Eftir markalaust jafntefli Liverpool og United á sunnudaginn gagnrýndi Van Dijk leikstíl United og sagði liðið ekki hafa spilað til sigurs. Keane var ekki sáttur við ummæli Van Dijks og skaut nokkuð fast á Hollendinginn.
„Þetta er hroki. Þú þarft að mæta og gera þetta. Það er það sem frábær lið gera. Liverpool hefur unnið einn deildina einu sinni á síðustu þrjátíu árum,“ sagði Keane á Sky Sports.
Phil Thompson, sem vann 23 titla sem leikmaður Liverpool á árunum 1971-84, fannst ekki mikið til ummæla Keanes koma.
„Mér fannst Van Dijk ekki hrokafullur. Hann sagði bara sína skoðun, eins og Keane og Gary Neville gera. Þetta var ekki hrokafullt á neinn hátt. Þetta var meiri pirringur,“ sagði Thompson.
„Fyrir Roy Keane að saka fólk um hroka, í alvöru. Ég elska Roy en hann endurtók þetta orð í sífellu. Roy, fáðu þér líf.“
Roy, just get a life!
— talkSPORT (@talkSPORT) December 19, 2023
Van Dijk wasn t arrogant! For Roy Keane to be talking about arrogance do me a favour! @Phil_Thompson4 slams Roy Keane for calling Van Dijk arrogant after #LFC v #MUFC. pic.twitter.com/6rOgPygr4D
Liverpool missti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar til Arsenal um helgina. Einu stigi munar á liðunum. United er í 7. sæti deildarinnar.