Ekki nóg að merkja bjórauglýsingu með „léttöl“ Árni Sæberg skrifar 18. desember 2023 10:57 Svörtu stafirnir á dósinni urðu Sýn að falli. Heimkaup Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn um 1,5 milljónir króna vegna áfengisauglýsingar sem birt var hér á Vísi. Nefndin taldi að um áfengisauglýsingu hafi verið að ræða þrátt fyrir að auglýsing á Víking Gylltum hafi verið merkt með orðinu „léttöl“. Í ákvörðun nefndarinnar, sem tekin var þann 14. desember, segir að nefndinni hafi borist kvörtun vegna ætlaðra viðskiptaboða fyrir áfengi á Vísi. Í kvörtuninni hafi komið fram að á Vísi hafi birst auglýsing frá Víking Brugghúsi fyrir vörutegundina Víking Gylltur. Neðst í auglýsingunni hafi komið fram að um léttöl væri að ræða en með henni hafi hins vegar birst þær upplýsingar að Víking Gylltur hafi hlotið gullviðurkenningu á European Beer Challenge. Að mati kvartanda gæfi auglýsingin því til kynna að léttölið hafi fengið viðurkenninguna en hið rétta væri að áfenga útgáfan hafi hlotið þau. Litur letursins kom upp um bjórinn Í niðurstöðukafla ákvörðunarinnar segir að þau viðskiptaboð sem kvörtun lúti að varði vörutegundina Víking Gylltur. Hún sé framleidd óáfeng og því heimilt að auglýsa þá útgáfu vörunnar. Í auglýsingunni á Vísi hafi hins vegar umbúðir áfengu útgáfunnar birst. Heiti tegundarinnar „Víking“ hafi verið ritað á flöskuna með svörtu letri, ásamt áfengisprósentunni 5,6%, en það letur vísi til áfengu tegundar vörunnar. Á umbúðum þeirrar óáfengu sé letrið hvítt, ásamt áfengisprósentunni 2,25%, til aðgreiningar fyrir neytendur. Upplýsingar sem birtust meðfram auglýsingunni um gullverðlaun/gullviðurkenningu frá European Beer Challenge eigi einnig aðeins við um áfengu útgáfuna af Víking Gylltum en tegundin hafi hlotið þau verðlaun árið 2022 í flokknum „International Style Pilsner“, samanber það sem fram kemur á vefsíðu keppninnar. Auglýsingin vísi því til áfengrar útgáfu vörunnar, bæði með umbúðum og vísun til fyrrgreindrar viðurkenningar. „Breytir engu þar um að auglýsingin hafi verið merkt með orðinu „Léttöl“, enda eru þær kröfur gerðar að lögum að einungis sé heimilt að auglýsa drykkjarvörur sem sannanlega eru óáfengar og á markaði fyrir neytendur.“ Margítrekað brotið reglurnar Með vísan til framangreindrar niðurstöðu hafi Fjölmiðlanefnd ákveðið að leggja stjórnvaldssekt á Sýn í samræmi við lög um fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd telji hæfilegt að sektin nemi 1.500.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar hafi verið tekið mið af því að Sýn hefur margítrekað brotið gegn ákvæði laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Jafnframt hafi verið litið til eðlis brots Sýnar og atvika máls að öðru leyti. Vísir er í eigu Sýnar. Auglýsinga- og markaðsmál Áfengi og tóbak Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Í ákvörðun nefndarinnar, sem tekin var þann 14. desember, segir að nefndinni hafi borist kvörtun vegna ætlaðra viðskiptaboða fyrir áfengi á Vísi. Í kvörtuninni hafi komið fram að á Vísi hafi birst auglýsing frá Víking Brugghúsi fyrir vörutegundina Víking Gylltur. Neðst í auglýsingunni hafi komið fram að um léttöl væri að ræða en með henni hafi hins vegar birst þær upplýsingar að Víking Gylltur hafi hlotið gullviðurkenningu á European Beer Challenge. Að mati kvartanda gæfi auglýsingin því til kynna að léttölið hafi fengið viðurkenninguna en hið rétta væri að áfenga útgáfan hafi hlotið þau. Litur letursins kom upp um bjórinn Í niðurstöðukafla ákvörðunarinnar segir að þau viðskiptaboð sem kvörtun lúti að varði vörutegundina Víking Gylltur. Hún sé framleidd óáfeng og því heimilt að auglýsa þá útgáfu vörunnar. Í auglýsingunni á Vísi hafi hins vegar umbúðir áfengu útgáfunnar birst. Heiti tegundarinnar „Víking“ hafi verið ritað á flöskuna með svörtu letri, ásamt áfengisprósentunni 5,6%, en það letur vísi til áfengu tegundar vörunnar. Á umbúðum þeirrar óáfengu sé letrið hvítt, ásamt áfengisprósentunni 2,25%, til aðgreiningar fyrir neytendur. Upplýsingar sem birtust meðfram auglýsingunni um gullverðlaun/gullviðurkenningu frá European Beer Challenge eigi einnig aðeins við um áfengu útgáfuna af Víking Gylltum en tegundin hafi hlotið þau verðlaun árið 2022 í flokknum „International Style Pilsner“, samanber það sem fram kemur á vefsíðu keppninnar. Auglýsingin vísi því til áfengrar útgáfu vörunnar, bæði með umbúðum og vísun til fyrrgreindrar viðurkenningar. „Breytir engu þar um að auglýsingin hafi verið merkt með orðinu „Léttöl“, enda eru þær kröfur gerðar að lögum að einungis sé heimilt að auglýsa drykkjarvörur sem sannanlega eru óáfengar og á markaði fyrir neytendur.“ Margítrekað brotið reglurnar Með vísan til framangreindrar niðurstöðu hafi Fjölmiðlanefnd ákveðið að leggja stjórnvaldssekt á Sýn í samræmi við lög um fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd telji hæfilegt að sektin nemi 1.500.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar hafi verið tekið mið af því að Sýn hefur margítrekað brotið gegn ákvæði laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Jafnframt hafi verið litið til eðlis brots Sýnar og atvika máls að öðru leyti. Vísir er í eigu Sýnar.
Auglýsinga- og markaðsmál Áfengi og tóbak Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira