Í áfalli og ósofin: Fóru með verðmæti til Grindavíkur í gær Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. desember 2023 11:36 Inga Marín er búsett í Grindavík ásamt eiginmanni sínum og börnum. Samsett mynd Íbúi í Grindavík segir fréttir gærkvöldisins hafa verið mikið áfall þrátt fyrir að eldgosinu fylgi einnig léttir. Fjölskyldan hafi farið í gær með verðmæti aftur til Grindavíkur í kjölfar ummæla lögreglustjórans á Suðurnesjum um að hann teldi líklegt að Grindvíkingar gætu haldið jól heima. Þau séu nú í áfalli og ósofin. Inga Marín, íbúi í Grindavík, segir það hafa verið mikið áfall þegar eldgosið hófst í gærkvöldi. „Maður er náttúrulega bara í sjokki en á sama tíma er þetta smá léttir að það skuli vera byrjað að gjósa,“ segir Inga og bætir við að gosinu fylgi miklar tilfinningar. Fæstir hafi ætlað að halda jól í Grindavík Fjölskyldan er á leið til Kanaríeyja á morgun til að halda jól og voru því ekki með væntingar um að halda jól heima í Grindavík líkt og sumir. „Ég held að fæstir hafi verið það, allavega ekki barnafólk. Mér skilst á flestum að þeir hafi ætlað að halda jólin þar sem þeir eru,“ segir Inga. Inga og fjölskylda hennar fréttu af eldgosinu á Facebook í gærkvöldi og segir hún fréttaflutning ekki hafa verið góðan sökum þess hve seint upplýsingar bárust. „RÚV var meira að segja með Silfur Egils í gangi, slökkti ekki á því. Það eru mjög margir ósáttir við það.“ Inga segir upplýsingar ekki hafa borist nægilega hratt miðað við allt sem á undan hafi gengið. Fóru með verðmæti aftur heim í gær Þá hafi fjölskyldan farið til baka með verðmæti, meðal annars sérútbúinn jeppa, til Grindavíkur síðdegis í gær vegna yfirlýsinga lögreglustjórans á Suðurnesjum upp úr hádegi í gær um að líklegt væri að Grindvíkingar gætu haldið jól í bænum. „Það eru mjög mikil verðmæti í þessu, bara bíllinn er um tíu milljónir,“ segir Inga. Fjölskyldan hafi talið skynsamlegra að geyma vinnutengd verkfæri og jeppann inni, í Grindavík, í stað þess að geyma þetta í bílnum úti í Reykjavík yfir jólin. „Við erum í áfalli og við erum ekkert búin að sofa í nótt,“ segir hún. Þrátt fyrir allt eru Inga og fjölskylda bjartsýn og hlakka til að flytja aftur heim til Grindavíkur. „Grindvíkingar eru svo samheldið fólk og þetta þjappar okkur enn meira saman,“ segir Inga og bætir við: „Þessi bær var sterkur og samheldinn en hann er miklu sterkari núna.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Eldgosið hefur ekki áhrif á flug Icelandair Eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærkvöldi hefur ekki áhrif á flugáætlun Icelandair eins og staðan er nú. 19. desember 2023 10:13 Von á erlendum fjölmiðlum og fjölmiðlamiðstöðin opnuð á ný Fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla, vegna eldgossins á Reykjanesi sem hófst í gærkvöldi, verður opnuð í Hafnarfirði á ný í dag að sögn ferðamálastjóra. Eldgosið hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni klukkan 22:17 í gærkvöldi. 19. desember 2023 10:27 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Inga Marín, íbúi í Grindavík, segir það hafa verið mikið áfall þegar eldgosið hófst í gærkvöldi. „Maður er náttúrulega bara í sjokki en á sama tíma er þetta smá léttir að það skuli vera byrjað að gjósa,“ segir Inga og bætir við að gosinu fylgi miklar tilfinningar. Fæstir hafi ætlað að halda jól í Grindavík Fjölskyldan er á leið til Kanaríeyja á morgun til að halda jól og voru því ekki með væntingar um að halda jól heima í Grindavík líkt og sumir. „Ég held að fæstir hafi verið það, allavega ekki barnafólk. Mér skilst á flestum að þeir hafi ætlað að halda jólin þar sem þeir eru,“ segir Inga. Inga og fjölskylda hennar fréttu af eldgosinu á Facebook í gærkvöldi og segir hún fréttaflutning ekki hafa verið góðan sökum þess hve seint upplýsingar bárust. „RÚV var meira að segja með Silfur Egils í gangi, slökkti ekki á því. Það eru mjög margir ósáttir við það.“ Inga segir upplýsingar ekki hafa borist nægilega hratt miðað við allt sem á undan hafi gengið. Fóru með verðmæti aftur heim í gær Þá hafi fjölskyldan farið til baka með verðmæti, meðal annars sérútbúinn jeppa, til Grindavíkur síðdegis í gær vegna yfirlýsinga lögreglustjórans á Suðurnesjum upp úr hádegi í gær um að líklegt væri að Grindvíkingar gætu haldið jól í bænum. „Það eru mjög mikil verðmæti í þessu, bara bíllinn er um tíu milljónir,“ segir Inga. Fjölskyldan hafi talið skynsamlegra að geyma vinnutengd verkfæri og jeppann inni, í Grindavík, í stað þess að geyma þetta í bílnum úti í Reykjavík yfir jólin. „Við erum í áfalli og við erum ekkert búin að sofa í nótt,“ segir hún. Þrátt fyrir allt eru Inga og fjölskylda bjartsýn og hlakka til að flytja aftur heim til Grindavíkur. „Grindvíkingar eru svo samheldið fólk og þetta þjappar okkur enn meira saman,“ segir Inga og bætir við: „Þessi bær var sterkur og samheldinn en hann er miklu sterkari núna.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Eldgosið hefur ekki áhrif á flug Icelandair Eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærkvöldi hefur ekki áhrif á flugáætlun Icelandair eins og staðan er nú. 19. desember 2023 10:13 Von á erlendum fjölmiðlum og fjölmiðlamiðstöðin opnuð á ný Fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla, vegna eldgossins á Reykjanesi sem hófst í gærkvöldi, verður opnuð í Hafnarfirði á ný í dag að sögn ferðamálastjóra. Eldgosið hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni klukkan 22:17 í gærkvöldi. 19. desember 2023 10:27 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Eldgosið hefur ekki áhrif á flug Icelandair Eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærkvöldi hefur ekki áhrif á flugáætlun Icelandair eins og staðan er nú. 19. desember 2023 10:13
Von á erlendum fjölmiðlum og fjölmiðlamiðstöðin opnuð á ný Fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla, vegna eldgossins á Reykjanesi sem hófst í gærkvöldi, verður opnuð í Hafnarfirði á ný í dag að sögn ferðamálastjóra. Eldgosið hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni klukkan 22:17 í gærkvöldi. 19. desember 2023 10:27