Hér erum við að tala um þýsku landsliðskonuna Giulia Gwinn sem átti að koma inn á sem varamaður í leik Bæjara á móti Nürnberg.
Gwinn var búin að hita vel upp og var á leiðinni inn á völlinn eftir klukkutíma leik þegar hún uppgötvaði eitt.
Hún hafði gleymt að fara í stuttbuxurnar og var því ekkert á leiðinni inn á völlinn fyrr en hún bætti úr því.
Gwinn hljóp því inn í klefa og fann stuttbuxurnar sínar. Hún kom svo inn á völlinn nokkrum mínútum síðar.
Gwinn er í þýska landsliðinu og skoraði í báðum leikjum á móti Íslandi í haust. Hún fyrra mark þýska liðsins í 2-0 sigri á Íslandi á Laugardalsvellinum í októberlok og skoraði annað markið í 4-0 sigri á Íslandi í september.
Hér fyrir neðan má sjá mómentið þegar Gwinn áttaði sig á því að hún væri stuttbuxnalaus.