sér og klappa sér,” segir Gabríela en hvað er skemmtilegast við hrútinn. „Að honum finnst gaman að hlaupa og labba með mér og svo er hann rosalega góður og leyfir manni láta kemba sér og hann er bara rosalega blíður og góður.” Ástaraldin er mjög gæfur og skemmtilegur hrútur, sem vekur alltaf athygli þeirra sem sjá hann og fá að kynnast honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Gabríela gengur í öll störf á bænum, hún er til dæmis mjög dugleg að gefa kindunum heyið sitt. Og amma hennar er að sjálfsögðu mjög stolt af stelpunni. „Hún hefur virkilega gaman af því að stússast hérna með okkur, sem er bara mjög gaman að hafa hana með. Hrúturinn verður tveggja vetra í vor og heitir Ástaraldin. Hann fæddist svona spakur og fór síðan á fjall og þegar hann kom heim þá var hann enn þá jafn spakur þannig að við ákváðum að leyfa honum að lifa þó að hann hefði ekki ræktunarlegan tilgang, bara út af því hvað hann er geðgóður og skemmtilegur,” segir Anna Linda Gunnarsdóttir bóndi í Mjósyndi. Gabríela Máney með ömmu sinni, Önnu Lindu í Mjósyndi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara sauðféð á bænum, sem Gabríela elskar því hún er líka mikil hestakona og ríður mikið út á merinni sinni og þá helst berbakt. „Þetta er Brella, ég á hana, hún er meri og og er frá Þorlákshöfn,” segir Gabríela þegar hún var beðin um að segja aðeins frá hestinum sínum. Gabríela er mjög hrifin af hestum og fer mikið á bak á hryssunni sinni Brellu og þá helst berbakt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Hestar Dýr Krakkar Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira