Davíð seldur til Álasunds Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2023 15:31 Davíð Snær Jóhannsson bætist í hóp Íslendinga sem spilað hafa fyrir Álasund. Hér er hann mættur í búningsklefa félagsins. Aalesund FH-ingar hafa selt einn sinn albesta leikmann á síðustu leiktíð, U21-landsliðsmanninn Davíð Snæ Jóhannsson, til norska knattspyrnufélagsins Álasunds. Davíð skrifaði undir samning við Álasund sem gildir til ársins 2028, en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Álasund leikur í næstefstu deild Noregs á næstu leiktíð eftir að hafa fallið úr úrvalsdeild í síðasta mánuði. Davíð átti frábært tímabil fyrir FH í ár og skoraði sjö mörk og átti sjö stoðsendingar í 23 leikjum, en FH endaði í 5. sæti Bestu deildarinnar. Davíð Snær seldur til Ålesund FK #TakkDavíð pic.twitter.com/3493KO4shE— FHingar (@fhingar) December 19, 2023 „Davíð er spennandi leikmaður og flottur náungi. Hann er með hungrið, hjartað og góðan karakter sem er mikilvægt bæði innan og utan vallar. Hann hefur unnið sig upp og öðlast reynslu í gegnum U21-landsliðið og með dvöl hjá Lecce á Ítalíu. Það verður gleðilegt að fá Davíð til Álasunds og vinna í því að þróa hann áfram með okkur í AaFK næstu árin,“ sagði Christian Johnsen, þjálfari Álasunds. View this post on Instagram A post shared by AaFK - Aalesunds Fotballklubb (@aalesundsfk) Á heimasíðu félagsins er þess getið að faðir Álasunds, Jóhann Birnir Guðmundsson, hafi einnig spilað í Noregi og Davíð hafi því tengingu við landið nú þegar. Jóhann var leikmaður Lyn. „Ég er fæddur í Osló og við fórum svo til Svíþjóðar þegar ég var eins árs. Ég tala því ágætis sænsku því við bjuggum þar í fimm ár. Í dag á ég erfitt með að skilja norskuna en ég held að það taki ekki langan tíma að laga það,“ sagði Davíð sem kveðst afar spenntur fyrir því að vera genginn til liðs við Álasund. Hann hafi heyrt margt gott um félagið frá öðrum Íslendingum en með liðinu hafa til að mynda spilað þeir Aron Elís Þrándarson, Daníel Leó Grétarsson, Adam Örn Arnarson og Hólmbert Aron Friðjónsson. Davíð, sem á að baki 45 leiki fyrir yngri landslið Íslands, er uppalinn í Keflavík og hefur spilað 74 leiki í efstu deild hér á landi. Hann var á mála hjá ítalska félaginu Lecce fyrri hluta árs 2022 áður en hann gekk í raðir FH. Norski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Davíð skrifaði undir samning við Álasund sem gildir til ársins 2028, en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Álasund leikur í næstefstu deild Noregs á næstu leiktíð eftir að hafa fallið úr úrvalsdeild í síðasta mánuði. Davíð átti frábært tímabil fyrir FH í ár og skoraði sjö mörk og átti sjö stoðsendingar í 23 leikjum, en FH endaði í 5. sæti Bestu deildarinnar. Davíð Snær seldur til Ålesund FK #TakkDavíð pic.twitter.com/3493KO4shE— FHingar (@fhingar) December 19, 2023 „Davíð er spennandi leikmaður og flottur náungi. Hann er með hungrið, hjartað og góðan karakter sem er mikilvægt bæði innan og utan vallar. Hann hefur unnið sig upp og öðlast reynslu í gegnum U21-landsliðið og með dvöl hjá Lecce á Ítalíu. Það verður gleðilegt að fá Davíð til Álasunds og vinna í því að þróa hann áfram með okkur í AaFK næstu árin,“ sagði Christian Johnsen, þjálfari Álasunds. View this post on Instagram A post shared by AaFK - Aalesunds Fotballklubb (@aalesundsfk) Á heimasíðu félagsins er þess getið að faðir Álasunds, Jóhann Birnir Guðmundsson, hafi einnig spilað í Noregi og Davíð hafi því tengingu við landið nú þegar. Jóhann var leikmaður Lyn. „Ég er fæddur í Osló og við fórum svo til Svíþjóðar þegar ég var eins árs. Ég tala því ágætis sænsku því við bjuggum þar í fimm ár. Í dag á ég erfitt með að skilja norskuna en ég held að það taki ekki langan tíma að laga það,“ sagði Davíð sem kveðst afar spenntur fyrir því að vera genginn til liðs við Álasund. Hann hafi heyrt margt gott um félagið frá öðrum Íslendingum en með liðinu hafa til að mynda spilað þeir Aron Elís Þrándarson, Daníel Leó Grétarsson, Adam Örn Arnarson og Hólmbert Aron Friðjónsson. Davíð, sem á að baki 45 leiki fyrir yngri landslið Íslands, er uppalinn í Keflavík og hefur spilað 74 leiki í efstu deild hér á landi. Hann var á mála hjá ítalska félaginu Lecce fyrri hluta árs 2022 áður en hann gekk í raðir FH.
Norski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira