Refsiábyrgð heilbrigðisstofnana orðin að lögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2023 16:06 Frumvarp Willums Þórs Þórssonar um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana er orðið að lögum. Vísir/Vilhelm Frumvarp Willums Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana og rannsóknir alvarlegra atvika hefur verið samþykkt á Alþingi. Markmið laganna er að auka öryggi sjúklinga og segir ráðherra þau marka tímamót. Greidd voru atkvæði um frumvarpið á þingi 16. desember, síðastliðinn laugardag. Fimmtíu og þrír greiddu atkvæði með frumvarpinu en tíu voru fjarverandi. Haft er eftir Willum í tilkynningu að breytingin marki tímamót. „Það hefur lengi verið kallað eftir [þessu] og að baki liggja sterk rök, skýr markmið og vönduð vinna. Þetta er réttlætismál sem snýr jafnframt að heilbrigðisstarfsfólki og sjúklingum og er án efa mikilvægt framfaraskref,“ er haft eftir Willum. Refsiábyrgð á hendur stofnunum frekar en einstaka starfsmönnum Meðal markmiða laganna er að auka öryggi sjúklinga, efla öryggismenningu innan heilbrigðiskerfisins og fækka alvarlegum atvikum. Þá eiga þau að bæta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna með því að skýra og auka réttaröryggi þeirra. Með lagasetningunni verður unnt að koma fram refsiábyrgð á hendur heilbrigðisstofnunum fremur en einstaka heilbrigðisstarfsmönnum ef margir samverkandi þættir eða rök atvika eru orsök alvarlegs atviks í heilbrigðisþjónustu. „Hingað til hafa rannsóknir alvarlegra atvika jafnan beinst að ábyrgð einstakra starfsmanna, þrátt fyrir að orsökina megi oftast rekja til kerfislægra þátta. Að sama skapi hefur refsiábyrgð einkum snúist um sök einstaklinga.“ Aðstæður ófullnægjandi Mál af þessu tagi sem vakti mikla athygli er mál hjúkrunarfræðings sem var ákærð fyrir að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana árið 2021 með því að hafa neytt ofan í hann næringardrykk svo hann kafnaði. Fram kom við aðalmeðferð í málinu að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar sjúklingurinn lést. Innri rannsókn spítalans hafi leitt í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn var ekki vistaður á heppilegum stað. Hjúkrunarfræðingurinn, Steina Árnadóttir, var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðismenn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Alþingi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Greidd voru atkvæði um frumvarpið á þingi 16. desember, síðastliðinn laugardag. Fimmtíu og þrír greiddu atkvæði með frumvarpinu en tíu voru fjarverandi. Haft er eftir Willum í tilkynningu að breytingin marki tímamót. „Það hefur lengi verið kallað eftir [þessu] og að baki liggja sterk rök, skýr markmið og vönduð vinna. Þetta er réttlætismál sem snýr jafnframt að heilbrigðisstarfsfólki og sjúklingum og er án efa mikilvægt framfaraskref,“ er haft eftir Willum. Refsiábyrgð á hendur stofnunum frekar en einstaka starfsmönnum Meðal markmiða laganna er að auka öryggi sjúklinga, efla öryggismenningu innan heilbrigðiskerfisins og fækka alvarlegum atvikum. Þá eiga þau að bæta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna með því að skýra og auka réttaröryggi þeirra. Með lagasetningunni verður unnt að koma fram refsiábyrgð á hendur heilbrigðisstofnunum fremur en einstaka heilbrigðisstarfsmönnum ef margir samverkandi þættir eða rök atvika eru orsök alvarlegs atviks í heilbrigðisþjónustu. „Hingað til hafa rannsóknir alvarlegra atvika jafnan beinst að ábyrgð einstakra starfsmanna, þrátt fyrir að orsökina megi oftast rekja til kerfislægra þátta. Að sama skapi hefur refsiábyrgð einkum snúist um sök einstaklinga.“ Aðstæður ófullnægjandi Mál af þessu tagi sem vakti mikla athygli er mál hjúkrunarfræðings sem var ákærð fyrir að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana árið 2021 með því að hafa neytt ofan í hann næringardrykk svo hann kafnaði. Fram kom við aðalmeðferð í málinu að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar sjúklingurinn lést. Innri rannsókn spítalans hafi leitt í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn var ekki vistaður á heppilegum stað. Hjúkrunarfræðingurinn, Steina Árnadóttir, var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðismenn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Alþingi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira