Real sökkti Gula kafbátnum og fór á toppinn Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 22:00 Jude Bellingham hefur farið á kostum hjá Real Madrid á tímabilinu. Vísir/Getty Real Madrid er komið á topp La Liga á Spáni eftir stórsigur á útivelli gegn Villareal. Girona getur náð toppsætinu á nýjan leik með sigri gegn Deportivo á morgun. Fyrir leikinn í dag var Real Madrid tveimur stigum á eftir spútnikliði Girona og sat í 2. sæti deildarinnar. Erkifjendurnir í Barcelona voru í 3. sæti sex stigum á eftir Real. Jude Bellingham opnaði markareikninginn í leiknum í kvöld með marki á 25. mínútu. Þetta er þrettánda mark Bellingham í fimmtán deildaleikjum á tímabilinu. Ungstirnið Endrick var á áhorfendapöllunum í kvöld en hann gengur til liðs við Real Madrid næsta sumar.Vísir/Getty Brasilíumaðurinn Rodrygo bætti öðru marki við á 37. mínútu og staðan var 2-0 í hálfleik. Heimamenn í Villareal minnkuðu muninn á 55. mínútu með marki frá Jose Luis Morales en Brahim Diaz var ekki lengi að koma muninum í tvö mörk á ný þegar hann skoraði níu mínútum eftir mark Villareal. Gamla kempan Luka Modric innsiglaði sigurinn með marki á 68. mínútu og 4-1 urðu lokatölur leiksins. Jude Bellingham var skipt af velli á 78. mínútu eftir að hafa fengið gult spjald skömmu áður. Hann var afar ósáttur við spjaldið og á leið sinni af velli virtist hann hvetja áhorfendur til að baula á dómara leiksins. Jude Bellingham telling the fans to boo the referee pic.twitter.com/U19Bfy8bsu— Mikael (@MikaelMadridsta) December 17, 2023 Real Madrid er því komið á topp deildarinnar og er einu stigi á undan Girona. Girona leikur gegn Deportivo á heimavelli á morgun og getur þá náð toppsætinu á nýjan leik. Spænski boltinn
Real Madrid er komið á topp La Liga á Spáni eftir stórsigur á útivelli gegn Villareal. Girona getur náð toppsætinu á nýjan leik með sigri gegn Deportivo á morgun. Fyrir leikinn í dag var Real Madrid tveimur stigum á eftir spútnikliði Girona og sat í 2. sæti deildarinnar. Erkifjendurnir í Barcelona voru í 3. sæti sex stigum á eftir Real. Jude Bellingham opnaði markareikninginn í leiknum í kvöld með marki á 25. mínútu. Þetta er þrettánda mark Bellingham í fimmtán deildaleikjum á tímabilinu. Ungstirnið Endrick var á áhorfendapöllunum í kvöld en hann gengur til liðs við Real Madrid næsta sumar.Vísir/Getty Brasilíumaðurinn Rodrygo bætti öðru marki við á 37. mínútu og staðan var 2-0 í hálfleik. Heimamenn í Villareal minnkuðu muninn á 55. mínútu með marki frá Jose Luis Morales en Brahim Diaz var ekki lengi að koma muninum í tvö mörk á ný þegar hann skoraði níu mínútum eftir mark Villareal. Gamla kempan Luka Modric innsiglaði sigurinn með marki á 68. mínútu og 4-1 urðu lokatölur leiksins. Jude Bellingham var skipt af velli á 78. mínútu eftir að hafa fengið gult spjald skömmu áður. Hann var afar ósáttur við spjaldið og á leið sinni af velli virtist hann hvetja áhorfendur til að baula á dómara leiksins. Jude Bellingham telling the fans to boo the referee pic.twitter.com/U19Bfy8bsu— Mikael (@MikaelMadridsta) December 17, 2023 Real Madrid er því komið á topp deildarinnar og er einu stigi á undan Girona. Girona leikur gegn Deportivo á heimavelli á morgun og getur þá náð toppsætinu á nýjan leik.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti