Reiði og piparúðabrúsar á mótmælum við bandaríska sendiráðið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2023 19:46 Frá mótmælunum í dag. Nærri þrjú hundruð manns boðuðu mætingu sína á Facebook-viðburði fundarins. Vísir/Hjalti Fundargestir reiddust mikið á mótmælum félagsins Ísland-Palestína við sendiráð Bandaríkjanna við Engjateig í Reykjavík seinnipartinn í dag. Á myndskeiði sjást lögreglumenn beina brúsum af piparúða í átt að mótmælendum. Að sögn sjónarvottar hrópuðu lögreglumenn „Gas! Gas!“ meðan þeir héldu uppi brúsunum. Í myndskeiði sem fréttastofa hefur undir höndum sjást lögreglumenn beina piparúðabrúsum í átt að mótmælendum. Grindverk hafði fallið um koll og mótmælendur og lögregla toguðu í það á milli sín. Mótmælin fóru fram síðdegis í dag. Yfirskrift þeirra var „Bandaríkin stöðvið barnamorðin á Gasa“. Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur og Najlaa Attaallah Palestínumaður fluttu ræður á fundinum. Gerðu tilraun til að koma bréfi til Biden Lögregla gaf engar upplýsingar um atvikið en fréttastofa náði tali af Sveini Rúnari Haukssyni lækni og heiðursborgara í Palestínu. Sveinn var á mótmælunum. Hann segir að eftir ræður fundarins hafi hann lagt til að koma ályktun, bréfi til Joe Biden Bandaríkjaforseta, á framfæri með því að koma því inn í sendiráðið. Bréfið snerist einkum um það að Bandaríkin hafi beitt neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu þar sem krafist er vopnahlés Gasa. Sveinn segir að lögreglumenn hafi stöðvað mótmælendur sem reyndu að koma bréfinu inn í sendiráðið. Meðan á því stóð hafi fólk safnast saman að grindunum sem skilja mótmælendur og lögreglu að og hrópað. Munaði millisekúndu Þá náði Vísir tali af Margréti Kristínu Blöndal tónlistarkonu en hún hefur verið áberandi í samstöðuhreyfingu Íslendinga með Palestínu. Hún segir að viðstöddum hafi hitnað í hamsi eftir að fjórtán ára palestínskur piltur fór með tilfinningaríkt erindi á fundinum. Eftir að afhenda átti áðurnefnt bréf hafi segir Margrét að pilturinn farið inn fyrir grindverk við sendiráðið haldandi á palestínska fánanum og lögregla brugðist við með því að taka harkalega á honum. „Þeir eru sem sagt að taka á barninu. Og þá varð talsvert mikil reiði meðal fundargesta yfir framgöngu lögreglunnar. Eðlilega,“ segir Margrét í samtali við Vísi. Í framhaldinu hafi lögreglan tekið upp piparúðabrúsa og hrópað „Gas! Gas!“. „Ég held þeir hafi ekki látið vaða í neinn. En það var millisekúnda í það,“ segir Margrét. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Í myndskeiði sem fréttastofa hefur undir höndum sjást lögreglumenn beina piparúðabrúsum í átt að mótmælendum. Grindverk hafði fallið um koll og mótmælendur og lögregla toguðu í það á milli sín. Mótmælin fóru fram síðdegis í dag. Yfirskrift þeirra var „Bandaríkin stöðvið barnamorðin á Gasa“. Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur og Najlaa Attaallah Palestínumaður fluttu ræður á fundinum. Gerðu tilraun til að koma bréfi til Biden Lögregla gaf engar upplýsingar um atvikið en fréttastofa náði tali af Sveini Rúnari Haukssyni lækni og heiðursborgara í Palestínu. Sveinn var á mótmælunum. Hann segir að eftir ræður fundarins hafi hann lagt til að koma ályktun, bréfi til Joe Biden Bandaríkjaforseta, á framfæri með því að koma því inn í sendiráðið. Bréfið snerist einkum um það að Bandaríkin hafi beitt neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu þar sem krafist er vopnahlés Gasa. Sveinn segir að lögreglumenn hafi stöðvað mótmælendur sem reyndu að koma bréfinu inn í sendiráðið. Meðan á því stóð hafi fólk safnast saman að grindunum sem skilja mótmælendur og lögreglu að og hrópað. Munaði millisekúndu Þá náði Vísir tali af Margréti Kristínu Blöndal tónlistarkonu en hún hefur verið áberandi í samstöðuhreyfingu Íslendinga með Palestínu. Hún segir að viðstöddum hafi hitnað í hamsi eftir að fjórtán ára palestínskur piltur fór með tilfinningaríkt erindi á fundinum. Eftir að afhenda átti áðurnefnt bréf hafi segir Margrét að pilturinn farið inn fyrir grindverk við sendiráðið haldandi á palestínska fánanum og lögregla brugðist við með því að taka harkalega á honum. „Þeir eru sem sagt að taka á barninu. Og þá varð talsvert mikil reiði meðal fundargesta yfir framgöngu lögreglunnar. Eðlilega,“ segir Margrét í samtali við Vísi. Í framhaldinu hafi lögreglan tekið upp piparúðabrúsa og hrópað „Gas! Gas!“. „Ég held þeir hafi ekki látið vaða í neinn. En það var millisekúnda í það,“ segir Margrét.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira