Parið greindi frá gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á Instagram.
„14.11. mánuður með þér,“ skrifaði parið og deildi fallegum myndum af frumburðinum. Hamingjuóskum hefur ringt yfir nýbökuðu foreldrana síðustu klukkustundirnar.
Parið hefur verið saman í nokkur ár og trúlofuðu þau sig árið 2020 í miðjum heimsfaraldri.
Siggi hefur gert garðinn frægan á fjölum leikhúsanna sem og í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Þar á meðal í kvikmyndinni, Allra síðasta veiðiferðin, spennuþáttaröðinni Ófærð, og í leikritinu, Emil í Kattholti, í hlutverki vinnumannsins Alfreðs.