Marta Eiríksdóttir, íbúi á svæðinu, skrifaði færslu í Facebook-hópinn Íbúar Suðurnesjabæjar þar sem hún greinir frá skemmdunum með meðfylgjandi myndum af afrakstri spellvirkjanna.
„Það var ófögur sjón sem blasti við í dagsbirtunni í morgun, sunnudag, en svo virðist sem bifreið hafi veirð ekið þvers og kruss um golfvöll Golfklúbbs Sandgerðis,“ skrifar Marta.

„Hvenær ódæðið átti sér nákvæmlega stað er ekki vitað en stjórn Golfklúbbsins mun skoða upptökur af myndavélum og þá vonandi kemur í ljós hver var þarna á ferð. Fólk er beðið um að hafa samband við Lárus Óskarsson, formann klúbbsins, ef það hefur orðið vart við bílaumferð á vellinum á föstudagskvöldið. Talið er nokkuð víst að skemmdarverkið var unnið í skjóli myrkurs,“ bætir hún við.
Lárus Óskarsson, framkvæmdarstjóri Golfklúbbs Sandgerðis segir ekki liggja fyrir hvenær eða hver skemmdarvargurinn hafi verið. Hann segir að skemmdarvargurinn hafi verið heppinn að sleppa úr gjörningum með líf sítt þar sem hann hefði auðveldlega geta hafnað út í fjöru.
„Miklar skemmdir, sérstaklega á einu „green-i“ Hann var heppinn að drepa sig ekki gaurinn. Hann keyrði upp á áttunda teiginn þar sem er þverhnípt niður í fjöru. Við eigum eftir að meta þetta á morgun,“ segir Lárus í samtali við fréttastofu.
