„Það rýmdi enginn Reykjahlíð á sínum tíma“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2023 22:08 Þorvaldur Þórðarson er prófessor í eldfjallafræði. Vísir/Arnar Prófessor í eldfjallafræði segir það góða ákvörðun að leyfa Grindvíkingum að gista í bænum, nú þegar gosvirkni virðist hafa færst annað. Hann segir líkur á gosi fara vaxandi með auknu landrisi og telur tvær vikur í að það nái sömu hæð og það náði fyrir síðasta gos. Líkur á öðru eldgosi á Reykjanesskaga fara vaxandi að mati sérfræðinga Veðurstofunnar. Líklegasta upptakasvæði fyrir eldgos er á milli Stóra-Skógsfells og Hagafells. Stöðugt landris mælist við Svartsengi og hefur gert það síðan á mánudag. Búist er við því að gos geti hafist með litlum fyrirvara, þegar tekur að draga úr hraða landrissins. Ef land heldur áfram að rísa við Svartsengi má búast við „einhverjum atburðum“ þegar landrisið nær sömu hæð og var fyrir eldgos síðastliðinn mánudag. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, „Miðað við þennan hraða þá myndi þetta ná þeirri hæð á svona tíu dögum til tveimur vikum,“ segir Þorvaldur. Treystir sér til að gista í Grindavík Frá og með morgundeginum mega Grindvíkingar vera í bænum að næturlagi, en það hefur þeim ekki verið heimilt frá því bærinn var rýmdur 10. nóvember. Nú hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum heimilað það, á grundvelli uppfærðs hættumats Veðurstofunnar. „Ég held að það sé bara góð ákvörðum að mörgu leyti, vegna þess að það er lægð í virkninni og þegar við erum með litla virkni þá á hættustigið að minnka. Við erum með litakóða til þess að gefa til kynna hver hættan er. Ef atburður hagar sér þannig að hættan sé að aukast, þá er bara að hækka hættustigið aftur,“ segir Þorvaldur. Mikilvægast sé að skýra stöðuna vel út fyrir Grindvíkingum og öðrum landsmönnum. Aðspurður segist Þorvaldur sjálfur treysta sér til að gista í Grindavík í nótt. „Virknin virðist hafa færst að mestu leyti norðurfyrir á milli Hagafells og Sýlingafells, eða Stóra-Skógfells. Ef maður horfir aftur í tímann, eins og margir hafa verið að gera, aftur í Kröfluelda, þá er þetta nú kannski svipað. Vegalengdirnar eru kannski ekkert ólíkar, frá byggðu bóli og að þeim stað þar sem virknin er,“ segir Þorvaldur. „Og það rýmdi enginn Reykjahlíð á sínum tíma.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hætta við að stefna ríkinu í Grindavíkurmáli Grindvíkingar sem hugðust stefna íslenska ríkinu vegna lokana í Grindavík eru hættir við. Lögmaðurinn sem þeir höfðu leitað til vegna málsins kveðst ekki vita ástæðuna að baki ákvörðun þeirra. 22. desember 2023 20:57 Myndi treysta sér til að gista sjálfur í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist sjálfur myndu treysta sér til að gista í Grindavík, en hann hefur heimilað íbúum bæjarins að dvelja þar allan sólarhringinn frá og með morgundeginum. Hann segist skilja mætavel áhyggjur björgunarsveita, sem óskuðu eftir því að vera leystar undan daglegri viðveru í og við bæinn í dag. 22. desember 2023 19:59 Jól í Grindavík eftir allt saman Frá og með Þorláksmessu mega Grindvíkingar fara inn í bæinn allan sólarhringinn og jafnvel sofa þar. Því verða jól í Grindavík eftir allt saman, allavega hjá þeim Grindvíkingum sem það vilja. 22. desember 2023 16:12 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Líkur á öðru eldgosi á Reykjanesskaga fara vaxandi að mati sérfræðinga Veðurstofunnar. Líklegasta upptakasvæði fyrir eldgos er á milli Stóra-Skógsfells og Hagafells. Stöðugt landris mælist við Svartsengi og hefur gert það síðan á mánudag. Búist er við því að gos geti hafist með litlum fyrirvara, þegar tekur að draga úr hraða landrissins. Ef land heldur áfram að rísa við Svartsengi má búast við „einhverjum atburðum“ þegar landrisið nær sömu hæð og var fyrir eldgos síðastliðinn mánudag. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, „Miðað við þennan hraða þá myndi þetta ná þeirri hæð á svona tíu dögum til tveimur vikum,“ segir Þorvaldur. Treystir sér til að gista í Grindavík Frá og með morgundeginum mega Grindvíkingar vera í bænum að næturlagi, en það hefur þeim ekki verið heimilt frá því bærinn var rýmdur 10. nóvember. Nú hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum heimilað það, á grundvelli uppfærðs hættumats Veðurstofunnar. „Ég held að það sé bara góð ákvörðum að mörgu leyti, vegna þess að það er lægð í virkninni og þegar við erum með litla virkni þá á hættustigið að minnka. Við erum með litakóða til þess að gefa til kynna hver hættan er. Ef atburður hagar sér þannig að hættan sé að aukast, þá er bara að hækka hættustigið aftur,“ segir Þorvaldur. Mikilvægast sé að skýra stöðuna vel út fyrir Grindvíkingum og öðrum landsmönnum. Aðspurður segist Þorvaldur sjálfur treysta sér til að gista í Grindavík í nótt. „Virknin virðist hafa færst að mestu leyti norðurfyrir á milli Hagafells og Sýlingafells, eða Stóra-Skógfells. Ef maður horfir aftur í tímann, eins og margir hafa verið að gera, aftur í Kröfluelda, þá er þetta nú kannski svipað. Vegalengdirnar eru kannski ekkert ólíkar, frá byggðu bóli og að þeim stað þar sem virknin er,“ segir Þorvaldur. „Og það rýmdi enginn Reykjahlíð á sínum tíma.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hætta við að stefna ríkinu í Grindavíkurmáli Grindvíkingar sem hugðust stefna íslenska ríkinu vegna lokana í Grindavík eru hættir við. Lögmaðurinn sem þeir höfðu leitað til vegna málsins kveðst ekki vita ástæðuna að baki ákvörðun þeirra. 22. desember 2023 20:57 Myndi treysta sér til að gista sjálfur í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist sjálfur myndu treysta sér til að gista í Grindavík, en hann hefur heimilað íbúum bæjarins að dvelja þar allan sólarhringinn frá og með morgundeginum. Hann segist skilja mætavel áhyggjur björgunarsveita, sem óskuðu eftir því að vera leystar undan daglegri viðveru í og við bæinn í dag. 22. desember 2023 19:59 Jól í Grindavík eftir allt saman Frá og með Þorláksmessu mega Grindvíkingar fara inn í bæinn allan sólarhringinn og jafnvel sofa þar. Því verða jól í Grindavík eftir allt saman, allavega hjá þeim Grindvíkingum sem það vilja. 22. desember 2023 16:12 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Hætta við að stefna ríkinu í Grindavíkurmáli Grindvíkingar sem hugðust stefna íslenska ríkinu vegna lokana í Grindavík eru hættir við. Lögmaðurinn sem þeir höfðu leitað til vegna málsins kveðst ekki vita ástæðuna að baki ákvörðun þeirra. 22. desember 2023 20:57
Myndi treysta sér til að gista sjálfur í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist sjálfur myndu treysta sér til að gista í Grindavík, en hann hefur heimilað íbúum bæjarins að dvelja þar allan sólarhringinn frá og með morgundeginum. Hann segist skilja mætavel áhyggjur björgunarsveita, sem óskuðu eftir því að vera leystar undan daglegri viðveru í og við bæinn í dag. 22. desember 2023 19:59
Jól í Grindavík eftir allt saman Frá og með Þorláksmessu mega Grindvíkingar fara inn í bæinn allan sólarhringinn og jafnvel sofa þar. Því verða jól í Grindavík eftir allt saman, allavega hjá þeim Grindvíkingum sem það vilja. 22. desember 2023 16:12