Sport

Dag­skráin í dag: Liverpool mætir West Ham, HM í pílu, franski boltinn og NHL

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Liverpool og West Ham eigast við í enska deildarbikarnum í kvöld.
Liverpool og West Ham eigast við í enska deildarbikarnum í kvöld. Vísir/Getty

Sportrásir Stöðvar 2 og Vodafone bjóða upp á fimm beinar útsendingar á þessum síðasta miðvikudegi fyrir jól. 

Við hefjum leik í Alexandra Palace þar sem heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram. Bein útsending hefst klukkan 12:25 á Vodafone Sport og verður fylgst með pílunni langt fram eftir degi.

Klukkan 18:55 er svo komið að beinni útsendingu frá viðureign Strasbourg og Lille í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Stöð 2 Sport 2. Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille sitja í fjórða sæti deildarinnar og geta komið sér upp í þriðja sæti með sigri.

Þá eigast Liverpool og West Ham við í úrvalsdeildarslag í enska deildarbikarnum í knattspyrnu á Vodafone Sport klukkan 19:55.

Klukkan 20:00 hefur spurningaþátturinn Heiðursstúkan göngu sína á ný á Stöð 2 Sport áður en viðureign Capitals og Islanders í NHL-deildinni í íshokkí lokar dagskránni klukkan 00:35 eftir miðnætti á Vodafone Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×