Ómar fór á kostum er Magdeburg komst á toppinn með risasigri Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. desember 2023 21:04 Ómar Ingi var kominn með níu mörk í fyrri hálfleik. Mario Hommes/Getty Images Ómar Ingi Magnússon átti sannkallaðan stórleik er Magdeburg endurheimti toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með risasigri gegn Hamburg á útivelli í kvöld, 28-43. Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur tóku gestirnir í Magdeburg öll völd á vellinum og gerðu í raun út um leikinn í fyrri hálfleik. Magdeburg leiddi með tveimur mörkum í stöðunni 6-8 snemma í leiknum, en liðið skoraði hvorki fleiri né færri en 19 mörk gegn aðeins þremur mörkum heimamanna það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og fór því með 18 marka forskot inn í hléið í stöðunni 9-27. Halbzeit in Hamburg! ⏳Läuft 💚❤️ Wir führen mehr als deutlich in Hamburg mit 2️⃣7️⃣:9️⃣ zur Pause.🤯Mega - was ihr für Stimmung in der Bude macht! ______#SCMHUJA I 📸 pic.twitter.com/PtQYDVRLYJ— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) December 19, 2023 Gestirnir gátu leyft sér að slaka aðeins á í síðari hálfleik og hægt og rólega dró saman með liðunum. Brekkan var þó löngu orðin of brött fyrir haimemenn og Magdeburg vann að lokum afar öruggan 15 marka sigur, 28-43. Ómar Ingi var markahæsti maður vallarins með 11 mörk fyrir Magdeburg, en þar af skoraði hann níu í fyrri hálfleik. Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk fyrir liðið og Gísli Þorgeir Kristjánsson, sem er að ná vopnum sínum í tæka tíð fyrir Evrópumótið sem hefst í næsta mánuði, skoraði þrjú. Með sigrinum endurheimti Magdeburg toppsæti þýsku deildarinnar, en liðið er nú með 30 stig eftir 17 leiki, jafn mörg og Füchse Berlin sem situr í öðru sæti. Hamburg situr hins vegar í 12. sæti með 13 stig. Þá skoraði Teitur Örn Einarsson sjö mörk fyrir Flensburg er liðið vann fimm marka sigur gegn Lemgo fyrr í dag, 34-29, og Oddur Grétarsson skoraði fimm mörk fyrir HBW Balingen-Weilstetten er liðið gerði 22-22 jafntefli gegn Erlangen. Þýski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Sjá meira
Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur tóku gestirnir í Magdeburg öll völd á vellinum og gerðu í raun út um leikinn í fyrri hálfleik. Magdeburg leiddi með tveimur mörkum í stöðunni 6-8 snemma í leiknum, en liðið skoraði hvorki fleiri né færri en 19 mörk gegn aðeins þremur mörkum heimamanna það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og fór því með 18 marka forskot inn í hléið í stöðunni 9-27. Halbzeit in Hamburg! ⏳Läuft 💚❤️ Wir führen mehr als deutlich in Hamburg mit 2️⃣7️⃣:9️⃣ zur Pause.🤯Mega - was ihr für Stimmung in der Bude macht! ______#SCMHUJA I 📸 pic.twitter.com/PtQYDVRLYJ— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) December 19, 2023 Gestirnir gátu leyft sér að slaka aðeins á í síðari hálfleik og hægt og rólega dró saman með liðunum. Brekkan var þó löngu orðin of brött fyrir haimemenn og Magdeburg vann að lokum afar öruggan 15 marka sigur, 28-43. Ómar Ingi var markahæsti maður vallarins með 11 mörk fyrir Magdeburg, en þar af skoraði hann níu í fyrri hálfleik. Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk fyrir liðið og Gísli Þorgeir Kristjánsson, sem er að ná vopnum sínum í tæka tíð fyrir Evrópumótið sem hefst í næsta mánuði, skoraði þrjú. Með sigrinum endurheimti Magdeburg toppsæti þýsku deildarinnar, en liðið er nú með 30 stig eftir 17 leiki, jafn mörg og Füchse Berlin sem situr í öðru sæti. Hamburg situr hins vegar í 12. sæti með 13 stig. Þá skoraði Teitur Örn Einarsson sjö mörk fyrir Flensburg er liðið vann fimm marka sigur gegn Lemgo fyrr í dag, 34-29, og Oddur Grétarsson skoraði fimm mörk fyrir HBW Balingen-Weilstetten er liðið gerði 22-22 jafntefli gegn Erlangen.
Þýski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Sjá meira