Ástarsambandið kostaði hana landsliðssætið og hann starfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2023 08:30 Franziska Gritsch fær ekki lengur að vera í austurríska skíðalandsliðinu. Getty/Joan Cros Garcia Austurrísku landsliðskonunni Franzisku Gritsch hefur verið sparkað úr landsliði þjóðarinnar og hún er ekki sú eina sem er á leiðinni út. Ástarsamband Gritsch og landsliðsþjálfarans Florian Stengg hefur miklar afleiðingar fyrir þau bæði því Stengg þurfti líka að taka pokann sinn. Skirennfahrerin Franziska Gritsch und der ÖSV gehen erstmal getrennte Wege. Grund ist die Beziehung zu einem ihrer Trainer. https://t.co/ihcovK0um8 #Wintersport #SkiAlpin— Sportschau (@sportschau) December 21, 2023 Hin 26 ára gamla Gritsch hefur verið í landsliðinu undanfarin fimm ár. Hún hefur þrisvar komist á verðlaunapall á heimsbikarnum og vann silfur í liðakeppni á HM. Stengg er átta árum eldri en hún. Þau urðu ástfangin og hófu ástarsamband í leyfi. Slíkt samband er stranglega bannað hjá skíðasambandi Austurríki. Parið vill ekki hætta saman og ætlar að taka afleiðingunum. „Ef þú eltir hjartað þitt þá getur þú endað á nýjum slóðum. Þú verður að vera hugrakkur og treysta tilfinningum þínum. Ég og Florian höfum hugsað vel og lengi um þetta og þótt að þetta kalli á nýjar áskoranir þá finnst okkur þetta vera rétta ákvörðunin,“ skrifaði Franziska Gritsch í færslu á Instagram. Austurríska sambandið er mun harðorðara gagnvart þjálfaranum en henni. „Það er óásættanlegt hjá þjálfara að hefja samband með virkum landsliðsmanni og við getum ekki treyst honum lengur,“ sagði Herbert Mandl, liðstjóri landsliðsins við sport.sk. View this post on Instagram A post shared by FRANZI GRITSCH - Official (@franziskagritsch) Skíðaíþróttir Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Sjá meira
Ástarsamband Gritsch og landsliðsþjálfarans Florian Stengg hefur miklar afleiðingar fyrir þau bæði því Stengg þurfti líka að taka pokann sinn. Skirennfahrerin Franziska Gritsch und der ÖSV gehen erstmal getrennte Wege. Grund ist die Beziehung zu einem ihrer Trainer. https://t.co/ihcovK0um8 #Wintersport #SkiAlpin— Sportschau (@sportschau) December 21, 2023 Hin 26 ára gamla Gritsch hefur verið í landsliðinu undanfarin fimm ár. Hún hefur þrisvar komist á verðlaunapall á heimsbikarnum og vann silfur í liðakeppni á HM. Stengg er átta árum eldri en hún. Þau urðu ástfangin og hófu ástarsamband í leyfi. Slíkt samband er stranglega bannað hjá skíðasambandi Austurríki. Parið vill ekki hætta saman og ætlar að taka afleiðingunum. „Ef þú eltir hjartað þitt þá getur þú endað á nýjum slóðum. Þú verður að vera hugrakkur og treysta tilfinningum þínum. Ég og Florian höfum hugsað vel og lengi um þetta og þótt að þetta kalli á nýjar áskoranir þá finnst okkur þetta vera rétta ákvörðunin,“ skrifaði Franziska Gritsch í færslu á Instagram. Austurríska sambandið er mun harðorðara gagnvart þjálfaranum en henni. „Það er óásættanlegt hjá þjálfara að hefja samband með virkum landsliðsmanni og við getum ekki treyst honum lengur,“ sagði Herbert Mandl, liðstjóri landsliðsins við sport.sk. View this post on Instagram A post shared by FRANZI GRITSCH - Official (@franziskagritsch)
Skíðaíþróttir Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Sjá meira