Myndi treysta sér til að gista sjálfur í Grindavík Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2023 19:59 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist sjálfur myndu treysta sér til að gista í Grindavík, en hann hefur heimilað íbúum bæjarins að dvelja þar allan sólarhringinn frá og með morgundeginum. Hann segist skilja mætavel áhyggjur björgunarsveita, sem óskuðu eftir því að vera leystar undan daglegri viðveru í og við bæinn í dag. „Í þessu hættumatskorti sem gildir til 29. desember er ekki gert ráð fyrir gosopnun í Grindavík, en til staðar er hætta á náttúruhamförum. En það er mitt mat, lögreglustjórans, að það sé undir þessum kringumstæðum ásættanlegt að gefa íbúum Grindavíkur kost á því að fara heim og dvelja þar yfir nótt,“ segir Úlfar. Aðspurður sagðist hann myndu treysta sér til að gista í Grindavík við núverandi aðstæður. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að núverandi fyrirkomulag gildi yfir jólin, en Úlfar vonar að svo megi vera lengur. „Þessi ákvörðun verður endurskoðuð 27. desember.“ Minni viðvera en áður Úlfar segir að ef til goss kæmi í Grindavík væri það í senn flókin og erfið staða. „En ég geng út frá því að sú staða komi ekki upp, það er meðal annars ástæðan fyrir því að ég hleypi fólki inn núna, með þeim hætti sem ég hef gert.“ Fyrr í dag barst tilkynning frá lögreglunni á Suðurnesjum um að dregið hefði úr góðvild í garð björgunarsveitarfólks. Við því þyrfti að bregðast og landstjórn björgunarsveita hafi farið þess á leit við lögreglustjórann á Suðurnesjum að björgunarsveitir verði leystar undan daglegri viðveru eigi síðar en í dag, 22. desember 2023. Úlfar segir samstarf lögreglu, almannavarna og björgunarsveita vera frábært. „En það er vandamál að manna vaktir björgunarsveita, bæði í aðgerðastjórn og vettvangsstjórn á Suðurnesjum. Þetta er búið að vera viðvarandi ástand mjög lengi. Ég skil mætavel vandræði og áhyggjur björgunarsveita og stend með þeim í því sem þeir gera, en vegna þessa erum við auðvitað bara með skert viðbragð,“ sagði Úlfar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
„Í þessu hættumatskorti sem gildir til 29. desember er ekki gert ráð fyrir gosopnun í Grindavík, en til staðar er hætta á náttúruhamförum. En það er mitt mat, lögreglustjórans, að það sé undir þessum kringumstæðum ásættanlegt að gefa íbúum Grindavíkur kost á því að fara heim og dvelja þar yfir nótt,“ segir Úlfar. Aðspurður sagðist hann myndu treysta sér til að gista í Grindavík við núverandi aðstæður. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að núverandi fyrirkomulag gildi yfir jólin, en Úlfar vonar að svo megi vera lengur. „Þessi ákvörðun verður endurskoðuð 27. desember.“ Minni viðvera en áður Úlfar segir að ef til goss kæmi í Grindavík væri það í senn flókin og erfið staða. „En ég geng út frá því að sú staða komi ekki upp, það er meðal annars ástæðan fyrir því að ég hleypi fólki inn núna, með þeim hætti sem ég hef gert.“ Fyrr í dag barst tilkynning frá lögreglunni á Suðurnesjum um að dregið hefði úr góðvild í garð björgunarsveitarfólks. Við því þyrfti að bregðast og landstjórn björgunarsveita hafi farið þess á leit við lögreglustjórann á Suðurnesjum að björgunarsveitir verði leystar undan daglegri viðveru eigi síðar en í dag, 22. desember 2023. Úlfar segir samstarf lögreglu, almannavarna og björgunarsveita vera frábært. „En það er vandamál að manna vaktir björgunarsveita, bæði í aðgerðastjórn og vettvangsstjórn á Suðurnesjum. Þetta er búið að vera viðvarandi ástand mjög lengi. Ég skil mætavel vandræði og áhyggjur björgunarsveita og stend með þeim í því sem þeir gera, en vegna þessa erum við auðvitað bara með skert viðbragð,“ sagði Úlfar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira