Innlent

Fjöldi mála hjá lög­reglu í nótt

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Nóttin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var annasöm að því er segir í fréttaskeyti lögreglunnar. Fjöldi mála komu á borð lögreglu milli klukkan fimm í gær og fimm í morgun, eða 44, fyrir utan almennt eftirlit. 

Í hverfi 101 var tilkynnt um einstakling að láta öllum illum látum á matsölustað sem neitaði að yfirgefa veitingastaðinn, gekk um staðinn og skallaði rúðu. Viðkomandi var vistaður í fangaklefa. 

Í sama hverfi var í tvígang tilkynnt um slagsmál. Í fyrra skiptið voru þrír aðilar handteknir, tveir grunaðir um líkamsárás og einn um vörslu fíkniefna. Seinni tilkynning barst skömmu fyrir klukkan fimm í morgun. 

Á lögreglustöð eitt, sem vaktar Seltjarnarnes Vesturbæ, Miðbæ og Austurbæ, voru tveir handteknir grunaðir um ölvunarakstur og einn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. 

Tvær líkamsárásir

Í hverfi 220 barst lögreglu tilkynningu um aðila að valda skemmtum á bílum og að áreita fólk. Viðkomandi var að sögn lögreglu ógnandi og óútreiknanlegur, og því vistaður í fangaklefa. Tilkynnt var um þjófnað úr verslunum bæði í austurborginni og í hverfi 201.

Þá var tilkynnt um um líkamsárás í hverfi 111. Lögregla er með málið í rannsókn. Lögregla rannsakar stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu í hverfi 110. Einn aðili var vistaður í klefa í þágu rannsóknar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×