„Það er ekki allt fyrir alla og það er allt í lagi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. desember 2023 16:01 Listakonan Kristín Mjöll stendur fyrir sýningunni Skrúður í versluninni Andrá. Aðsend „Það er alltaf berskjaldandi að sýna listina sína en það er aðeins auðveldara nú í annað sinn,“ segir listakonan Kristín Mjöll sem stendur fyrir sýningunni Skrúður í tískuversluninni Andrá. Skrúður er önnur einkasýning Kristínar en Villiblóm, fyrri sýning hennar, var haldin haustið 2021. Á sýningunni Villiblóm tók Kristín fyrir villtar íslenskar jurtir og blóm sem gjarnan voru notuð sem nytjajurtir. Inntak sýningarinnar Skrúður eru blóm sem mörg hver voru upphaflega flutt inn sem skrúðblóm en dreifðu sér og vaxa nú villt í íslenskri náttúru. „Hvert og eitt blóm er litagreint og eru litir blómsins notaðir á abstrakt máta við að afbyggja viðfangsefnið og skapa nýja nálgun fyrir áhorfandann í málverki.“ Fjalldalafífill eftir Kristínu Mjöll.Aðsend Blómin hafa löngum heillað Kristínu Mjöll. „Ég byrjaði að safna blómum í fyrra sumar, bæði þau sem ég hafði ekki séð áður og þau sem ég þekkti fyrir. Ég sat uppi með slatta af þurrkuðum blómum eftir sumarið sem ég vissi ekki alveg hvað ég átti að gera við. Þegar ég fór að googla og grennslast fyrir um blómin kom ýmislegur fróðleikur í ljós, hvaða nytjar plönturnar höfðu, margar hverjar voru notaðar til hinna ýmsu lækninga áður fyrr og jafnvel enn í dag. Mér fannst áhugavert að skoða skoða sögu blómanna. Skrúður er framhald af Villiblómum frá því í fyrra en hér tek ég frekar fyrir skrúðplöntur sem gjarnan hafa slæðst úr görðum og vaxið villt eða vaxa bæði villt og eru ræktaðar til skrúðs.“ Þessi mynd er meðal verka Kristínar Mjallar á sýningunni. Aðsend Kristín sækir innblásturinn víða og má þar nefna í íslenska sögu, gjörningalist, vísindi, þjóðsögur og leik. Hún segir alltaf ákveðið ferli að afhjúpa listsköpunina. „Það er alltaf berskjaldandi að sýna listina sína en það er aðeins auðveldara nú í annað sinn. Ég reyni að hafa það hugfast að þetta er uppskera rannsóknarvinnu sem ég elska og er gaman að deila með öðrum sem hafa líka gaman af. Það er ekki allt fyrir alla og það er líka bara allt í lagi.“ View this post on Instagram A post shared by Kristín Johnsen (@kmbjohnsen) Menning Myndlist Sýningar á Íslandi Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Skrúður er önnur einkasýning Kristínar en Villiblóm, fyrri sýning hennar, var haldin haustið 2021. Á sýningunni Villiblóm tók Kristín fyrir villtar íslenskar jurtir og blóm sem gjarnan voru notuð sem nytjajurtir. Inntak sýningarinnar Skrúður eru blóm sem mörg hver voru upphaflega flutt inn sem skrúðblóm en dreifðu sér og vaxa nú villt í íslenskri náttúru. „Hvert og eitt blóm er litagreint og eru litir blómsins notaðir á abstrakt máta við að afbyggja viðfangsefnið og skapa nýja nálgun fyrir áhorfandann í málverki.“ Fjalldalafífill eftir Kristínu Mjöll.Aðsend Blómin hafa löngum heillað Kristínu Mjöll. „Ég byrjaði að safna blómum í fyrra sumar, bæði þau sem ég hafði ekki séð áður og þau sem ég þekkti fyrir. Ég sat uppi með slatta af þurrkuðum blómum eftir sumarið sem ég vissi ekki alveg hvað ég átti að gera við. Þegar ég fór að googla og grennslast fyrir um blómin kom ýmislegur fróðleikur í ljós, hvaða nytjar plönturnar höfðu, margar hverjar voru notaðar til hinna ýmsu lækninga áður fyrr og jafnvel enn í dag. Mér fannst áhugavert að skoða skoða sögu blómanna. Skrúður er framhald af Villiblómum frá því í fyrra en hér tek ég frekar fyrir skrúðplöntur sem gjarnan hafa slæðst úr görðum og vaxið villt eða vaxa bæði villt og eru ræktaðar til skrúðs.“ Þessi mynd er meðal verka Kristínar Mjallar á sýningunni. Aðsend Kristín sækir innblásturinn víða og má þar nefna í íslenska sögu, gjörningalist, vísindi, þjóðsögur og leik. Hún segir alltaf ákveðið ferli að afhjúpa listsköpunina. „Það er alltaf berskjaldandi að sýna listina sína en það er aðeins auðveldara nú í annað sinn. Ég reyni að hafa það hugfast að þetta er uppskera rannsóknarvinnu sem ég elska og er gaman að deila með öðrum sem hafa líka gaman af. Það er ekki allt fyrir alla og það er líka bara allt í lagi.“ View this post on Instagram A post shared by Kristín Johnsen (@kmbjohnsen)
Menning Myndlist Sýningar á Íslandi Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira