Orban stöðvar 50 milljarða evru hjálparpakka ESB til Úkraínu Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2023 06:38 Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, styður ekki þá ákvörðun að Evrópusambandið hefji aðildarviðræður við Úkraínu. AP Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa stöðvað fyrirhugaðan 50 milljarða evru hjálparpakka Evrópusambandsins til Úkraínu. Ákvörðun Ungverja var tekin fáeinum klukkustundum eftir að samkomulag náðist um að hefja viðræður um aðild Úkraínu að sambandinu. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hafði áður sagt það vera fáránlegt að hefja aðildarviðræður. Það væri sömuleiðis ótækt að ríki, sem sé ekki aðili að ESB skuli fá háar fjárhæðir frá sambandinu. Upphæðin sem um ræðir samsvarar nú um 7.500 milljörðum íslenskra króna. „Samantekt fyrir næturvaktina: neitunarvaldi beitt gegn aukafjárveitingum til Úkraínu,“ sagði Orban eftir fund leiðtogaráðs ESB sem lauk í Brussel í nótt, að því er segir í frétt BBC. Úkraína er mjög háð fjárveitingum frá ESB og Bandaríkjunum vegna stríðsreksturs eftir innrás Rússa í landið í febrúar 2022. Viðræðum fram haldið á næsta ári Aðrir leiðtogar aðildarríkja sögðu að viðræður um aðstoð til Úkraínu myndu halda áfram snemma á næsta ári. „Við erum enn með nokkurn tíma. Fjármagn Úkraínu mun ekki þrjóta á næstu vikum,“ sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. „Samkomulag náðist milli 26 ríkja. Viktor Orban, Ungverjaland, eru hins vegar ekki enn reiðubúin til þess. Ég er nokkuð öruggur um að við munum ná samkomulagi snemma á næsta ári. Við erum þá að hugsa um lok janúar.“ Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, eftir fundinn í nótt.AP Yfirgaf fundarsalinn Fyrr um daginn hafði samkomulag náðst um að ESB myndi hefja aðildarviðræður við bæði Úkraínu og Moldóvu og veita Georgíu stöðu umsóknarríkis. Ungverjaland, sem hefur viðhaldið tengslum við stjórnvöld í Rússlandi eftir innrás, hefur um langt skeið talað gegn aðild nágrannaríkis síns, Úkraínu. Orban og ungversk stjórnvöld beittu hins vegar ekki neitunarvaldi sínu í því máli, en greint var frá því að Orban hafi yfirgefið fundarsalinn þegar ákvörðunin var tekin. Lýsti Charles Michel, forseti leiðtogaráðsins, því svo yfir að ákvörðunin hafi verið einróma. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur verið á ferðalagi síðustu daga í þeim tilgangi að biðja um aukið fjármagn til stríðsrekstursins. Til umræðu hefur verið á bandaríska þinginu hvort veita skuli Úkraínumönnum 61 milljarða dali, en enn á eftir að taka ákvörðun um slíkt vegna deilna Demókrata og Repúblikana. Ungverjaland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Úkraínu boðið að hefja aðildarviðræður við ESB Leiðtogaráð Evrópusambandsins bauð í dag Úkraínu og Moldóvu að hefja formlegar viðræður um inngöngu í sambandið. Það kom fram á fundi leiðtoganna sem stendur nú yfir í Brussel. 14. desember 2023 19:08 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hafði áður sagt það vera fáránlegt að hefja aðildarviðræður. Það væri sömuleiðis ótækt að ríki, sem sé ekki aðili að ESB skuli fá háar fjárhæðir frá sambandinu. Upphæðin sem um ræðir samsvarar nú um 7.500 milljörðum íslenskra króna. „Samantekt fyrir næturvaktina: neitunarvaldi beitt gegn aukafjárveitingum til Úkraínu,“ sagði Orban eftir fund leiðtogaráðs ESB sem lauk í Brussel í nótt, að því er segir í frétt BBC. Úkraína er mjög háð fjárveitingum frá ESB og Bandaríkjunum vegna stríðsreksturs eftir innrás Rússa í landið í febrúar 2022. Viðræðum fram haldið á næsta ári Aðrir leiðtogar aðildarríkja sögðu að viðræður um aðstoð til Úkraínu myndu halda áfram snemma á næsta ári. „Við erum enn með nokkurn tíma. Fjármagn Úkraínu mun ekki þrjóta á næstu vikum,“ sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. „Samkomulag náðist milli 26 ríkja. Viktor Orban, Ungverjaland, eru hins vegar ekki enn reiðubúin til þess. Ég er nokkuð öruggur um að við munum ná samkomulagi snemma á næsta ári. Við erum þá að hugsa um lok janúar.“ Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, eftir fundinn í nótt.AP Yfirgaf fundarsalinn Fyrr um daginn hafði samkomulag náðst um að ESB myndi hefja aðildarviðræður við bæði Úkraínu og Moldóvu og veita Georgíu stöðu umsóknarríkis. Ungverjaland, sem hefur viðhaldið tengslum við stjórnvöld í Rússlandi eftir innrás, hefur um langt skeið talað gegn aðild nágrannaríkis síns, Úkraínu. Orban og ungversk stjórnvöld beittu hins vegar ekki neitunarvaldi sínu í því máli, en greint var frá því að Orban hafi yfirgefið fundarsalinn þegar ákvörðunin var tekin. Lýsti Charles Michel, forseti leiðtogaráðsins, því svo yfir að ákvörðunin hafi verið einróma. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur verið á ferðalagi síðustu daga í þeim tilgangi að biðja um aukið fjármagn til stríðsrekstursins. Til umræðu hefur verið á bandaríska þinginu hvort veita skuli Úkraínumönnum 61 milljarða dali, en enn á eftir að taka ákvörðun um slíkt vegna deilna Demókrata og Repúblikana.
Ungverjaland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Úkraínu boðið að hefja aðildarviðræður við ESB Leiðtogaráð Evrópusambandsins bauð í dag Úkraínu og Moldóvu að hefja formlegar viðræður um inngöngu í sambandið. Það kom fram á fundi leiðtoganna sem stendur nú yfir í Brussel. 14. desember 2023 19:08 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Úkraínu boðið að hefja aðildarviðræður við ESB Leiðtogaráð Evrópusambandsins bauð í dag Úkraínu og Moldóvu að hefja formlegar viðræður um inngöngu í sambandið. Það kom fram á fundi leiðtoganna sem stendur nú yfir í Brussel. 14. desember 2023 19:08