Tusk og ráðherrar hans sóru embættiseið Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2023 09:03 Andrzej Duda Póllandsforseti og Donald Tusk, nýr forsætisráðherra Póllands. EPA Donald Tusk gekk á fund Andrzej Duda Póllandsforseta í morgun og sór embættiseið sem nýr forsætisráðherra Póllands. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Tusk sóru sömuleiðis embættiseið í forsetahöllinni í Varsjá. Valdaskiptin marka endalok átta ára samfellda stjórnartíð þjóðernisflokksins Laga og réttar, en Tusk og bandamenn hans hafa sagst meðal annars ætla að bæta samskiptin við Evrópusambandið. Samskipti Póllands og ESB hafa verið mjög stirð síðustu ár, meðal annars vegna afskipta pólskra stjórnvalda af dómstólum. Meirihluti þingmanna á pólska þinginu greiddi í gær atkvæði með því að Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra landsins. Áður hafði Duda veitt Mateusz Morawiecki frá Lögum og rétti, umboð til stjórnarmyndunar, en ríkisstjórn hans naut ekki hins vegar stuðnings meirihluta þings og var Tusk í kjölfarið tilnefndur. Morawiecki hafði gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2017. Ný ríkisstjórn Póllands í forsetahöllinni í Varsjá í morgun.EPA Þingkosningar fóru fram um miðjan októbermánuð og varð strax ljóst að Boraravettvangur, flokkur Tusk, og stuðningsflokkar hans hefðu náð meirihluta. Duda ákvað þó að veita Lögum og rétti fyrst stjórnarmyndunarumboð þó að ljóst væri að flokkurinn nyti ekki stuðnings meirihluta þings. Duda hafði fyrir kosningar sagt að hann myndi fyrst veita stærsta flokknum á þingi umboðið. Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins frá 2014 til 2019. Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Donald Tusk kjörinn forsætisráðherra Donald Tusk hefur verið kjörinn forsætisráðherra Póllands eftir Mateusz Morawiecky fékk ekki meirihluta í pólska þinginu í dag til að leiða næstu ríkisstjórn landsins. Flokkur Tusk hefur verið níu ár í minnihluta pólska þingsins. 11. desember 2023 17:11 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Valdaskiptin marka endalok átta ára samfellda stjórnartíð þjóðernisflokksins Laga og réttar, en Tusk og bandamenn hans hafa sagst meðal annars ætla að bæta samskiptin við Evrópusambandið. Samskipti Póllands og ESB hafa verið mjög stirð síðustu ár, meðal annars vegna afskipta pólskra stjórnvalda af dómstólum. Meirihluti þingmanna á pólska þinginu greiddi í gær atkvæði með því að Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra landsins. Áður hafði Duda veitt Mateusz Morawiecki frá Lögum og rétti, umboð til stjórnarmyndunar, en ríkisstjórn hans naut ekki hins vegar stuðnings meirihluta þings og var Tusk í kjölfarið tilnefndur. Morawiecki hafði gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2017. Ný ríkisstjórn Póllands í forsetahöllinni í Varsjá í morgun.EPA Þingkosningar fóru fram um miðjan októbermánuð og varð strax ljóst að Boraravettvangur, flokkur Tusk, og stuðningsflokkar hans hefðu náð meirihluta. Duda ákvað þó að veita Lögum og rétti fyrst stjórnarmyndunarumboð þó að ljóst væri að flokkurinn nyti ekki stuðnings meirihluta þings. Duda hafði fyrir kosningar sagt að hann myndi fyrst veita stærsta flokknum á þingi umboðið. Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins frá 2014 til 2019.
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Donald Tusk kjörinn forsætisráðherra Donald Tusk hefur verið kjörinn forsætisráðherra Póllands eftir Mateusz Morawiecky fékk ekki meirihluta í pólska þinginu í dag til að leiða næstu ríkisstjórn landsins. Flokkur Tusk hefur verið níu ár í minnihluta pólska þingsins. 11. desember 2023 17:11 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Donald Tusk kjörinn forsætisráðherra Donald Tusk hefur verið kjörinn forsætisráðherra Póllands eftir Mateusz Morawiecky fékk ekki meirihluta í pólska þinginu í dag til að leiða næstu ríkisstjórn landsins. Flokkur Tusk hefur verið níu ár í minnihluta pólska þingsins. 11. desember 2023 17:11