Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. desember 2023 07:06 Börn fá aðhlynningu á spítala eftir loftárásir Ísraelsmanna. AP/Marwan Saleh Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. Yfirvöld á Gasa segja um 20 þúsund manns hafa látist í aðgerðum Ísraelsmanna og Thurtle segir ómögulegt að skipuleggja viðbragð við hörmungunum á meðan árásir standa yfir. Fleiri og fleiri borgarar verði sjúklingar á degi hverjum og fólk hafi ekki í neitt öruggt skjól að leita. Ísraelsmenn hafa sagst vera reiðubúnir til að semja um annað hlé á átökum en hafa á sama tíma heitið því að láta ekki af aðgerðum fyrr en Hamas-samtökin hafa verið upprætt. „Við erum að láta vítislogum rigna á Hamas,“ sagði forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu í gær. Thurtle hefur verið stödd í Austur-Jerúsalem þar sem hún hefur skipulagt starf Lækna án landamæra á Gasa og segir þá fáu spítala sem enn séu starfhæfir fulla af sjúklingum og fólki á vergangi. Af þeim 150 til 200 einstaklingum sem séu fluttir til al-Aqsa sjúkrahússins á degi hverjum sé um þriðjungur látinn þegar þangað er komið. Hlutfall barna sé afar hátt. Upplýsingar hvað þetta varðar hafi verið misvísindai en þetta sé sá raunveruleiki sem samtökin hafi upplifað á vettvangi. Chris Hook, sem hefur farið fyrir aðgerðum á Gasa, sagði fyrr í vikunni að læknar á Nasser-sjúkrahúsinu þyrftu að „stíga yfir lík barna til að veita öðrum börnum aðstoð sem myndu deyja hvort sem er“. Thurtle segir talsmenn Lækna án landamæra hafa ákveðið að stíga fram og lýsa upplifun sinni til að vega upp á móti orðræðu fólk sem væri ekki á vettvangi og hefði ekki vit á því sem það væri að segja. „Við höfum verið sökuð um að vera hlutdræg í þessum átökum en það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það er ekki hlutdrægni að lýsa því sem heilbrigðisstarfsmenn eru að upplifa,“ segir hún. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Yfirvöld á Gasa segja um 20 þúsund manns hafa látist í aðgerðum Ísraelsmanna og Thurtle segir ómögulegt að skipuleggja viðbragð við hörmungunum á meðan árásir standa yfir. Fleiri og fleiri borgarar verði sjúklingar á degi hverjum og fólk hafi ekki í neitt öruggt skjól að leita. Ísraelsmenn hafa sagst vera reiðubúnir til að semja um annað hlé á átökum en hafa á sama tíma heitið því að láta ekki af aðgerðum fyrr en Hamas-samtökin hafa verið upprætt. „Við erum að láta vítislogum rigna á Hamas,“ sagði forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu í gær. Thurtle hefur verið stödd í Austur-Jerúsalem þar sem hún hefur skipulagt starf Lækna án landamæra á Gasa og segir þá fáu spítala sem enn séu starfhæfir fulla af sjúklingum og fólki á vergangi. Af þeim 150 til 200 einstaklingum sem séu fluttir til al-Aqsa sjúkrahússins á degi hverjum sé um þriðjungur látinn þegar þangað er komið. Hlutfall barna sé afar hátt. Upplýsingar hvað þetta varðar hafi verið misvísindai en þetta sé sá raunveruleiki sem samtökin hafi upplifað á vettvangi. Chris Hook, sem hefur farið fyrir aðgerðum á Gasa, sagði fyrr í vikunni að læknar á Nasser-sjúkrahúsinu þyrftu að „stíga yfir lík barna til að veita öðrum börnum aðstoð sem myndu deyja hvort sem er“. Thurtle segir talsmenn Lækna án landamæra hafa ákveðið að stíga fram og lýsa upplifun sinni til að vega upp á móti orðræðu fólk sem væri ekki á vettvangi og hefði ekki vit á því sem það væri að segja. „Við höfum verið sökuð um að vera hlutdræg í þessum átökum en það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það er ekki hlutdrægni að lýsa því sem heilbrigðisstarfsmenn eru að upplifa,“ segir hún.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira