Færir íslensku þjóðinni góðar fréttir Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson skrifa 14. desember 2023 07:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Vísir/Getty Innan við mánuður er til stefnu þar til íslenska landsliðið hefur leik á EM í handbolta í Þýskalandi. Gísli Þorgeir Kristjánsson ætlar sér að verða klár í slaginn þar. Gísli sem leikið hefur lykilhlutverk í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er einn besti handboltamaður heims, fór úr axlarlið í leik með þýska liðinu Magdeburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í júní fyrr á þessu ári. Gísli spilaði samt sem áður sjálfan úrslitaleikinn degi síðar og átti stórleik þegar Magdeburg varð Evrópumeistari en í kjölfarið var svo ákveðið að hann færi í aðgerð á öxl. Undanfarna mánuði hefur hann því verið í endurhæfingu og er nú kominn á þann stað að vera mættur aftur á leikskýrslu með Magdeburg og spyr íslenska þjóðin því að því þessa dagana hvort að Gísli verði klár með Íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi í janúar? „Ég geri 100 prósent ráð fyrir því að vera með á EM í janúar,“ segir Gísli í samtali við Vísi. „Það er ekkert annað en það sem kemur til greina. Þetta er það sem ég hef verið að stefna að í rauninni. Að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að vera með í janúar og leggja mitt af mörkum fyrir Ísland. Þetta verður allt að halda áfram á sömu braut og ég er mjög spenntur fyrir komandi vikum, að fá þessa leikæfingu sem ég þarf og verða heill aftur.“ Gísli segir það ekki valda vinnuveitendum hans hjá Magdeburg áhyggjum að hann stefni ótrauður á EM eftir að hafa verið svo langan tíma meiddur. Þeir sjái jákvæðu hliðina á því að Gísli verði með landsliðinu á EM. „Viðmótið hjá þeim er í raun þannig að ég er heill og það amar ekkert að öxlinni þá taka þeir því bara vel að ég verði enn þá öflugri og í kringum handboltann allan tímann á EM. Þeir væru heldur ekki að fara láta mig spila ef að þeir væru með einhverja slæma tilfinningu um að eitthvað myndi gerast. Það hefur því ekki verið neitt vesen af hálfu Magdeburgar varðandi það að ég ætli mér á EM með íslenska landsliðinu. Það mun bara hjálpa þeim líka að ég komi í góðu standi til baka.“ Þessi öflugi leikmaður einblínir nú á að taka næstu vikur fram að stórmóti, með trompi hjá Magdeburg „Númer eitt, tvö og þrjú núna er að fá góða tilfinningu handboltalega séð. Fá þessar mínútur innan vallar og vera kominn í frábært stand fyrir EM. Að maður sé ekkert að pæla í því hvort maður sé heill eða ekki í janúar. Sé kominn á sama stað og aðrir og að mér verði enginn afsláttur gefinn. Mitt markmið er að taka þessar næstu vikur með Magdeburg af fullum krafti og vonandi mun ég ekki þurfa að svara fyrir öxlina mína í janúar. Þá yrði sá kafli búinn og næsta skref yrði svo að hjálpa Íslandi að komast upp úr riðlinum á EM. Taka EM með stæl.“ Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Gísli sem leikið hefur lykilhlutverk í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er einn besti handboltamaður heims, fór úr axlarlið í leik með þýska liðinu Magdeburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í júní fyrr á þessu ári. Gísli spilaði samt sem áður sjálfan úrslitaleikinn degi síðar og átti stórleik þegar Magdeburg varð Evrópumeistari en í kjölfarið var svo ákveðið að hann færi í aðgerð á öxl. Undanfarna mánuði hefur hann því verið í endurhæfingu og er nú kominn á þann stað að vera mættur aftur á leikskýrslu með Magdeburg og spyr íslenska þjóðin því að því þessa dagana hvort að Gísli verði klár með Íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi í janúar? „Ég geri 100 prósent ráð fyrir því að vera með á EM í janúar,“ segir Gísli í samtali við Vísi. „Það er ekkert annað en það sem kemur til greina. Þetta er það sem ég hef verið að stefna að í rauninni. Að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að vera með í janúar og leggja mitt af mörkum fyrir Ísland. Þetta verður allt að halda áfram á sömu braut og ég er mjög spenntur fyrir komandi vikum, að fá þessa leikæfingu sem ég þarf og verða heill aftur.“ Gísli segir það ekki valda vinnuveitendum hans hjá Magdeburg áhyggjum að hann stefni ótrauður á EM eftir að hafa verið svo langan tíma meiddur. Þeir sjái jákvæðu hliðina á því að Gísli verði með landsliðinu á EM. „Viðmótið hjá þeim er í raun þannig að ég er heill og það amar ekkert að öxlinni þá taka þeir því bara vel að ég verði enn þá öflugri og í kringum handboltann allan tímann á EM. Þeir væru heldur ekki að fara láta mig spila ef að þeir væru með einhverja slæma tilfinningu um að eitthvað myndi gerast. Það hefur því ekki verið neitt vesen af hálfu Magdeburgar varðandi það að ég ætli mér á EM með íslenska landsliðinu. Það mun bara hjálpa þeim líka að ég komi í góðu standi til baka.“ Þessi öflugi leikmaður einblínir nú á að taka næstu vikur fram að stórmóti, með trompi hjá Magdeburg „Númer eitt, tvö og þrjú núna er að fá góða tilfinningu handboltalega séð. Fá þessar mínútur innan vallar og vera kominn í frábært stand fyrir EM. Að maður sé ekkert að pæla í því hvort maður sé heill eða ekki í janúar. Sé kominn á sama stað og aðrir og að mér verði enginn afsláttur gefinn. Mitt markmið er að taka þessar næstu vikur með Magdeburg af fullum krafti og vonandi mun ég ekki þurfa að svara fyrir öxlina mína í janúar. Þá yrði sá kafli búinn og næsta skref yrði svo að hjálpa Íslandi að komast upp úr riðlinum á EM. Taka EM með stæl.“
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira