Íbúar Suðurnesja léttir en þreyttir Margrét Björk Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. desember 2023 22:52 Marín Ásta Hjartardóttir hafði mestar áhyggjur af gasmengun. Annar hélt að Suðurnesin væru hreinlega að klofna í sundur. Vísir Hljóðið í íbúum Suðurnesja sem fréttastofa náði tali af í dag var ágætt, þrátt fyrir að margir hafi verið þreyttir eftir að hafa fylgst með fréttum af eldgosi nánast í bakgarðinum fram eftir nóttu. Kristín Arna Hjaltadóttir var nýkomin til landsins og að keyra Reykjanesbrautina þegar hún horfði á gosið hefjast. „Ég sá náttúrulega strax hvað var að gerast og hversu stórt þetta var. Þannig maður varð alveg skelkaður. Ég fylgdist svo bara með fréttum til svona eitt og fór svo að sofa,“ sagði hún í samtali við Berghildi Erlu, fréttamann Stöðvar tvö sem tók púlsinn á íbúum Voga í dag. Kristín sagðist þó ekki hafa fundið fyrir hræðslu en hafi haft áhyggjur af því að þurfa mögulega að að yfirgefa heimili sitt ef Vogar yrðu rýmdir. Hún beið því með að taka upp úr ferðatöskum. Vinkona hennar, Marín Ásta Hjartardóttir tók í svipaðan streng. „Svona miðað við af því að ég sá þetta bara út um gluggann heima hjá mér. En svo þegar ég vaknaði í morgun sá ég eiginlega ekki neitt lengur. Þá var ég eiginlega bara hætt að pæla í hvort þyrfti að rýma.“ Hélt að Suðurnesin væru að klofna í sundur Ari Lár Ólafsson íbúi í Keflavík segist hafa mætt illa sofinn í vinnuna í morgun eftir að hafa fylgst með fréttum fram eftir nóttu. „Þetta var nú dálítið furðulegt,“ sagði Ari. „Ég hef séð ýmislegt en miðað við eldtungurnar hafi hann haldið að Suðurnesin væru að klofna í sundur.“ Bara vá. Það var það eina sem maður gat sagt. Þetta var svakalegt. Fjölskyldan sé búin að gera ráðstafanir, væru með vatn í flöskum og mat í frysti ef til þess kæmi leiðslur HS veitna yrðu fyrir skemmdum. Hélt að gosið væri búið í morgun Svava Rut Jónsdóttir íbúi í Innri-Njarðvík hélt að eldgosið væri mun nær en það reyndist vegna bjarmans sem var fyrir utan gluggann hennar í gærkvöldi. „Ég var að gera neglurnar mínar og þá sé ég allt í einu svakalegan bjarma, bara eins og þetta hafi verið í bakgarðinum mínum.“ Hvernig varð þér við? „Ég kallaði á manninn minn „komdu strax,“ mér fannst þetta vera miklu nær. Þannig við fórum strax að kíkja hvar þetta væri og þá var þetta ekki eins nálægt og manni fannst. Við vorum aðalega að pæla með gasmengunina af því að við sáum reykinn fara yfir okkur. við lokuðum gluggunum og svona.“ Í morgun hafi hún litið út um gluggan en ekki séð neitt. „Ég hélt að þetta væri búið. Svo sá maður fréttirnar og þetta var ennþá í gangi, kannski sést þetta betur í myrkrinu.“ Katrín Rut, íbúi á Ásbrú segir eldgosið hafa verið eins og stærstu áramótabrennu sem hún hefur séð í gærkvöldi. „Þetta var rosalegt. Magnað sjónarspil. Magnað að upplifa og sjá þetta, þetta leit út fyrir að vera svo nálægt.“ Þegar hún vaknaði í morgun hafði staðan breyst mikið. „Við vorum farin að fylla vatnsflöskur í gærkvöldi, það var búið að segja okkur að vera undirbúin. Maður veit ekkert við hverju á að búast.“ Katrín verslaði aukalega inn í dag. „Það er alltaf gott að hafa nóg til í frystinum, maður veit ekkert hvað gerist." Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Kristín Arna Hjaltadóttir var nýkomin til landsins og að keyra Reykjanesbrautina þegar hún horfði á gosið hefjast. „Ég sá náttúrulega strax hvað var að gerast og hversu stórt þetta var. Þannig maður varð alveg skelkaður. Ég fylgdist svo bara með fréttum til svona eitt og fór svo að sofa,“ sagði hún í samtali við Berghildi Erlu, fréttamann Stöðvar tvö sem tók púlsinn á íbúum Voga í dag. Kristín sagðist þó ekki hafa fundið fyrir hræðslu en hafi haft áhyggjur af því að þurfa mögulega að að yfirgefa heimili sitt ef Vogar yrðu rýmdir. Hún beið því með að taka upp úr ferðatöskum. Vinkona hennar, Marín Ásta Hjartardóttir tók í svipaðan streng. „Svona miðað við af því að ég sá þetta bara út um gluggann heima hjá mér. En svo þegar ég vaknaði í morgun sá ég eiginlega ekki neitt lengur. Þá var ég eiginlega bara hætt að pæla í hvort þyrfti að rýma.“ Hélt að Suðurnesin væru að klofna í sundur Ari Lár Ólafsson íbúi í Keflavík segist hafa mætt illa sofinn í vinnuna í morgun eftir að hafa fylgst með fréttum fram eftir nóttu. „Þetta var nú dálítið furðulegt,“ sagði Ari. „Ég hef séð ýmislegt en miðað við eldtungurnar hafi hann haldið að Suðurnesin væru að klofna í sundur.“ Bara vá. Það var það eina sem maður gat sagt. Þetta var svakalegt. Fjölskyldan sé búin að gera ráðstafanir, væru með vatn í flöskum og mat í frysti ef til þess kæmi leiðslur HS veitna yrðu fyrir skemmdum. Hélt að gosið væri búið í morgun Svava Rut Jónsdóttir íbúi í Innri-Njarðvík hélt að eldgosið væri mun nær en það reyndist vegna bjarmans sem var fyrir utan gluggann hennar í gærkvöldi. „Ég var að gera neglurnar mínar og þá sé ég allt í einu svakalegan bjarma, bara eins og þetta hafi verið í bakgarðinum mínum.“ Hvernig varð þér við? „Ég kallaði á manninn minn „komdu strax,“ mér fannst þetta vera miklu nær. Þannig við fórum strax að kíkja hvar þetta væri og þá var þetta ekki eins nálægt og manni fannst. Við vorum aðalega að pæla með gasmengunina af því að við sáum reykinn fara yfir okkur. við lokuðum gluggunum og svona.“ Í morgun hafi hún litið út um gluggan en ekki séð neitt. „Ég hélt að þetta væri búið. Svo sá maður fréttirnar og þetta var ennþá í gangi, kannski sést þetta betur í myrkrinu.“ Katrín Rut, íbúi á Ásbrú segir eldgosið hafa verið eins og stærstu áramótabrennu sem hún hefur séð í gærkvöldi. „Þetta var rosalegt. Magnað sjónarspil. Magnað að upplifa og sjá þetta, þetta leit út fyrir að vera svo nálægt.“ Þegar hún vaknaði í morgun hafði staðan breyst mikið. „Við vorum farin að fylla vatnsflöskur í gærkvöldi, það var búið að segja okkur að vera undirbúin. Maður veit ekkert við hverju á að búast.“ Katrín verslaði aukalega inn í dag. „Það er alltaf gott að hafa nóg til í frystinum, maður veit ekkert hvað gerist."
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira