„Allt of fá íþróttafélög eru að bjóða upp á þjálfun fyrir fötluð börn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. desember 2023 10:45 Valdimar Smári Gunnarsson er verkefnastjóri verkefnisins Allir með. Vísir Allt of fá börn með fötlun stunda íþróttir hér á landi. Börn sem þrá að tilheyra fá einfaldlega ekki þau tækifæri. Á þriðjudag var íþróttafólk ársins í röðum fatlaðra heiðrað við hátíðlega athöfn á Grand Hótel. Íþróttamaður ársins var Már Gunnarsson sundmaður og íþróttakona ársins var Sonja Sigurðardóttir, einnig sundkona. Valdimar Smári Gunnarsson verkefnastjóri Allir með hélt ræðu í tilefni verðlaunaafhendingarinnar en verkefnið Allir með snýr að því að hvetja fleiri fatlaða til að æfa íþróttir. Þar er staðan alvarleg en aðeins 4% grunnskólabarna með fötlun stunda íþróttir hjá íþróttafélagi samkvæmt félagsskráningakerfi ÍSÍ og UMFÍ. „Verkefni okkar gengur svolítið út á það að ná til þessara barna því við teljum að fötluð börn eigi að byrja að æfa íþróttir á sama aldri og ófötluð. Það á bara að vera venja hér á Íslandi að þannig sé það en þannig er það ekki í dag,“ sagði Valdimar Smári í viðtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann. „Allt of fá íþróttafélög eru að bjóða upp á þjálfun fyrir fötluð börn, það eru bara örfá. Það eru nokkur félög sem eru að gera mjög góða hluti og sýna okkur að þetta er alveg hægt. Við getum alveg gert þetta og náð alveg stórkostlegum árangri. Verkefni mitt gengur út á það að fara og hitta íþróttafélögin og hvetja þau til að fara af stað og bjóða upp á þjálfun í alls konar íþróttagreinum. Til þess að hvetja félögin höfum við sett á laggirnar ákveðinn hvatasjóð sem þau félög sem ætla að fara af stað með þjálfun fyrir fatlaða geta sótt um styrk. Styrk sem nemur því að borga laun þjálfara fyrsta árið.“ Einungis tvö hundruð börn með fötlun á aldrinum 6-17 ára hér á landi stunda íþrótt hjá íþróttafélagi. Stefán segist ímynda sér að skortur á hreyfingu hafi víðtæk áhrif. „Ég veit ekki tölur um það en ég ímynda mér það því við vitum að hreyfing hefur mjög góð áhrif á andlega líðan. Líka bara það að fólk einangrist ekki heima heldur umgangist annað fólk og verði meðal jafnaldra. Þess vegna er svo mikilvægt að við náum þessum krökkum á hreyfingu.“ Klippa: Allt of fá börn með fötlun stunda íþróttir Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Sjá meira
Á þriðjudag var íþróttafólk ársins í röðum fatlaðra heiðrað við hátíðlega athöfn á Grand Hótel. Íþróttamaður ársins var Már Gunnarsson sundmaður og íþróttakona ársins var Sonja Sigurðardóttir, einnig sundkona. Valdimar Smári Gunnarsson verkefnastjóri Allir með hélt ræðu í tilefni verðlaunaafhendingarinnar en verkefnið Allir með snýr að því að hvetja fleiri fatlaða til að æfa íþróttir. Þar er staðan alvarleg en aðeins 4% grunnskólabarna með fötlun stunda íþróttir hjá íþróttafélagi samkvæmt félagsskráningakerfi ÍSÍ og UMFÍ. „Verkefni okkar gengur svolítið út á það að ná til þessara barna því við teljum að fötluð börn eigi að byrja að æfa íþróttir á sama aldri og ófötluð. Það á bara að vera venja hér á Íslandi að þannig sé það en þannig er það ekki í dag,“ sagði Valdimar Smári í viðtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann. „Allt of fá íþróttafélög eru að bjóða upp á þjálfun fyrir fötluð börn, það eru bara örfá. Það eru nokkur félög sem eru að gera mjög góða hluti og sýna okkur að þetta er alveg hægt. Við getum alveg gert þetta og náð alveg stórkostlegum árangri. Verkefni mitt gengur út á það að fara og hitta íþróttafélögin og hvetja þau til að fara af stað og bjóða upp á þjálfun í alls konar íþróttagreinum. Til þess að hvetja félögin höfum við sett á laggirnar ákveðinn hvatasjóð sem þau félög sem ætla að fara af stað með þjálfun fyrir fatlaða geta sótt um styrk. Styrk sem nemur því að borga laun þjálfara fyrsta árið.“ Einungis tvö hundruð börn með fötlun á aldrinum 6-17 ára hér á landi stunda íþrótt hjá íþróttafélagi. Stefán segist ímynda sér að skortur á hreyfingu hafi víðtæk áhrif. „Ég veit ekki tölur um það en ég ímynda mér það því við vitum að hreyfing hefur mjög góð áhrif á andlega líðan. Líka bara það að fólk einangrist ekki heima heldur umgangist annað fólk og verði meðal jafnaldra. Þess vegna er svo mikilvægt að við náum þessum krökkum á hreyfingu.“ Klippa: Allt of fá börn með fötlun stunda íþróttir
Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Sjá meira