Þrátt fyrir slakt gengi í Evrópu vissi Ajax að sigur myndi skila liðinu í Sambandsdeildina. Félagið vill án efa vera í Meistaradeild Evrópu en möguleiki á Evróputitli er betri en enginn.
Kristian Nökkvi var í byrjunarliði hollenska stórveldisins og lagði upp fyrsta mark leiksins en það skoraði Chuba Akpom strax á 5. mínútu. Gestirnir höfnuðu hins vegar nokkrum mínútum síðar en Kenneth Taylor sá til þess að Ajax var 2-1 yfir í hálfleik.
Akpom goals pic.twitter.com/Ws03i6Uwzw
— AFC Ajax (@AFCAjax) December 14, 2023
Í þeim síðari bætti Akpom við öðru marki sínu og gulltryggði sigurinn. Kristian Nökkvi var svo tekinn af velli þegar fjórar mínútur voru til loka venjulega leiktíma. Í hinum leik B-riðils vann Brighton & Hove Albion 1-0 sigur á Marseille.
Lokastaðan því þannig að Brighton vinnur riðilinn með 13 stig, Marseille endar með 11, Ajax fimm og AEK Aþena fjögur.
Önnur úrslit
- Aris 1-3 Sparta Prag
- Real Betis 2-3 Rangers
- Olympiacos 5-2 TSC
- Rakow 0-4 Atalanta
- Sporting 3-0 Sturm Graz
- West Ham United 2-0 Freiburg