Helgast það að stóru leyti af því válynda veðurfari sem oft ríkir hér á landi, auk hinnar óútreiknanlegu íslensku náttúru. Enda nýtur Landsbjörg velvilja landsmanna og jafnan er góð þátttaka í hinum ýmsu fjáröflunarleiðum samtakanna.
Pringles hrinti í byrjun mánaðar af stað söfnunarátakinu Styðjum þau sem standa vaktina til að leggja björgunarsveitunum lið en í því felst að í desember munu 30 kr. af hverri seldri stórri Pringles dós renna til Landsbjargar. Sem fyrr, stendur ekki á viðbrögðunum því átakið hefur gengið vonum framar hingað til. „Við erum afar ánægð með viðtökurnar sem þetta átak hefur fengið á meðal almennings,“ segir Ögmundur Ísak Ögmundsson, vörumerkjastjóri Pringles hjá Nóa Síríus. „Það er greinilegt að mörg okkar taka því fagnandi að slá tvær flugur í einu höggi, að gleðja bragðlaukana og styrkja þessi mikilvægu samtök um leið, en rúmlega milljón hefur safnast nú þegar.“
Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, er líka ánægður með viðtökurnar. „Björgunarsveitir eru reknar fyrir sjálfsafla fé og stuðningur sem þessi skiptir okkur afar miklu máli. Því er afar ánægjulegt að sjá fólk taka jafn góðan þátt í átakinu og raun ber vitni.“
Söfnun Pringles fyrir Landsbjörg var formlega ýtt úr vör 1. desember síðastliðinn, með viðburði í Fjarðarkaupum en þá keyptu fulltrúar frá Nóa Síríus og Landsbjörg fyrstu dós átaksins.

Nánari upplýsingr um söfnunarátakið má finna á vef Nóa Síríusar.